Sony sker hagnað niður um helming Japanski raftækjaframleiðandinn Sony hefur lækkað afkomuspá sína á yfirstandandi rekstrarári um rúman helming og lagt til hliðar 51 milljarð jena, jafnvirði 29,5 milljarða íslenskra króna, vegna gríðarmikilla innikallana á rafhlöðum undir merkjum fyrirtækisins á heimsvísu. Leikjavísir 19. október 2006 09:13
Stafræn upprisa Tony Montana Al Pacino fór hamförum árið 1983 í hlutverki kúbanska glæpakóngsins Tony Montana í hinni ofbeldisfullu Scarface eftir Brian De Palma. Í lok myndarinnar féll Tony í trylltum skotbardaga við eiturlyfjagengi frá Kolombíu en nú rís hann upp í nýjum tölvuleik sem er beintegndur myndinni. Leikjavísir 18. október 2006 11:30
Ný ofurtölva tilbúin eftir tvö ár Eftir tvö ár lítur öflugasta tölva í heimi dagsins ljós en hún mun gera líkön í læknisrannsóknum. Leikjavísir 13. september 2006 00:01
Útgáfu seinkað fram í mars Útgáfu leikjatölvunnar PlayStation 3 í Evrópu hefur verið frestað fram í mars á næsta ári. Tölvan verður gefin út í Bandaríkjunum og Japan í nóvember, en þá átti hún líka að koma út í Evrópu. Sony kennir vandræðum í fjöldaframleiðslu Blu-Ray geisladrifanna um seinkunina. Leikjavísir 10. september 2006 05:00
Godfather kominn út Tölvuleikurinn Godfather er kominn út fyrir PC, Playstation 2, Xbox og PSP. Leikurinn er byggður á bókinni Godfather eftir Mario Puzo og samnefndri kvikmynd. Hefur leikurinn þegar fengið mjög góða dóma gagnrýnenda. Leikjavísir 25. mars 2006 00:01
Óvissa um útgáfu PS3 Óvíst er að Sony nái að gefa út Playstation 3, næstu kynslóð leikjatölvunnar vinsælu, í vor eins og ætlað var vegna þess að ekki hefur verið lokið við gerð ákveðinna staðla sem ný tækni hennar á að styðjast við. Leikjavísir 20. febrúar 2006 09:29
Tiger Woods Pga Tour 06 Haustið vel á veg komið og landinn byrjaður að finna fyrir kuldanum. Norðan garrinn strýkur grínin og nöturlegir vindar berast um golfvöllinn. Eini staðurinn þar sem ekki er kalt og notalegt við að hafast er golfskálinn, er þá bara ekki upplagt að skella sér í golfskóna samt, láta á sig hanskann á vinstri hönd, sixpenser og stilla sér upp fyrir eins og 18 holur í Tiger woods Pga tour? Leikjavísir 19. október 2005 00:01
Spilari dæmdur til dauða Tvítugur maður að nafni Devin Moore hefur verið fyrir rétti undanfarið ár vegna þess að árið 2003 myrti hann 3 lögreglumenn í Alabama, USA. Devin hefur frá upphafi kennt GTA III um morðin, og sagði leikinn hafa ýtt sér til ofbeldis. Í ágúst var hann dæmdur sekur af kviðdómi, og í dag var hann dæmdur til þyngstu mögulegu refsingar, dauða. Leikjavísir 8. október 2005 00:01
Dawn of war og Winter assault Þegar Dawn of war skaut upp kollinum seint í fyrra var augljóst að þar var kominn einn besti Rauntímaherkænskuleikur leikur þess árs og var einnig valinn af ýmsum fjölmiðlum sem leikur ársins. Nú er kominn út aukapakki sem nefnist Winter assault og munu báðir leikirnir vera krufnir til mergjar í þessari umsögn. Leikjavísir 7. október 2005 00:01
Sony reiðir Vatíkanið Það er viðbúið að keppinautar innan tölvuleikjaiðnaðarins lendi upp á kant við hvorn annan öðru hvoru. Annað er í raun ómögulegt á þessum stóra markaði þar sem risar ráða völdum. En það er önnur saga þegar tölvuleikjafyrirtæki fara að reita kirkjuna til reiði, og móðga marga strangtrúaða einstaklinga í heiminum. Það er nákvæmlega það sem Sony hefur gert. Leikjavísir 3. október 2005 00:01
Sírenan skellur í Hvíta Tjaldið Kvikmynd byggð á Siren leikjaseríunni fyrir PS2 mun koma í bíóhús á næsta ári samkvæmt japönskum fréttamiðlum. Þessari hryllingsmynd verður leikstýrt af Yukihiko Tsutsumi, sem er vel þekktur í Japan, og í aðalhlutverki er Yui Ichikawa sem er fræg fyrir hlutverk sitt sem Chiharu í hryllingnum Juon. Leikjavísir 29. september 2005 00:01
Tak 2: The Staff of Dreams Tak 2 er leikur sem, eins og flestir heilvita menn ættu að sjá, framhald af Tak 1. Við höldum áfram að fylgjast með smávöxnu söguhetjunni okkar þegar hann þarf enn á ný að koma öðrum til björgunar. Sagan byrjar þegar hann Tak er búinn að vera fastur í svefni í 13 daga, og engin leið er til að vekja hann. Leikjavísir 23. september 2005 00:01
Cold Winter Cold Winter er nýr fyrstu persónu skotleikur frá óþekktu fyrirtæki sem heitir Swordfish Studios. Hér fer maður í hlutverk Breska hörkutólsins Andrew Sterling sem vann áður fyrir MI6. Agent Sterling (og þá er ég ekki að tala um Jodie Foster úr Silence of the Lambs) er tekinn höndum af kínverjum þegar leikurinn byrjar og þarf að þola pyntingar þar í marga mánuði þangað til honum er bjargað af vinkonu sinni Kim. Hún lætur hann fá vopn og fyrsta verkefnið er einfaldlega að sprengja sér leið út úr fangelsinu. Seinna í leiknum koma svo fleiri persónur inn í þetta og söguþráðurinn flækist. Söguþráðurinn í Cold Winter er mjög góður miðað við þessa tegund leikja og á hann hrós skilið fyrir það. Leikjavísir 22. september 2005 00:01
Þekktar raddir talsetja True Crime Activision hefur ráðið skara af þekktum leikurum til að talsetja leikinn True Crime: New York City. Christofer Walken, Laurence Fishburn, Mariska Hargitay, Mickey Rourke, Esai Morales, Traci Lords og Avery Waddell munu öll taka þátt í talsetningu leiksins og tala fyrir helstu lykil persónur. Leikjavísir 19. september 2005 00:01
Næsta bylting? Í ræðu sinni í dag, 16. september, lýsti forseti Nintendo, Saturo Iwata, áformum fyrirtækisins með nýjan stýripinna sem á að koma út fyrir næstu Nintendo Console tölvu sem hefur einfaldlega verið nefnd Revolution. Leikjavísir 17. september 2005 00:01
Total Overdose kemur í næstu viku Í næstu viku kemur út leikurinn Total Overdose á PC, PlayStation 2 og Xbox. Ef Robert Rodriguez og Grand Theft Auto leikirnir myndu eyða nóttinni saman yrði útkoman Total Overdose. Leikjavísir 16. september 2005 00:01
Sony innkallar PS2 straumbreyta Sony risinn er um þessar mundir að innkalla suma straumbreyta fyrir sumar Playstation 2 Slimline tölvurnar. Straumbreytarnir sem eru framleiddir frá Ágúst til Desember 2004 og koma með svörtu PS2 Slimline módelunum SCPH70002, 70003 og 70004 geta ofhitnað og valdið skaða hjá þeim sem nota straumbreytana. Leikjavísir 16. september 2005 00:01
Útgáfudagar Xbox 360 staðfestir Eins og áður hefur komið fram í fréttum hér á GEIM mun Xbox 360 koma samtímis á markað á helstu markaðssvæðum og er það í fyrsta skipti sem leikjavél er gefin út í sama tímaramma. Leikjavísir 15. september 2005 00:01
Charlie and the chocalate factory Eins og augljóst er þá er leikurinn byggður á kvikmyndinni Charlie and the Chocolate Factory sem hefur verið í bíóhúsum undanfarið og skartar Johnny Depp í aðalhlutverki sem hinn sérvitri Willy Wonka, sem rekur stærstu nammiverksmiðju í heiminum. Enginn veit hvað gengur á í þessari verksmiðju þar sem hún hefur verið lokuð almenningi í mörg ár. Einn daginn tilkynnir Willy Wonka það að hann muni hleypa 5 börnum inn í verksmiðjuna. Leikjavísir 15. september 2005 00:01
GTA á leiðinni á PSP Nú styttist óðum í að Grand Theft Auto Liberty City Stories komi á PSP vélina. Þetta er alveg ný útfærsla af GTA með nýjum karakterum, söguþræði farartækjum og vopnum. Leikurinn gerist eins og nafnið gefur til kynna í Liberty City og hefur Rockstar eytt mikilli orku í að gera GTA upplifunina eins massífa og hægt er. Skoðun 13. september 2005 06:00
Mobile connect á Íslandi Á heimasíðu Ogvodafone er greint frá nýrri og spennandi þjónustuleið fyrirtækisins í fjarskiptum. Vodafone kynnir nú Mobile Connect þjónustu sína á Íslandi núna í September og hleypir svo af stað í beinu framhaldi Blackberry þjónustu í október sem farið hefur sigurför um heiminn. Nú þegar eru 3,5 milljónir notanda að Blackberry og eykst sú tala sífellt. Leikjavísir 8. september 2005 00:01
Skjálfti 3 2005 Seinustu helgi, 2-4 september var haldinn Skjálfti 3 leikjamót Símans og Opinna kerfa í íþróttahúsinu við Digranesskóla í Kópavogi. Ákveðið var að senda útsendara GEIM á vettvang á sunnudeginum sem og seinasta keppnisdegi til að athuga með eftirskjálfta mótsins. Leikjavísir 6. september 2005 00:01
PSP Innrásin Fyrirbærið Playstation Portable frá Sony er lent á klakanum. 2000 litlir svartir ferkantaðir hlutir á stærð við sjónvarpsfjarstýringu eru meðal Íslendinga akkúrat núna! Hugsanlega eru fleiri svona tæki í fórum túrista en það er á huldu að svo stöddu! Á næstu misserum munu þessi tól vera á faraldsfæti meðal vor, sérstaklega á svonefndum heitum reitum. Leikjavísir 2. september 2005 00:01
PSP komin á markaðinn Það er stór dagur í dag í Evrópu fyrir Sony því nýja PSP er komin á markaðinn og því einnig á Íslandi. Útsöluverð er í kringum 21.999 – 23.999 og sökum hversu mikil eftirspurn er á vélunum eru aðeins um 2000 vélar í sölu í dag á Íslandi. Leikjavísir 1. september 2005 00:01
BF2 umfjöllun Nýlega kom út þriðji leikurinn í Battlefield seríunni, Battlefield 2, og er maður dreginn til Mið Austurlanda og Kína til að berjast þar upp á líf og dauða. Í þetta skiptið ertu klæddur upp sem hermaður framtíðarinnar, árið 2010, sem Bandarískur Landgöngu-liði eða hermaður hjá Kínversku PLA(Peoples Liberation Army) eða MEC (Middle Eastern Coalition). Leikjavísir 29. ágúst 2005 00:01
Kvikmynd um Splinter cell? Í fréttatilkynningu frá Dreamworks kvikmyndaverinu er sagt frá að þeir séu stutt frá því að eignast kvikmyndaréttinn af tölvuleikjum Tom Clancy um Splinter cell. Munu Dreamworks tefla fram David Pyne(The Manchurian candidate) sem leikstjóraefni fyrir komandi kvikmynd um Sam Fisher og leyniaðgerðir hans með Third Echelon í háspennu, hátæknivæddum ævintýrum hans. Leikjavísir 28. ágúst 2005 00:01
Destroy all Humans Þegar ég heyrði fyrst um Destroy all humans þá brosti ég aðeins, svo fékk ég leikinn í hendurnar og byrjaði að brosa meira. Á endanum var ég byrjaður að skellihlæja. Það myndast brosviprur einfaldlega þegar ég hugsa til leiksins. Í Destroy all humans leikur þú Cryptosporidum 137 frá plánetunni Furon sem er sentur til jarðar til þess að bjarga Cryptosporidum 136 og fá þér nokkra safaríka heila í leiðinni. Leikjavísir 28. ágúst 2005 00:01
Viðtal við Icegaming klanið Icegaming klanið hefur verið boðið að keppa á World Tour Stop í Sheffield á Bretlandseyjum í september næstkomandi. GEIM sló á þráðinn í talsmann Icegaming, Þórð Þorsteinsson og fræddist aðeins um starfsemi klansins. Leikjavísir 25. ágúst 2005 00:01
Halo færir sig upp á silfurtjaldið Samkvæmt frétt úr skemmtiiðnaðar blaðinu Variety hafa Universal og 20th Century Fox komist að samkomulagi um að framleiða kvikmynd eftir hinum vinsæla skotleik Halo sem Xbox spilarar ættu að þekkja vel. Myndin á að vera komin í bíó innan við tvö ár samkvæmt heimildum. Leikjavísir 24. ágúst 2005 00:01