Istanbul Market innkallar vörur Istanbul Market hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Grill/Mangal Baharati og Arjantin Mix. Neytendur 13. júlí 2021 14:10
Salmonella í bananaflögum frá Tiger Salmonella hefur greinst í bananaflögum sem seldar eru í verslun Tiger á Laugavegi. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur látið stöðva söluna. Neytendur 12. júlí 2021 08:24
Landsbankinn hækkar vexti íbúðalána Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum um 0,10 til 0,15 prósentustig. Viðskipti innlent 7. júlí 2021 17:28
Verð á „þjóðarrétti Íslendinga“ hækkar úr 770 krónum í 850 krónur Bæjarins beztu pylsur hafa hækkað verð á pylsunni hjá sér um fimmtíu krónur og kostar hún nú 550 krónur. Neytendur 5. júlí 2021 11:32
Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. Neytendur 2. júlí 2021 15:38
„Þú borgar hærri vexti strax ef þú festir vexti“ Orð seðlabankastjóra í hlaðvarpsþætti um hvaða leið fólk á að fara við að taka fasteignalán hefur vakið talsverða athygli. Viðskipti innlent 2. júlí 2021 11:08
Neytendasamtökin vilja banna njósnaauglýsingar á netinu Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna biðlar til stjórnvalda að þau beiti sér fyrir banni við auglýsingum á netinu sem byggja á persónusniði og eftirliti með neytendum. Neytendur 1. júlí 2021 10:46
Helmingi minni sykur í Pepsí árið 2030 Gosdrykkjaframleiðandinn Pepsí ætlar að minnka verulega sykur sem bætt er í drykki fyrirtækisins sem eru seldir í ríkjum Evrópusambandsins á þessum áratug. Stefnan er að minnka sykurmagnið um fjórðung fyrir 2025 og um helming fyrir 2030. Viðskipti erlent 1. júlí 2021 10:25
Lofa því að mjólkin sé „oft góð lengur“ en segir á fernunni Mjólkurfernur Mjólkursamsölunnar hafa tekið breytingum. Nú er ekki aðeins gefin upp dagsetning sem mjólkin er „best fyrir“ heldur er þess nú sérstaklega getið á sama stað að hún sé „oft góð lengur.“ Neytendur 29. júní 2021 16:50
Daði Freyr og Árný Fjóla fá fimm milljóna króna reikning í hausinn Hjónin Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir standa í stórræðum í Berlín en leki úr þvottavél þeirra ætlar að reynast þeim dýr. Lífið 29. júní 2021 15:18
Hörgull á hvítum Monster vegna mikillar eftirspurnar og skorts á hráefni Unnendur Monster-orkudrykkjanna hafa margir hverjir klórað sér í höfðinu yfir því hvers vegna sá hvíti, Monster Ultra White Zero Energy Drink, sé nánast ófáanlegur á landinu? Hefur algjört æði gripið landann eða hefur framleiðslunni verið hætt? Neytendur 29. júní 2021 14:08
Hækka skilagjaldið um tvær krónur Frá mánaðarmótum hækkar útborgað skilagjald fyrir flöskur og dósir til viðskiptavina Endurvinnslunnar úr sextán krónum í átján á hverja einingu. Neytendur 29. júní 2021 12:23
Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. Neytendur 25. júní 2021 14:32
Bjóða upp á spariföt til leigu í nýrri rafrænni fataleigu „Það er ríkt í okkur Íslendingum að eiga alla skapaða hluti en við þurfum kannski fara að hugsa neysluna okkar upp á nýtt,“ segir Kristín Edda Óskarsdóttir í viðtali við Reykjavík síðdegis. Lífið 23. júní 2021 15:32
Bar skylda til að upplýsa um gamalt lekavandamál í einbýlishúsi Hjón á Blönduósi hafa verið dæmd til að greiða hjónum og syni þeirra tæplega tíu milljónir króna vegna galla á einbýlishúsi sem þau seldu þeim árið 2016. Kaupverð eignarinnar var 22 milljónir króna og vildu kaupendurnir að samningnum yrði rift. Neytendur 23. júní 2021 10:39
Það kostar inn og dyrunum er lokað hálfeitt á aðildarklúbbnum b5 Bankastræti Club, arftaki skemmtistaðarins b5 í Bankastræti, mun bjóða upp á tvær tegundir af aðild að klúbbnum. Viðskiptavinir með ólíka félagsaðild munu njóta ólíkra sérréttinda á staðnum, sem opnar í sumar. Viðskipti innlent 21. júní 2021 10:11
Áhrifavaldar vilja að Neytendastofa sé enn skýrari Hópur áhrifavalda, sem er fólk sem fær greitt fyrir að auglýsa vörur og þjónustu á samfélagsmiðlum sínum, kallar eftir skýrari reglum um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Neytendastofa hefur í gegnum tíðina gripið til aðgerða gegn áhrifavöldum sem fylgja ekki reglum um duldar auglýsingar og gefið út sérstakar leiðbeiningar í málaflokknum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áhrifavaldar kalla eftir þessu. Neytendur 16. júní 2021 22:31
Sek um duldar auglýsingar en skilgreinir sig ekki sem áhrifavald Kristín Pétursdóttir leikkona hefur gerst sek um auglýsa á Instagram-síðu sinni án þess að fram komi með skýrum hætti að um auglýsingar sé að ræða. Neytendur 15. júní 2021 14:15
Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. Neytendur 11. júní 2021 13:12
Innkalla á annað þúsund Mitsubishi-bíla af árgerð 1996 til 2000 Hekla hyggst innkalla 1.394 Mitsubishi-bíla af árgerð 1996 til 2000 vegna möguleika á að loftpúðar virki ekki sem skyldi. Neytendur 11. júní 2021 08:14
Annar bjór innkallaður sem getur bólgnað út og sprungið ÁTVR hefur innkallað vöruna Benchwarmers Citra Smash, sem er bjór í 330 ml áldós, þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu. Neytendur 9. júní 2021 14:46
Innkalla bjór vegna slysahættu ÁTVR hefur innkallað vöruna The Brothers Brewery Sigla Humlafley Session IPA, sem er bjór, í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu. Neytendur 4. júní 2021 09:57
Mikill munur á verði á sumarnámskeiðum hjá íþróttafélögum Heilmikill munur er á verði á þeim námskeiðum sem standa grunnskólabörnum til boða yfir sumartímann samkvæmt úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Tímagjald fyrir íþrótta- og leikjanámskeið á Akureyri er 133 krónur á meðan gjaldið er þrisvar til fjórum sinnum hærra í Kópavogi. Neytendur 3. júní 2021 13:53
Stórlækka gjöld til að fjölga skráðum hundum í Reykjavík Reykjavíkurborg lækkar gjöld tengd hundum umtalsvert í þriggja ára tilraunaverkefni. Neytendur 3. júní 2021 09:57
Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferli Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. Neytendur 2. júní 2021 11:50
Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. Viðskipti innlent 1. júní 2021 16:45
Landsmenn líklega ofrukkaðir um milljarða af vatnsveitum landsins Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir mörg sveitarfélaganna nota vatnsveitur sem mjólkurkýr og hafi tekið út háar arðgreiðslur þaðan í gegnum tíðina. Innlent 31. maí 2021 16:03
Helmingsafsláttur á Ísey Skyr Bar heyrir brátt sögunni til Viðskiptavinir Ísey Skyr Bar munu framvegis ekki fá 50 prósenta afslátt af drykkjum, söfum og skálum frá og með 1. júní þegar ný morguntilboð taka gildi. Rekstrarstjóri segir breytingarnar í samræmi við verð sem sambærilegir staðir hafa verið að bjóða upp á og þetta sé hluti af frekari breytingum á stöðunum. Neytendur 29. maí 2021 12:38
Fyrirkomulag Íbúðalánasjóðs hafi verið gallað frá upphafi Fjármálaráðherra segir uppgreiðslugjöld Íbúðalánasjóðs gallað fyrirkomulag sem kostað hafi ríkissjóð tvö hundruð milljarða milljarða króna. Hann fagnar því hins vegar að búið sé að skera úr um lögmæti gjaldanna. Viðskipti innlent 28. maí 2021 19:15
Matarílát fyrir börn innkölluð vegna slysahættu Matvælastofnun varar við matarílátum úr HEROISK og TALRIKA línum IKEA vegna hættu á að þau brotni og valdi bruna. IKEA hefur innkallað vöruna og gert Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs viðvart. Innlent 28. maí 2021 16:32