Baron Davis á leið til Cleveland Cleveland og LA Clippers hafa ákveðið að skipta á leikmönnum þar sem mesta athygli vekur að Baron Davis færir sig yfir til Cleveland. Körfubolti 24. febrúar 2011 17:15
Fabregas ætlar að ná úrslitaleiknum um helgina Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, ætlar að gera allt sem hann getur í þeirri von að hann fái loksins að leiða sitt lið út á völlinn í úrslitaleik en Arsenal spilar til úrslita í deildarbikarnum á sunnudag. Enski boltinn 24. febrúar 2011 09:45
Draumabyrjun Melo hjá Knicks Ferill Carmelo Anthony hjá NY Knicks byrjaði vel í nótt er Knicks vann sigur á Milwaukee. Anthony var stigahæstur með 27 stig og 10 fráköst. Körfubolti 24. febrúar 2011 09:06
Deron Williams farinn frá Utah til New Jersey Nets Deron Williams hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta því félagið skipti stjörnuleikstjórnanda sínum til New Jersey Nets í kvöld fyrir Devin Harris, Derrick Favors og tvo valrétti í fyrstu umferð. Körfubolti 23. febrúar 2011 19:15
NBA: Sigrar hjá Miami og Lakers Bæði LA Lakers og Miami Heat voru á sigurbraut í nótt þegar deildarkeppni NBA-deildarinnar hófst á ný eftir stjörnuleikjarhléið. Körfubolti 23. febrúar 2011 09:18
DeRozan sár og svekktur eftir troðslukeppnina DeMar DeRozan, bakvörður Toronto Raptors í NBA-deildinni er sár og svekktur eftir troðslukeppnina sem fram fór á Stjörnuhátíð NBA-deildarinnar um helgina. DeRozan sýndi flott tilþrif í troðslukeppninni en þau dugðu samt ekki til að komast í úrslit keppninnar. Körfubolti 22. febrúar 2011 23:15
Anthony farinn til NY Knicks Eftir margra vikna pælingar um hvar Carmelo Anthony myndi enda hefur loksins verið staðfest að hann sé á leiðinni til NY Knicks. Körfubolti 22. febrúar 2011 08:52
Stjörnuleikur NBA 2011 - myndasyrpa Stjörnuleikur NBA deildarinnar fór fram í gær þar sem að lið Vesturdeildarinnar hafði betur gegn liði Austurdeildarinnar, 148-143. Leikurinn fór fram í Los Angeles og að venju voru Stjörnur bæði inni á vellinum og í áhorfendastæðunum. Ljósmyndarar AP náðu að venju glæsilegu sjónarhorni á leikinn og í myndasyrpunni má sjá brot af því helsta. Körfubolti 21. febrúar 2011 12:15
Troðslukeppni NBA - myndasyrpa Troðslukeppni NBA deildarinnar sem fram fór á laugardaginn í Los Angeles fer í sögubækurnar fyrir frumleika og tilþrif. Blake Griffin leikmaður Los Angeles Clippers sigraði í keppninni en hann þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum. Myndasyrpan frá AP fréttastofunni segir meira en mörg orð. Körfubolti 21. febrúar 2011 10:45
Kobe bestur í Stjörnuleiknum Hinn árlegi Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fór fram í nótt og að venju var mikið um dýrðir. Vestrið hafði betur gegn Austrinu, 148-143. Körfubolti 21. febrúar 2011 09:24
Blake Griffin troðslukóngurinn - myndband Blake Griffin, leikmaður Los Angeles Clippers, gerði sér lítið fyrir og sigraði troðslukeppni NBA í nótt en um þessar mundir fer fram svokölluð stjörnuhelgi í Los Angeles þar sem allir bestu leikmenn deildarinnar keppa í allskyns þrautum. Körfubolti 20. febrúar 2011 13:30
Wall bestur í nýliðaleiknum John Wall var valinn maður leiksins er nýliðarnir höfðu betur gegn áskorendunum, 148-140, í nýliðaleik NBA-deildarinnar í nótt. Körfubolti 19. febrúar 2011 11:00
Duncan tekur sæti Ming í byrjunarliðinu Það er nú orðið ljóst að Tim Duncan, leikmaður San Antonio Spurs, mun taka sæti Yao Ming í byrjunarliði Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum sem fram fer aðfararnótt mánudags. Körfubolti 18. febrúar 2011 17:38
NBA í nótt: Rose öflugur í sigri Chicago á San Antonio Derrick Rose hélt upp á að vera fyrsti byrjunarliðsmaður Chicago í Stjörnuleik NBA-deildarinnar síðan Michael Jordan með því að skora 42 stig í sigurleik gegn San Antonio Spurs, 109-99. Körfubolti 18. febrúar 2011 09:11
Meistaralið Lakers tapaði gegn lélegasta liði NBA deildarinnar Að venju var nóg um að vera í NBA deildinni í körfuknattleik í gær þar sem 12 leikir fóru fram. Hlé verður nú gert á deildarkeppninni fram yfir næstu helgi en Stjörnuhelgi NBA deildarinnar fer fram um helgina. Meistaralið LA Lakers er langt frá sínu besta þessa dagana og í gær tapaði Lakers gegn slakasta liði deildarinnar, Cleveland, á útivelli 104-99. „Við fórum í Stjörnuhelgarfrí áður en leikurinn hófst,“ sagði Phil Jackson þjálfari Lakers eftir leikinn. Körfubolti 17. febrúar 2011 03:00
NBA í nótt: Miami á sigurbraut Miami vann í nótt sigur á Indiana, 110-103, í NBA-deildinni í körfubolta. Dwyane Wade fór á kostum í fyrri hálfleik og jafnaði þá félagsmet. Körfubolti 16. febrúar 2011 09:05
NBA í nótt: Charlotte lagði Lakers Gerald Wallace skoraði 20 stig og tók 11 fráköst í 109-89 sigri Charlotte Bobcats gegn meistaraliði LA Lakers á heimavelli. Þetta er annar tapleikur Lakers í röð en Kobe Bryant skoraði 20 stig fyrir Lakers gegn liðinu hans Michael Jordan. Körfubolti 15. febrúar 2011 10:02
NBA í nótt: Miami tapaði fyrir Boston í þriðja sinn Miami Heat tapaði enn einu sinni fyrir Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, í þetta sinn á útivelli með þriggja stiga mun, 85-82. Körfubolti 14. febrúar 2011 09:00
NBA: San Antonio, Dallas og Chicago unnu öll í nótt San Antonio Spurs, Dallas Mavericks og Chicago Bulls unnu öll leiki sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og þá vann New York Knicks nágrannaslaginn við New Jersey Nets þrátt fyrir að leika án stjörnuleikmanns síns Amare Stoudemire. Körfubolti 13. febrúar 2011 11:00
NBA: Loksins sigur hjá Cleveland-liðinu Cleveland Cavaliers endaði 26 leikja taphrinu sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með því að vinna 126-119 sigur á Los Angeles Clippers eftir framlengdan leik. Körfubolti 12. febrúar 2011 11:00
Michael Jordan sýndi gamla takta á æfingu hjá Charlotte Michael Jordan sem á árum áður var besti körfuboltamaður heims mætti óvænt á æfingu NBA liðsins Charlotte Bobcats í gær. Jordan þarf víst ekki að spyrja um leyfi fyrir slíkt því hann er eigandi félagsins. Hinn 48 ára gamli Jordan hefur tekið virkan þátt í séræfingum leikmanna á undanförnum vikum og í gær fór eigandinn með þetta alla leið og spilaði á æfingunni. Körfubolti 11. febrúar 2011 12:30
Ray Allen skráði nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni Ray Allen, leikmaður Boston Celtics, skrifaði nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni í gær en hann hefur nú skorað flestar þriggja stiga körfur í deildinni frá upphafi – alls 2.561. Metið var í eigu Reggie Miller sem lék í 18 tímabil með Indiana Pacers en Miller var viðstaddur þegar Allen bætti metið – í hlutverki íþróttafréttamanns. Körfubolti 11. febrúar 2011 09:00
Lakers náði fram hefndum gegn Boston Meistaralið LA Lakers náði fram hefndum gegn Boston Celtics í gær í NBA deildinni í körfubolta með 92-86 sigri á útivelli. Keppnisfyrirkomulagið í NBA er með þeim hætti að þessi lið mætast aðeins tvisvar á tímabilinu og Boston hafði betur á heimavelli Lakers í fyrri leiknum. Þessi lið mættust í úrslitum NBA deildarinnar s.l. vor og þar hafði Lakers betur. Körfubolti 11. febrúar 2011 08:30
Jerry Sloan hættur hjá Utah eftir 23 ára starf Jerry Sloan hætti í kvöld sem þjálfari Utah Jazz liðsins í NBA-deildinni í körfubolta en hann er búinn að þjálfa liðið í 23 ár og hefur stýrt liðinu til sigurs í 1127 leikjum. Körfubolti 10. febrúar 2011 23:29
Cleveland tapaði 26. leiknum í röð og jafnaði met Taphrina Cleveland Cavaliers í NBA deildinni ætlar engan endi að taka og í gær tapaði liðið gegn Detroit á heimavelli 103-94. Cleveland hefur nú tapað 26 leikjum í röð og jafnaði met Tampa Bay Buccaneers sem tapaði 26 leikjum í röð 1976-1977 í NFL deildinni. Þessi lið deila nú meti sem enginn vill eiga yfir lengstu taphrinu í atvinnuíþrótt í Bandaríkjunum. Körfubolti 10. febrúar 2011 09:00
NBA: LeBron skoraði 41 stig í sjöunda sigri Miami í röð LeBron James var í stuði þegar Miami Heat vann 117-112 sigur á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þetta var fyrsta tap Indiana-liðsins síðan Frank Vogel tók við liðinu. Indiana-liðið var búið að vinna fjóra leiki í röð síðan að Larry Bird gaf Vogel tækifærið. Körfubolti 9. febrúar 2011 09:00
Sloan framlengir við Utah Jazz Gamla brýnið Jerry Sloan er ekki af baki dottinn og hann er nú búinn að framlengja samning sinn við Utah Jazz um eitt ár. Körfubolti 8. febrúar 2011 14:30
NBA: Enn tapar Cleveland Cleveland Cavaliers heldur áfram að skrá nafn sitt í NBA-sögubækurnar. Liðið tapaði í nótt sínum 25 leik í röð og spurning hvenær þessi taphrina endar. Körfubolti 8. febrúar 2011 09:00
NBA: Sex sigrar í röð hjá Miami, Boston vann Orlando Dwyane Wade átti flottan leik þegar Miami Heat vann 18 stiga sigur á Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Rajon Rondo var allt í öllu þegar Boston Celtics vann 11 stiga sigur á Orlando Magic. Amare Stoudemire skoraði 41 stig í sigri New York og Indiana Pacers byrjar afar vel undir stjórn Frank Vogel. Körfubolti 7. febrúar 2011 09:00
Cleveland setti vafasamt met í NBA-deildinni Hversu mikið saknar Cleveland LeBron James? Ansi mikið því liðið getur nákvæmlega ekki neitt án hans og setti í nótt vafasamt met er það tapaði 24 leik sínum í röð. Það hefur engu öðru liði í NBA-deildinni tekist áður. Körfubolti 6. febrúar 2011 10:56