Stjarnan kveður Ásgarð Meistarakeppni HSÍ fer fram í kvöld og báðir leikirnir verða spilaðir í Ásgarði í Garðabæ. Konurnar ríða á vaðið klukkan 18 þegar Stjarnan og Haukar mætast en klukkan 20 mætast Stjarnan og Valur í karlaflokki. Handbolti 2. september 2007 10:00
Ekkert kvennalið hjá ÍBV næsta vetur Handknattleiksráð ÍBV sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem fram kemur að félagið muni ekki senda kvennalið til keppni á Íslandsmótinu á næsta tímabili. Í yfirlýsingunni kemur fram að félagið hafi skoðað alla möguleika á að senda lið til keppni en staðreyndin sé sú að enginn leikmaður á meistaraflokksaldri verði staddur í Eyjum næsta vetur. Handbolti 30. maí 2007 14:30
Einar tekur við Fram-stelpum Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins verður Einar Jónsson næsti þjálfari kvennaliðs Fram. Einar tekur við starfinu af Magnúsi Kára Jónssyni sem mun sjá um þjálfun yngri flokka hjá félaginu. Handbolti 12. maí 2007 13:15
Stjarnan deildarbikarmeistari Íslandsmeistarar Stjörnunnar urðu í dag deildarbikarmeistarar kvenna í handbolta eftir sigur á Gróttu í annari úrslitaviðureignar liðanna á Seltjarnarnesi 25-23. Stjarnan var með þægilegt forskot þegar skammt var til leiksloka en Grótta náði að minnka muninn niður í eitt mark með æsilegum lokaspretti. Rakel Dögg Bragadóttir tryggði svo Stjörnunni sigurinn með marki í lokin. Stjarnan vann einvígið 2-0. Handbolti 5. maí 2007 16:16
Stjarnan burstaði Hauka Tveir leikir fóru fram í undanúrslitum deildarbikarkeppni kvenna í handbolta í kvöld. Stjarnan burstaði Hauka 40-22 í Ásgarði þar sem Sólveig Lára Kjærnested skoraði 9 mörk fyrir Stjörnuna og Kristín Clausen 6, en Ramune Pekarskyte skoraði 10 mörk fyrir Hauka. Þá vann Grótta 23-18 sigur á Val. Liðin mætast að nýju á fimmtudagskvöldið, en tvo sigra þarf til að komast í úrslitarimmuna. Handbolti 24. apríl 2007 21:36
Öruggur sigur hjá Íslandsmeisturunum Nýkrýndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu yfirburðasigur á Fram í dag 29-17 í DHL-deild kvenna í handbolta. Kristín Guðmundsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna Sólveig Kjærnested 5 og Rakel Bragadóttir 4. Ásta Birna Gunnarsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Fram. Valur burstaði Akureyri 33-23 og Grótta vann Hauka 27-21. Handbolti 14. apríl 2007 20:19
HK lagði Hauka Tveir leikir fóru fram í DHL-deild kvenna í handbolta í dag. HK vann góðan sigur á Haukum í Digranesi 29-25 og ÍBV burstaði FH 37-17 í Eyjum. Stjarnan hefur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og hefur 35 stig á toppnum, Grótta hefur 31 stig í öðru sæti, Valur 28 í þriðja og Haukar 27 í fjórða. Handbolti 31. mars 2007 16:48
Grótta burstaði Val og færði Stjörnunni titilinn Valsstúlkur voru fyrir leikinn í gærkvöld eina liðið í deilidnni sem gat komist upp fyrir Stjörnuna í deildinni þó líkurnar væru afar litlar. En Valsstúlkur steinlágu fyrir Seltirningum í Laugardalshöllinni í gærkvöldi með 9 marka mun, 29-20. Handbolti 31. mars 2007 12:56
Ég var bara kjúklingur fyrir átta árum Anna Bryndís Blöndal getur í dag orðið Íslandsmeistari í handbolta með Stjörnunni í þriðja sinn. Anna er eini leikmaður liðsins í dag sem spilaði með meistaraliðinu 1999 en með sigri á Akureyri í dag verður liðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 8 ár. Handbolti 31. mars 2007 10:00
Íslandsmeistaratitillinn blasir við Stjörnustúlkum Kvennalið Stjörnunnar er komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sannfærandi sigur á Haukum í Hafnarfirði í dag, 32-26 . Stjarnan er nú komin með 35 stig á toppi DHL-deildar kvenna, sex stigum meira en næsta lið, og á titilinn næsta vísan. Handbolti 24. mars 2007 15:27
Stjarnan jók forskotið á toppnum Stjarnan og Grótta skildu jöfn 21-21 í toppslag DHL deildar kvenna í kvöld eftir að Grótta hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik 12-9. Alina Petrache skoraði 6 mörk fyrir Stjörnuna og Rakel Bragadóttir 5. Florentina Grecu varði 23 skot í markinu. Natasha Damljanovic skoraði 6 mörk fyrir Gróttu og Íris Björk Símonardóttir varði 18 skot í markinu. Handbolti 20. mars 2007 21:42
Grótta yfir í hálfleik Grótta hefur yfir 12-9 í hálfleik gegn Stjörnunni í toppleik kvöldsins í DHL-deild kvenna í handbolta. Alina Petrace er komin með 3 mörk í liði Stjörnunnar og Kristín Clausen og Rakel Bragadóttir með 2 hvor. Sandra Paegle og Natasha Damlianovic eru komnar með 3 mörk hvor hjá Gróttu. Handbolti 20. mars 2007 19:52
Grótta burstaði ÍBV Grótta vann í dag auðveldan sigur á ÍBV í DHL-deild kvenna í handbolta 24-16 eftir að staðan í hálfleik hafði verið jöfn 11-11. Grótta komst upp að hlið Vals í öðru sæti deildarinnar með sigrinum í dag. Handbolti 17. mars 2007 16:09
Stjarnan í vænlegri stöðu Stjörnustúlkur færðust skrefi nær fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í átta ár í kvöld þegar liðið vann öruggan sigur á Val 33-20 á útivelli í DHL-deild kvenna. Stjarnan hefur nú fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og á leik til góða. Þetta var fyrsti sigur Stjörnunnar á Val í vetur. Handbolti 16. mars 2007 20:59
Stjarnan burstaði HK Stjörnustúlkur eru enn á toppi DHL-deildar kvenna í handbolta eftir sannfærandi sigur á HK í gærkvöld 40-26 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 20-11. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna, sem hefur tveggja stiga forystu á Val og á leik til góða. Handbolti 14. mars 2007 02:35
Fram lagði Val Valsstúlkum mistókst að komast á toppinn í DHL-deild kvenna í handbolta í kvöld þegar liðið lá 24-20 fyrir Fram. Valur er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni. Haukar eru í þriðja sæti með 24 stig eftir sigur á Akureyri í kvöld 27-22 og þá vann HK sigur á ÍBV 33-30. Handbolti 7. mars 2007 22:20
Níu leikmenn á skýrslu hjá kvennaliði ÍBV Toppliðin í DHL-deild kvenna í handbolta, Stjarnan og Valur, gerðu engin mistök í leikjum sínum í dag. Stjarnan vann yfirburða sigur á ÍBV, 40-19, og Valur vann tíu marka sigur á FH, 34-24. Aðeins níu leikmenn voru á leikskýrslu hjá ÍBV. Handbolti 24. febrúar 2007 16:08
Valur skoraði 3 mörk í fyrri hálfleik Það verða Haukastúlkur sem leika til úrslita gegn Gróttu í úrslitum ss-bikars kvenna í handbolta. Haukar unnu öruggan sigur á Val 25-18 í kvöld eftir að hafa leitt í hálfleik 14-3. Sandra Stojkovic skoraði 7 mörk fyrir Hauka og Hanna Stefánsdóttir 5, en Drífa Skúladóttir skoraði 6 fyrir Val. Handbolti 21. febrúar 2007 20:56
Grótta í bikarúrslitin Grótta tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik SS-bikarsins í kvennaflokki þegar liðið lagði ÍBV naumlega í Eyjum 29-28. Grótta mætir Val eða Haukum í úrslitunum en þessi lið eigast við annað kvöld. Handbolti 20. febrúar 2007 21:07
Stjarnan heldur sínu striki Stjarnan heldur sínu striki í DHL-deild kvenna í handbolta en í dag vann liðið öruggan sigur á FH, 39-15. Stjarnan hefur fjögurra stiga forskot á Valsstúlkur sem unnu góðan sigur, 24-22, á Haukum. Stjarnan hefur hlotið 24 stig eftir 14 leiki en Valur 20 stig eftir 13 leiki. Handbolti 10. febrúar 2007 17:33
Bikarmeistararnir mæta ÍR Í hádeginu var dregið í undanúrslitin í bikarkeppninni í handbolta. Bikarmeistarar Stjörnunnar í karlaflokki mæta ÍR og þá eigast við Haukar og Fram. Í kvennaflokki eigast við Haukar og Valur annarsvegar og hinsvegar Grótta og ÍBV. Leikirnir fara fram dagana 20. og 21. febrúar. Handbolti 7. febrúar 2007 14:40
Hefna bikarmeistarnir? Stórleikur átta liða úrslita bikarkeppni kvenna í handbolta fer fram á Ásvöllum í kvöld þegar bikarmeistarar Hauka taka á móti Stjörnunni. Þetta verður annar leikur liðanna á fimm dögum en Stjarnan vann deildarleik liðanna í Ásgarði með sex marka mun á laugardaginn, 21-15. Handbolti 17. janúar 2007 12:30
Stjarnan upp að hlið Valsstúlkna Stjörnustúlkur komust í dag upp að hlið Valsstúlkna á toppi DHL-deildar kvenna í handbolta með því að leggja Hauka af velli á heimavelli sínum, 21-15. Um sannkallaðan toppslag var að ræða því fyrir leikinn voru liðin með jafnmörg stig. Valur, Stjarnan og Grótta hafa öll fengið 18 stig en Grótta hefur spilað tveimur leikjum meira en tvö fyrstnefndu liðin. Handbolti 13. janúar 2007 19:32
Hauka lögðu ÍBV Einn leikur var á dagskrá í DHL-deild kvenna í kvöld. Haukastúlkur lögðu ÍBV 35-28 á Ásvöllum. Liðin eru á svipuðu róli í deildinni en Haukar eru í fjórða sætinu með 16 stig, en ÍBV í því fimmta með 11 stig. Handbolti 10. janúar 2007 21:50
HK náði jafntefli við Val Þrír leikir fóru fram í DHL-deild kvenna í handbolta í kvöld. HK náði 29-29 jafntefli við topplið Vals á útivelli, Stjarnan skellti Gróttu 26-10 á útivelli og þá vann Fram sömuleiðis útisigur á botnliði Akureyrar. Valur er á toppnum með 18 stig eftir 11 leiki, Stjarnan hefur 16 stig eftir 10 leiki, Grótta hefur 16 stig eftir 12 leiki og Haukar hafa 14 stig eftir 11 leiki. Handbolti 9. janúar 2007 21:24
Gróttu tókst ekki að komast á toppinn Gróttustúlkum tókst ekki að komast á toppinn í DHL deild kvenna í handbolta í dag þegar liðið tapaði naumlega 27-26 fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum. Valur er enn á toppnum með 17 stig og á leik til góða á Gróttu sem er í öðru sæti með 16 stig. Stjarnan og Haukar koma næst í þriðja og fjórða sæti með 14 stig og ÍBV er í því fimmta með 11 stig. Handbolti 7. janúar 2007 17:08
Valur lagði Stjörnuna Valsstúlkur skelltu sér á toppinn í dhl deild kvenna í handbolta í dag með 22-16 sigri í leik liðanna í Ásgarði í dag. Valur var yfir 10-6 í hálfleik. Handbolti 6. janúar 2007 17:05
Tap fyrir Portúgal Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM sem fram fer í Rúmeníu þegar liðið lá 33-29 fyrir Portúgal. Portúgalska liðið hafði yfirhöndina frá upphafi til enda og hafði yfir 16-8 í hálfleik. Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Ísland og Hrafnhildur Skúladóttir 6 mörk. Handbolti 1. desember 2006 17:16
Ísland lagði Asera Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann sigur á Aserum í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Rúmeníu í dag 31-28. Íslenska liðið var yfir 18-13 í hálfleik. Hanna Stefánsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir íslenska liðið í dag og Rakel Dögg Bragadóttir skoraði 5 mörk. Liðið mætir Portúgölum klukkan 15 að íslenskum tíma á föstudaginn. Handbolti 28. nóvember 2006 17:17
Handboltinn stendur höllum fæti í Hafnarfirði Handboltinn í Hafnarfirði stendur afar höllum fæti og skulda handknattleiksfélög Hauka og FH þar í bæ samtals 113 milljónir króna. Handknattleiksdeildir félaganna eru komnar í þrot og hafa leitað aðstoðar bæjaryfirvalda. Hörður Magnússon greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Handbolti 23. nóvember 2006 19:33