Að minnsta kosti tíu látnir í eldsvoða á Covid-19 spítala Að minnsta kosti tíu hafa látið lífið í eldsvoða á bráðabirgðaspítala í Norður-Makedóníu fyrir einstaklinga sem hafa veikst alvarlega af Covid-19. Heilbrigðisráðherra landsins segir líkur á að fjöldi látinna muni hækka. Erlent 9. september 2021 08:33
Starfsfólki mögulega gert að skila Covid niðurstöðum fyrir viðburði Sóttvarnir virðast vera komnar til að vera en nánast ekkert er um það rætt hjá fyrirtækjum hvort krefja eigi starfsfólk um að fara í bólusetningar. Fyrir fjölmenna viðburði á vegum vinnustaða, velta fyrirtæki hins vegar fyrir sér að krefjast neikvæðra Covid niðurstaðna frá starfsfólki áður en það mætir á viðburðinn. Atvinnulíf 9. september 2021 07:00
Sex tilkynningar um alvarleg atvik hjá 12 til 17 ára í kjölfar bólusetningar Lyfjastofnun hafa borist sex tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir í kjölfar bólusetningar 12 til 17 ára barna gegn Covid-19, þar af þrjár vegna sjúkrahúsvistar. Innlent 9. september 2021 06:42
Spítalinn af hættustigi: Sjö inniliggjandi og einn á gjörgæslu Landspítalinn er kominn niður af hættu stig og á óvissustig samkvæmt ákvörðun farsóttarnefndar og viðbragðsstjórnar í dag. Óvissustig er fyrsta af þremur viðbragðsstigum Landspítala. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Innlent 8. september 2021 16:55
Blikar fá að spila 60 milljóna leikinn þrátt fyrir að leikmaður hafi smitast Einn leikmaður Breiðabliks hefur greinst með kórónuveirusmit í aðdraganda seinni leiksins við króatíska liðið Osijek, í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun. Fótbolti 8. september 2021 13:45
Skæð Covid-bylgja leikur óbólusetta Búlgara grátt Neyðarástand vofir yfir heilbrigðiskerfi Búlgaríu þar sem skæð COVID-19 bylgja gengur nú yfir. Bólusetningar hafa gengið afar hægt í landinu þar sem einungis um fimmtungur landsmanna, sem telja 7 milljónir, hafa fengið sprautu og almennra efasemda virðist gæta. Erlent 8. september 2021 12:11
Þórólfur segir Kára í jötunmóð og beina sverðinu að fóstbróður sínum í faraldrinum Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid. Innlent 8. september 2021 12:07
Þykir leitt að hafa gleymt sér á hárgreiðslustofunni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa gleymt sér þegar hún fór í klippingu á mánudag án þess að bera sóttvarnagrímu. Hún birti mynd af sér í klippingunni á Story á Instagram en slíkar myndir hverfa eftir sólarhring. Innlent 8. september 2021 11:55
37 greindust með Covid-19 innanlands í gær 37 greindust með Covid-19 í gær. 544 eru í einangrun og 930 í sóttkví. Innlent 8. september 2021 10:53
Þrettán í sóttkví eftir smit hjá starfsmönnum Heilsustofnunar í Hveragerði Alls hafa þrettán verið sendir í sóttkví eftir að tveir starfsmenn Heilsustofnunar í Hveragerði greindust með Covid-19 í gær. Innlent 8. september 2021 09:59
Fyrrum troðslukóngur NBA-deildarinnar á tíunda degi á gjörgæslu Cedrid Ceballos fyrrum troðslukóngur NBA-deildarinnar hefur nú legið í tíu daga á gjörgæslu sökum kórónuveirunnar. Hann biður fólk um að biðja fyrir sér og segir baráttu sína hvergi nærri búna. Körfubolti 8. september 2021 08:01
Lengja opnunartímann í bólusetningu til klukkan 19 á morgun Á morgun verður opið í bólusetningar frá kl. 10 til 19 á Suðurlandsbraut 34. Með þessu vonast Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu til að fleiri sjái sér fært að mæta. Innlent 8. september 2021 07:34
Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. Innlent 7. september 2021 19:21
Hækkar skatta vegna Covid-19 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag frumvarp um að leggja 1,25 prósenta skatt á Breta og bresk fyrirtæki. Þannig á að safna um 36 milljörðum punda (rúmum sex billjónum króna) á þremur árum sem verja á til heilbrigðis -og félagsmála. Erlent 7. september 2021 17:00
Langþreyttir foreldrar leikskólabarna í Reykjavík Til þeirra sem málið varðar. Ég er foreldri tveggja barna á leikskólaaldri. Yngri sonur minn er að hefja skólagöngu sína í leikskóla hjá Reykjavíkurborg núna á föstudaginn, hann er rúmlega tveggja ára. Eldri sonur minn er að hefja síðasta vetur sinn á leikskólanum. Skoðun 7. september 2021 14:31
Munu þurfa sýna fram á bólusetningu eða neikvætt próf við komuna á Old Trafford Frá og með leiknum gegn Newcastle United sem fram fer þann 11. september mun Manchester United krefjast þess að þau sem ætla að sjá leiki liðsins á Old Trafford sýni fram á annað hvort bólusetningu eða 48 klukkustunda gamalt PCR-próf. Enski boltinn 7. september 2021 14:00
Á von á minnisblaði: Ráðherra segir forsendur til að ráðast í tilslakanir „Þetta gengur vel, þetta lítur bara mjög vel út; þróun faraldursins... og þessi bylgja er á öruggri niðurleið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi nú í þessu. Innlent 7. september 2021 11:46
25 greindust innanlands Alls greindust 25 með kórónuveiruna innanlands í gær. Sautján þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 68 prósent. Átta voru utan sóttkvíar, eða um 32 prósent. Innlent 7. september 2021 10:50
Hefur farið í 100 sýnatökur: „Get haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann“ Það væri heiður að vera sýnatökukóngur Íslands, segir leikarinn Jóhannes Haukur sem fór í sína eitt hundruðustu skimun á föstudag. Hann segist vanur sýnatökupinnanum og gæti haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann. Innlent 7. september 2021 10:03
Vilja að sett verði sérstök lög um þjófnað á gæludýrum Stjórnvöld á Englandi skoða nú að setja sérstök lög um þjófnað á gæludýrum eftir aukinn fjölda þjófnaðarmála í kórónuveirufaraldrinum. Eins og stendur er farið með þjófnað á gæludýrum eins og þjófnað á hverri annarri eign. Erlent 7. september 2021 08:39
Milljón sýni tekin frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst Milljónasta sýnið vegna skimunar eftir SARS-CoV-2 var tekið í gær. Forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segist allt eins gera ráð fyrir því að milljón sýni verði tekin til viðbótar áður en yfir lýkur. Innlent 7. september 2021 07:02
Í einangrun í hjólhýsi en tók þátt í heilsuátaki Kyrrsetan og hreyfingarleysið reyndist Sif Sturludóttur mesta áskorunin þegar hún þurfti að vera í tíu daga einangrun eftir að hún greindist með Covid-19. Hún ákvað því á fjórða degi að hún skyldi nýta tímann og taka þátt í hreyfingaráskorun. Lífið 7. september 2021 06:30
Vilja ræða afléttingar á ríkisstjórnarfundi Ráðherrar telja rétt að ræða afléttingar á samkomubanni í ljósi faraldursins á ríkisstjórnarfundi á morgun. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í tilslakanir. Innlent 6. september 2021 19:40
Kári Stefánsson vill afnema allar fjöldatakmarkanir Kári Stefánsson segir málum nú vera svo háttað að afnema eigi allar fjöldatakmarkanir enda séu núgildandi takmarkanir illverjanlegar. Innlent 6. september 2021 18:31
Splúnkunýtt líf Fram að þessu hefur verið nokkuð einfalt fyrir okkur Íslendinga að átta okkur á því hvernig við ættum að haga okkur í farsóttinni. Sóttvarnaryfirvöld undir stjórn Þórólfs hafa verið skýrmælt; fyrirmæli þeirra hafa skilist, hljómað sannfærandi og reynst vel. Nú er hins vegar svo komið málum að það er ómögulegt fyrir almenning að átta sig á því hvað er gangi og ég er hræddur um að það sama eigi við um sóttvarnaryfirvöld. Skoðun 6. september 2021 18:30
Tilbúin með aðstöðu til að framkvæma hraðpróf fyrir smitgát og stærri viðburði Aðstaða til að framkvæma hraðpróf er nú tilbúin í húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut 34. Enn þá er unnið að því að klára uppsetningu tölvukerfis og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið á morgun, 7. september. Innlent 6. september 2021 15:11
„Reynið að fá ykkur almennilega vinnu“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og rithöfundur, var fundarstjóri á málþingi Bandalags íslenskra listamanna um helgina. Og hún hundskammar nú ráðamenn fyrir að hafa skrópað. Innlent 6. september 2021 14:45
Þórólfur telur hægt að skoða tilslakanir en sér ekki fyrir víðtækar afléttingar Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í tilslakanir á samkomubanni jafnvel þó harðar takmarkanir séu í gildi á landamærunum. Bylgjan er enn á niðurleið og enginn er á gjörgæslu. Innlent 6. september 2021 12:09
Enn grímuskylda í Hagkaup vegna Tax free-daga Athygli hefur vakið að grímuskylda er enn í verslunum Hagkaups en ekki í systurversluninni Bónus. Viðskipti innlent 6. september 2021 11:03
26 greindust innanlands í gær Alls greindust 26 með kórónuveiruna innanlands í gær. Sextán þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent nýgreindra. Tíu voru utan sóttkvíar, eða um 38 prósent. Innlent 6. september 2021 10:47