Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

„Gekk út sexhundruð þúsund krónum ríkari“

Fyrirtæki geta fengið styrki fyrir t.d. meirapróf starfsmanna, leiðtogaþjálfun, kostnað við gerð fræðsluefnis og fleira en allt of fá fyrirtæki vita um þennan rétt sinn segir Lísbet Einarsdóttir framkvæmdastjóri Starfsafls.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Samkomutakmarkanir settu mark sitt á hátíðarhöld

Forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með því hvernig opnun landamæranna tekst til og brugðist verði við með afgerandi hætti gerist þess þörf. Ráðherrann ávarpaði gesti á Austurvelli í dag en samkomutakmarkanir settu mark sitt á hátíðarhöld í tilefni af 17. júní um allt land.

Innlent
Fréttamynd

Minntust þeirra sem hafa látist í faraldrinum

Sænska fánanum var flaggað í hálfa stöng fyrir framan Riksdag, sænska þingið, í dag þegar haldin var minningarathöfn um þau sem hafa látist í landinu af völdum Covid-19 sýkingarinnar sem kórónuveiran veldur.

Erlent
Fréttamynd

Þríeykið fékk Fálkaorðuna

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi í dag þríeykið svokallaða, Ölmu Möller landlækni, Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðleg athöfn á Bessastöðum.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu og tveir í sóttkví vegna smitsins

Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær um Keflavíkurflugvöll en um 1100 í fyrradag, 120 manns komu til landsins með Norrænu í gær. Tvö sýni sem tekin voru á vellinum í fyrradag reyndust jákvæð, annað hjá erlendum ferðamanni með mótefni í blóði en hitt hjá Íslendingi búsettum erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Smituðu lögreglumann á Suðurlandi

Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum.

Innlent