Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

„Planið er að yfirtaka Ísland“

Vinsælum verkum listamannsins Juan fjölgar sífellt hér á landi en skreytingar hans á veggjum, grindverkum og húsum hafa vakið mikla athygli. Verk hans er að finna víða á landinu og leitar hann stöðugt að lausu plássi. Markmiðið er að eiga verk alls staðar og halda áfram að stækka.

Lífið
Fréttamynd

„Rússíbaninn heldur áfram“

Rafpopphljómsveitin Kvikindi ætlar sér að halda langþráða útgáfutónleika fyrir plötuna Ungfrú Ísland á Húrra 10. mars næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á meðlimum sveitarinnar en það er sannarlega viðburðaríkt ár að baki hjá þeim.

Tónlist
Fréttamynd

Ævintýraleg leikhúsveisla á frumsýningu Draumaþjófsins

Draumaþjófurinn, nýr íslenskur barna- og fjölskyldusöngleikur, var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu um helgina. Leikritið er eftir Björk Jakobsdóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson og byggir á geysivinsælli bók Gunnars Helgasonar. Bókin umbreytist nú í ævintýralega leikhúsveislu fyrir alla fjölskylduna þar sem 16 leikarar, 12 börn og þriggja manna hljómsveit tekur þátt, ásamt því að risabrúður sem eiga sér varla hliðstæðu í íslensku leikhúsi munu lifna við á sviðinu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Lokatölur atkvæðagreiðslu Söngvakeppninnar afhjúpaðar

Söngvakeppni Sjónvarpsins 2023 hefur nú birt niðurstöður kosninga frá undankeppnunum og lokakvöldinu. Diljá sigraði á öruggan hátt fyrir lagið Power með samtals 164.003 heildaratkvæði á úrslitakvöldinu þann 4. mars en lag Langa Sela og Skugganna, OK, hafnaði í öðru sæti með 95.851 atkvæði. 

Tónlist
Fréttamynd

„Mark­miðið er að vinna Euro­vision“

Nýkrýndur sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool í vor, segir ólýsanlegt að draumurinn sé orðinn að veruleika. Þrátt fyrir mikla spennu á úrslitakvöldinu hafi gleði verið það eina sem komst að.

Lífið
Fréttamynd

Kurr í menningar­bransanum vegna til­nefninga til Eddu­verð­launa

Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni.

Menning
Fréttamynd

„Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“

Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Diljá fer til Liver­pool

Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí.

Lífið
Fréttamynd

„Bæði æðislegt og súrrealískt“

Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór tróna á toppi Íslenska listans á FM þessa vikuna með nýja smellinn Vinn við það. Söngvakeppnis stjarnan Diljá fylgir fast á eftir í öðru sæti með lagið Power, sem hún flytur á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Spjall­þáttur Rachael Ray kveður skjáinn

Sú þáttaröð af spjallþáttunum Rachael Ray sem er í framleiðslu núna verður sú síðasta. Gerðar hafa verið sautján þáttaraðir og hefur þátturinn unnið til fjölda verðlauna í gegnum árin. 

Lífið
Fréttamynd

Tom Sizemore er látinn

Leikarinn Tom Sizemore er látinn, 61 árs að aldri. Greint var frá því fyrr í vikunni að hann myndi ekki vakna úr dái eftir að hafa fengið stórt heilablóðfall.

Lífið
Fréttamynd

Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðnings­mann United

Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnurnar vilji ekki tengja sig við konunginn

Það virðist ekki ganga alveg nógu vel að finna tónlistarfólk til að koma fram á krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Stórstjörnur á borð við Elton John, Adele og Harry Styles eru til að mynda sagðar hafa afþakkað boð um að spila fyrir konunginn.

Lífið
Fréttamynd

Wayne Shorter látinn

Bandaríski djasstónlistarmaðurinn Wayne Shorter er látinn 89 ára að aldri. Ferill hans spannaði meira en hálfa öld og átti hann stóran þátt í þróun djassins.

Lífið
Fréttamynd

Enga menningu að finna í boxum

Pósthús eru menning á undanhaldi að sögn rithöfundar sem harmar breytta póstþjónustu. Pósthúsum hefur víða verið lokað og segir hún að reka þurfi áróður fyrir bréfaskriftum.

Innlent