NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA í nótt: Houston á sigurbraut

Houston vann New Orleans 106-96 í NBA-deildinni í nótt. Þetta var átjándi sigurleikur Hosuston í röð. Tracy McGrady var stigahæstur í liðinu með 41 stig. Alls voru tíu leikir í NBA-deildinni í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix - Utah í beinni á Sýn í nótt

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með toppleik í beinni útsendingu frá NBA deildinni klukkan 2 í nótt þegar Phoenix Suns tekur á móti Utah Jazz. Þetta eru tvö lið í harðri toppbaráttu í Vesturdeildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

James með 37 stig í sigri á Chicago

LeBron James dró vagninn fyrir Cleveland í kvöldleiknum í NBA þegar lið hans lagði Chicago 95-86. James skoraði 37 stig fyrir Cleveland en fyrrum Cleveland maðurinn Larry Hughes var atkvæðamestur hjá Chicago með 23 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Bosh verður frá keppni í viku

Framherjinn Chris Bosh hjá Toronto Raptors mun líklega missa af þremur næstu leikjum liðsins á keppnisferðalagi þess vegna hnémeiðsla. Meiðslin eru ekki sögð alvarleg en hann missir af leikjum gegn Charlotte, Orlando og Miami ef af þessu verður.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Átta í röð hjá Spurs

Meistarar San Antonio Spurs unnu áttunda leik sinn í röð í nótt þegar liðið vann nauman sigur á Milwaukee Bucks. Þá tapaði Phoenix óvænt á heimavelli fyrir Philadelphia.

Körfubolti
Fréttamynd

Enn vinnur Houston

Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst að Houston vann 14. leikinn í röð þegar það lagði Memphis og er nú aðeins einum sigri frá félagsmetinu. Þá var 10 leikja sigurganga LA Lakers stöðvuð í Portland.

Körfubolti
Fréttamynd

Bynum spilar tæplega í mars

Stuðningsmenn LA Lakers bíða nú spenntir eftir tíðindum af endurhæfingu miðherjans unga Andrew Bynum sem meiddist á hné þann 13. janúar. Hann hefur misst af síðustu 22 leikjum liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Cassell laus frá Clippers

Leikstjórnandinn Sam Cassell hefur verið leystur undan samningi sínum við lið LA Clippers í NBA deildinni og reiknað er með því að hann gangi í raðir Boston Celtics fljótlega. Þá er fastlega reiknað því því að Brent Barry muni ganga aftur í raðir San Antonio Spurs eftir að hafa verið skipt til Seattle og látinn fara þaðan.

Körfubolti
Fréttamynd

Charles Barkley framlengir við TNT

Skemmtikrafturinn og fyrrum körfuboltamaðurinn Charles Barkley hefur samþykkt að framlengja samning sinn við sjónvarpsstöðina TNT. Þar hefur hann farið á kostum undanfarin ár en TNT undirritaði nýverið samning við NBA TV rásina um samstarf á næstu árum.

Körfubolti
Fréttamynd

Tíu sigrar í röð hjá Lakers

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers vann tíunda leik sinn í röð, San Antonio skellti Dallas í Texaseinvíginu og Devin Harris átti frábæra frumraun með New Jersey Nets í sigri liðsins á Milwaukee.

Körfubolti
Fréttamynd

James setti met í tapi Cleveland

Hinn ótrúlegi LeBron James hjá Cleveland Cavaliers varð í nótt yngsti maðurinn í sögu NBA deildarinnar til að skora 10,000 stig á ferlinum þegar hann skoraði 26 stig í 92-87 tapi fyrir Boston Celtics.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers og Rockets áfram í stuði

LA Lakers og Houston Rockets eru tvö af heitustu liðum NBA deildarinnar um þessar mundir og unnu bæði sigra í viðureignum sínum í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Yao Ming frá út tímabilið

Ljóst er að kínverski risinn Yao Ming leikur ekki meira með á þessu tímabili í NBA deildinni. Þetta er mikið áfall fyrir lið Houston Rockets sem hefur unnið tólf síðustu leiki sína í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Downing skrifar undir hjá Boro

Vængmaðurinn Stewart Downing skrifaði í dag undir nýjan fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough, nokkrum dögum eftir að hann lýsti því yfir að hann ætlaði að vera áfram hjá félaginu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Cassell er að reyna að fá sig lausan

Gamla brýnið Sam Cassell hjá LA Clippers er nú að reyna að fá sig lausan undan samningi og hefur hug á að ganga í raðir liðs sem á möguleika á að vinna meistaratitilinn í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant: Ég vildi aldrei fara

Kobe Bryant hefur lýst því yfir að hann sé feginn að aldrei varð neitt úr því að hann færi frá LA Lakers eins og hann hótaði í sumar. Eftir að hafa verið miðlungslið undanfarin ár er Lakers-liðið nú orðið eitt það besta í NBA deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Skoruðu 5 stig í 1. leikhluta en unnu samt

Meistarar San Antonio Spurs voru ansi lengi í gang í leik sínum við Atlanta á heimavelli í nótt og settu félagsmet ðeins 5 stig í fyrsta leikhlutanum. Það kom þó ekki að sök því heimamenn unnu sigur 89-74.

Körfubolti
Fréttamynd

Detroit valtaði yfir Phoenix á útivelli

Flestir reiknuðu með æsispennandi leik þegar Phoenix tók á móti Detroit í stórleik næturinnar í NBA deildinni en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Detroit vann með fádæma yfirburðum 116-86 og stöðvaði 11 leikja sigurgöngu Phoenix gegn liðum úr Austurdeildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Chicago - Denver í beinni á Sýn í nótt

Leikur Chicago Bulls og Denver Nuggets í NBA deildinni verður sýndur beint á Sýn í nótt klukkan eitt eftir miðnætti Hér er á ferðinni viðureign tveggja liða sem eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland fær fjóra nýja leikmenn

Cleveland fékk heldur betur liðsstyrk í NBA deildinni í kvöld þegar liðið fékk til sín fjóra nýja leikmenn á síðustu augnablikum félagaskiptagluggans í NBA deildinni.

Körfubolti