„Íslenska sumarið á sér auðvitað engan líkan og það kristallast í þessari helgi einu sinni á ári“ Tónlistarkonan Klara Eliaskemur fram í dalnum í ár en hún ætlar að hafa atriði sitt í anda sannrar kvöldvöku, með kassagítarinn með sér og söguleg Nylon lög á kantinum. Tónlist 21. júlí 2022 12:31
Rýnt í stiklu House of the Dragon HBO birti í gær nýja stiklu fyrir þættina House of the Dragon, sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Drekar Targaryen-ættarinnar eru umfangsmiklir í stiklunni en þættirnir fjalla um mjög róstusamt tímabil í Westeros. Bíó og sjónvarp 21. júlí 2022 11:55
Stallone kallar framleiðanda Rocky sníkjudýr og vill hluta af réttindunum Sylvester Stallone krafði Irwin Winkler, framleiðanda Rocky-myndanna, nýlega um hlut af réttindum kvikmyndaseríunnar. Í færslu sem Stallone birti á samfélagsmiðlum nýverið lýsti hann Winkler sem sníkjudýri og hæfileikalausum. Lífið 21. júlí 2022 10:58
Risa kýr í smíðum í Eyjafirði Risa kýr er nú í smíðum á Kristnesi í Eyjafirði en það er hún Edda, sem er þrír metrar á hæð og fimm metra löng, smíðuð úr tveimur tonnum af járni. Edda verður til sýnis í Eyjafirði þegar smíði hennar verður lokið. Innlent 21. júlí 2022 09:32
Eitruð vinnustaðamenning krufin undir berum himni Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius sýna lokasýningu útileikhúsverksins Flokkstjórans klukkan átta í kvöld. Hugmyndin spratt út frá reynslu Hólmfríðar af vinnustað þar sem yfirmenn gripu ekki inn í eitraðan vinnustaðakúltúr og tóku ekki einu sinni barnaklámssendingar milli ungra starfsmanna alvarlega. Menning 21. júlí 2022 08:51
Albumm heldur tónleika á Sirkus - Geimleikar! Albumm heldur sína fyrstu tónleika í langan tíma og það á flottasta stað bæjarins, Sirkus. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni á milli Albumm.is og Extreme Chill Festival en um ræðir sérstakt "showcase" fyrir hátíðina sem fer fram í Reykjavík dagana 6-9 október næstkomandi. Albumm 20. júlí 2022 19:31
Framherji Halifax yfirgefur liðið til að taka þátt í Love Island Jamie Allen, framherji Halifax Town sem leikur í fimmtu efstu deild Englands, hefur yfirgefið liðið á miðju undirbúningstímabili til að taka þátt í raunveruleikaþáttunum vinsælu, Love Island. Fótbolti 20. júlí 2022 17:30
„Legg til að fólk dusti rykið af Nylon textunum fyrir brekkuna“ Söngkonan Klara Elias frumsýnir síðasta myndbandið í röð órafmagnaðra Þjóðhátíðarlaga hér á Lífinu á Vísi á morgun klukkan 12:30. Tónlist 20. júlí 2022 16:00
Spielberg leikstýrði fyrsta tónlistarmyndbandi ferilsins á síma Þrátt fyrir feril sem spannar meira en hálfa öld hefur Steven Spielberg aldrei leikstýrt tónlistarmyndbandi, þar til nú. Í vikunni kom út tónlistarmyndbandið fyrir Cannibal, nýjasta lag Marcus Mumford, sem Spielberg leikstýrði og tók upp á síma. Lífið 20. júlí 2022 14:03
Skemmtileg ísbjarnarsýning á Sauðfjársetrinu á Ströndum Þeir sem vilja vita allt um ísbirni og fræðast um þá og þeirra atferli geta komið við á Sauðfjársetrinu á Ströndum rétt hjá Hólmavík því þar er búið að setja upp ísbjarnasýningu, samhliða sauðfjársýningunni. Innlent 20. júlí 2022 13:03
Frumsýning á Vísi: Snorri Helgason og Ari Eldjárn sameina krafta sína Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Snorra Helgasonar, en myndbandið er við glænýtt lag frá Snorra sem ber nafnið Hæ Stína. Uppistandarinn og filmuáhugamaðurinn Ari Eldjárn leikstýrði en blaðamaður tók púlsinn á þeim vinum og fékk að heyra nánar frá. Tónlist 20. júlí 2022 12:30
„Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. Tónlist 20. júlí 2022 11:31
„Það að fá svona klapp á bakið er alveg ómetanlegt“ Níutíu ára afmæli listamannsins Erró var fagnað með pompi og prakt í Listasafni Reykjavíkur í dag. Í tilefni dagsins hlaut Ingibjörg Sigurjónsdóttir úthlutun úr Guðmundusjóði, sem styrkir framúrskarandi listakonur. Menning 19. júlí 2022 21:01
Grunaður um að hafa reynt að smygla verki eftir Picasso til Ibiza Farþegi sem kom til flugi frá Sviss til Ibiza snemma í júlí er sagður hafa reynt að smygla teikningu eftir heimsfræga listamanninn Picasso með sér inn í landið. Teikningin er metin á meira en 460 þúsund Bandaríkjadali. Erlent 19. júlí 2022 20:26
Vandræði á EM sigraði smásagnakeppnina Lestrarátakinu „Tími til að lesa“ lauk í kvöld og var það hin ellefu ára Edda Björg Einarsdóttir sem sigraði keppnina með sögunni „Vandræði á EM.“ Lífið 19. júlí 2022 18:37
4 daga tónlistarveisla í Reykjavík Tónlistarhátíðin Extreme Chill fer fram í Reykjavík dagana 6-9 Október en þetta er 13.árið sem hátíðin er haldin. Albumm 19. júlí 2022 17:15
Ingibjörg Sigurjónsdóttir er handhafi Guðmunduverðlaunanna Ingibjörg Sigurjónsdóttir er handhafi Guðmunduverðlaunin í ár en verðlaunin voru veitt í 23. sinn í Listasafni Reykjavíkur í dag. Menning 19. júlí 2022 15:00
„Ég vil keppnislag sem sigrar Eurovision“ „Ég veit ekki hvort að ég gefi út plötu bara aftur, í lífinu,“ segir Páll Óskar í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðustu helgi. Lífið 19. júlí 2022 14:16
Sambandsslit og nostalgía Tónlistarmaðurinn snny var að senda frá sér nýtt lag sem ber nafnið Flying In The Dark. Snny er frá Bandaríkjunum en hefur búið á Íslandi með íslensku kærustu sinni og barni síðustu ár. Tónlist 19. júlí 2022 13:30
Stiller og Ólafur Darri féllust í faðma við endurfundi Leikarinn Ben Stiller var staddur hér á landi í vikunni ásamt leikaranum Ólafi Darra Ólafssyni. Þeir féllust í faðma þegar þeir hittust í Stykkishólmi í fyrsta sinn í langan tíma. Lífið 19. júlí 2022 13:02
„Svo ræski ég mig, set upp sólgleraugun og negli á svið“ Hljómsveitin Hipsumphaps gerði garðinn frægan með fyrsta laginu sínu Lífið sem mig langar í sem kom út árið 2019. Sveitin hefur síðan þá verið vinsæl víða um landið og spilað á ýmsum hátíðum. Blaðamaður tók púlsinn á Fannari Inga, söngvara sveitarinnar. Tónlist 19. júlí 2022 11:31
Myndhöggvarinn Claes Oldenburg er látinn Claes Oldenburg, myndhöggvari þekktur fyrir að gera stóra skúlptúra af hversdagslegum hlutum, er látinn. Hann lést í gær á heimili sínu, 93 ára að aldri, eftir að hafa dottið illa nýlega. Erlent 19. júlí 2022 09:56
„Í jörðu djúpt undir umferðinni bíður ófæddur skógur þögull í þúsund ár“ Listakonan Björg Örvar opnaði myndlistarsýningu í Gallery Þulu um síðustu helgi. Sýningin ber nafnið „Í jörðu djúpt undir umferðinni bíður ófæddur skógur þögull í þúsund ár“, en titillinn er tilvitnun í ljóð skáldsins Tomas Tranströmer. Menning 19. júlí 2022 09:31
„Við bjuggum eitthvað til og nú kunna aðrir það“ Hljómsveitin FLOTT er skipuð fimm tónlistarkonum úr ólíkum áttum tónlistarheimsins, þeim Ragnhildi, Sylvíu, Sólrúnu Mjöll, Eyrúnu og Vigdísi. FLOTT hefur vakið athygli undanfarin misseri, voru sem dæmi með lag í Áramótaskaupinu og skrifuðu í vetur undir samning við Sony. Stelpurnar koma fram á Þjóðhátíð í ár en þetta er í fyrsta skipti sem þær sækja hátíðina. Tónlist 18. júlí 2022 12:30
Danskir framleiðendur semja við Viaplay og framleiðsla hefst að nýju Danskir kvikmyndaframleiðendur hafa gert tímabundið samkomulag við Viaplay sem gerir að verkum að framleiðsluverkefni tengd streymisveitunni sem fóru í stopp í júní munu fara í gang að nýju. Erlent 18. júlí 2022 12:03
„Í raun er fólk að fá að fylgjast með bataferli mínu nánast frá upphafi“ Tónlistarkonan Sjana Rut gaf út plötuna Unbreakable fyrsta júlí síðastliðinn. Platan er seinni hluti af tvískiptri plötu sem nefnist Broken/Unbreakable og fjallar um kynferðisofbeldi sem Sjana Rut varð fyrir sem barn. Blaðamaður ræddi við Sjönu um tónlistina og lífið. Tónlist 18. júlí 2022 09:31
Allir að verða tilbúnir fyrir sögulega Þjóðhátíð: „Þetta er svo töfrandi staður“ Mikil eftirvænting er í Eyjamönnum fyrir Þjóðhátíð þetta árið eftir vonbrigði síðustu tvö ár. Í annað sinn í sögunni er Þjóðhátíðarlagið samið og flutt af konu og í fyrsta sinn verða aðeins konur á sviðinu þar sem Kvennakór Vestmannaeyja verður með Klöru Elias að flytja lagið Eyjanótt. Fyrsta æfingin fór fram á dögunum og er óhætt að segja að einhverjir verði með gæsahúð eftir tvær vikur. Innlent 17. júlí 2022 22:58
Ben Affleck og Jennifer Lopez orðin hjón Leikarinn Ben Affleck og söngkonan Jennifer Lopez giftu sig í gær. Samkvæmt hjónavígsluvottorði mun Lopez bæta eftirnafni Affleck við sitt nafn. Lífið 17. júlí 2022 19:20
„Það eru bara örfáir lukkunnar pamfílar sem hafa ekki lent á vegg“ Hljómsveitin FLOTT gaf nýlega frá sér lag sem ber heitið „Boltinn hjá mér“. Lagið er um kómísku hliðar stefnumótalífsins, er orkumikið og átti upphaflega ekki að vera gefið út. Lífið 17. júlí 2022 13:30
Rangt að ákveða að hljómsveitir séu ekki starfandi án þess að heyra í þeim Elíza Geirsdóttir Newman segir rangt af skipuleggjanda tónleikanna Rokks í Reykjavík að ákveða að Kolrassa krókríðandi væri ekki starfandi án þess að tékka á því. Hún segir tónlistarmannaúrvalið á tónleikunum tímaskekkju og til að breyta karlastemmingu í rokki þurfi að gefa konum pláss. Innlent 17. júlí 2022 12:47