NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttamynd

Kyndir undir orð­róminn um nýtt ástar­sam­band

Síðustu daga hefur mikið verið rætt um meint ástarsamband bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift og bandaríska fótboltakappans Travis Kelce sem spilar með Kansas City Chiefs. Segja má að söngkonan hafi heldur betur kynt undir orðróminn eftir að hafa mætt á leik Chiefs og Chicago Bears á Arrowhead-vellinum í Kansas City í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Trevon Diggs frá út tímabilið

Trevon Diggs, stjörnuleikmaður Dallas Cowboys í NFL deildinni, verður frá út tímabilið vegna meiðsla. Leikmaðurinn leiddi deildina í fjölda inngripa árið 2021 og skrifaði nýlega undir 97 milljón dollara samning við Cowboys. 

Sport
Fréttamynd

Versta byrjunin í 22 ár

New England Patriots töpuðu í gær öðrum leik tímabilsins á tímabilinu í NFL-deildinni fyrir Miami Dolphins. Liðið er án sigurs eftir tvær umferðir en slíkt hefur ekki gerst í 22 ár.

Sport
Fréttamynd

Infantino fékk kaldar kveðjur í Dallas

Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, fékk heldur kaldar kveðjur þegar hann var á meðal áhorfenda á leik Dallas Cowboys og New York Jets í NFL-deildinni vestanhafs í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Beittur kyn­þátta­níði og sagt að fremja sjálfs­morð

Alexander Mattison, hlaupari Minnesota Vikings í NFL-deildinni, mistókst að skora snertimark þegar hann missti boltann í tapi Víkinganna gegn Philadelphia Eagles á fimmtudag. Í kjölfarið fékk hann fjölda viðbjóðslegra skilaboða á samfélagsmiðlum.

Sport
Fréttamynd

Vilja banna gervigras í NFL-deildinni

Leikmannasamtök NFL-deildarinnar hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að banna skuli alla gervigrasvelli og spilað verði á venjulegum grasvöllum í deildinni. Yfirlýsingin kemur í kjölfar meiðsla sem leikstjórnandinn Aaron Rodgers varð fyrir um helgina. 

Sport
Fréttamynd

Óttast að Rod­gers hafi slitið hásin

Tímabil New York Jets í NFL-deildinni hófst með sigri á Buffalo Bills en leikstjórnandi liðsins, hinn þaulreyndi Aaron Rodgers, gæti verið frá út tímabilið. Þar sem Rodgers er orðinn 39 ára gamall gæti ferillinn verið búinn en óttast er að hann hafi slitið hásin.

Sport