Fyrirhafnarlítið hjá Fram og Val Fram og Valur unnu bæði auðvelda heimasigra þegar undanúrslit N1-deildar kvenna hófust í kvöld. Handbolti 30. mars 2011 20:53
Stella: Ætlum að taka stóra titilinn Stella Sigurðardóttir er komin á gott skrið með liði Fram í N1-deild kvenna eftir að hafa verið frá í nokkrar vikur vegna axlarmeiðsla. Handbolti 29. mars 2011 16:15
Anna Úrsúla: Vanmetum ekki Fylki Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaðurinn sterki í Val, var í dag valinn besti leikmaður seinni hluta tímabilsins í N1-deild kvenna. Handbolti 29. mars 2011 15:15
Brynja: Vonbrigði af missa af úrslitakeppninni Brynja Magnúsdóttir, leikstjórnandi HK og markahæsti leikmaður N1-deildar kvenna, var í dag valinn í úrvalslið deildarinnar fyrir síðari hluta tímabilsins. Handbolti 29. mars 2011 14:17
Anna Úrsúla best Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, hefur verið valinn besti leikmaður 10.-18. umferðar N1-deildar kvenna. Handbolti 29. mars 2011 12:08
Hildigunnur úr leik í vetur Deildarmeistarar Vals í N1-deild kvenna urðu fyrir miklu áfalli í vikunni þegar Hildigunnur Einarsdóttir meiddist illa á hné á æfingu. Hún verður af þeim sökum ekkert með Valskonum í úrslitakeppninni sem hefst eftir aðeins eina viku. Handbolti 24. mars 2011 08:00
Fylkir í úrslitakeppnina eftir jafntefli gegn Stjörnunni Fylkir náði að tryggja sér sæti í úrslitakeppni N1-deildar kvenna er liðið náði jafntefli, 28-28, á heimavelli gegn Stjörnunni. Þetta var lokaumferðin í deildinni. Handbolti 19. mars 2011 20:15
Þýskt lið sýnir Karen og Hildi áhuga Fram-stelpurnar Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir hafa undanfarna tvo daga verið í Þýskalandi en þýska félagið Blomberg-Lippe hefur áhuga á stelpunum. Handbolti 18. mars 2011 18:15
Framkonur skoruðu 42 mörk á móti Gróttu Bikarmeistarar Fram unnu 25 marka sigur á Gróttu, 42-17, í Safamýrinni í kvöld í lokaleik liðanna í N1 deild kvenna í handbolta. Leiknum var flýtt en aðrir leikir í lokaumferðinni fara fram um næstu helgi. Handbolti 17. mars 2011 20:12
Hrafnhildur: Erfiðasti titillinn Hrafnhildur Ósk Skúladóttir fékk að lyfta bikar í dag en hún er fyrirliði Vals sem varð deildarmeistari kvenna í handbolta annað árið í röð. Handbolti 12. mars 2011 18:42
Guðný Jenný: Vorum klárlega betra liðið Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti stórleik í liði Vals í dag er liðið vann stórsigur á Fram, 31-23. Handbolti 12. mars 2011 17:54
Einar: Engin barátta Einar Jónsson, þjálfari Fram, var allt annað en ánægður með sína leikmenn eftir að liðið tapaði fyrir Val í N1-deild kvenna í dag. Handbolti 12. mars 2011 17:47
Brynja með fjórtán mörk í sigri HK í Garðabænum Brynja Magnúsdóttir átti stórleik og skoraði 14 mörk úr 20 skotum þegar HK vann óvæntan útisigur á Stjörnunni í Garðabæ í N1 deild kvenna í dag. Þetta var fjórði sigur HK-stelpna í röð og þær eiga enn smá möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Handbolti 5. mars 2011 18:59
Naumur sigur Fylkisstelpna á Haukum Fylkir vann nauman en mikilvægan 22-21 sigur á Haukum í N1 deild kvenna í handbolta í dag en leikið var í Fylkishöllinni. Fylkir náði þar með þriggja stiga forskoti á íBV í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Handbolti 5. mars 2011 17:23
Bikarmeistararnir komust ekki til Eyja Leik ÍBV og Fram í N1 deild kvenna í handbolta sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað þangað til á morgun. Nýkrýndir bikarmeistarar Framara komust ekki til Vestmannaeyjar vegna ófærðar og því varð að fresta leiknum um sólarhring. Handbolti 5. mars 2011 14:55
Gurrý: Þetta er alltaf jafn gaman Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari Fram, var að vinna sinn fjórtánda bikarmeistaratitil í dag og fagnaði líkt og hún væri að vinna sinn fyrsta bikar. Handbolti 26. febrúar 2011 15:54
Anna: Fram átti þetta skilið Keppnismanneskjan Anna Úrsula Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, var að vonum svekkt með tapið gegn Fram í úrslitum Eimskipsbikarsins í dag. Handbolti 26. febrúar 2011 15:46
Einar og sagan á bak við bindið Hinn litríki þjálfari Fram, Einar Jónsson, fór mikinn í fögnuði síns liðs er það vann Eimskipsbikarinn annað árið í röð og aftur með sigri á Val í úrslitum. Handbolti 26. febrúar 2011 15:37
Úrslitin eftir bókinni í N1-deild kvenna Heil umferð fór fram í dag í N1-deild kvenna þar sem úrslit dagsins voru flest eftir bókinni. Handbolti 19. febrúar 2011 21:05
Fram í bikarúrslit - myndir Framstúlkur tryggðu sér sæti í úrslitaleik Eimskipsbikarsins í gær er liðið vann afar öruggan sigur á HK í undanúrslitum. Handbolti 17. febrúar 2011 07:00
Guðrún Þóra: Núna er bara skemmtileg vika framundan „Það er eitt það stærsta sem maður gerir yfir veturinn það er að komast í Höllina," sagði Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir sem skoraði fimm mörk þegar Framstelpur tryggðu sér sæti í bikarúrslitum annað árið í röð með 32-25 sigri á HK í kvöld. Handbolti 16. febrúar 2011 22:34
Brynja: Ætluðum að sýna að við ættum eitthvað í þetta Framlið Brynja Magnúsdóttir átti góðan leik með HK í kvöld þegar liðið tapaði 32-25 fyrir Fram í undanúrslitum Eimskipsbikars kvenna. Brynja var með 8 mörk og 5 stoðsendingar í leiknum. Handbolti 16. febrúar 2011 22:08
Karen: Skíttöpum í Höllinni ef við spilum svona Karen Knútsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Fram í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum annað árið í röð með því að vinna sjö marka sigur á HK, 32-25. Handbolti 16. febrúar 2011 22:04
Fram og Valur mætast í bikarúrslitum kvenna Fram og Valur mætast annað árið í röð í bikarúrslitum kvenna í handbolta eftir sjö marka sigur Fram á HK, 32-25, í undanúrslitum Eimskipsbikar kvenna í Safamýrinni í kvöld. Fram komst tíu mörkum yfir í fyrri hálfleik en HK-liðið náði að minnka muninn í fjögur mörk í byrjun seinni háfleiks áður en Fram kláraði leikinn með góðum endaspretti. Handbolti 16. febrúar 2011 21:28
Valur í bikarúrslit - myndasyrpa Kvennalið Vals tryggði sér í gærkvöld sæti í úrslitum Eimskipsbikarsins. Hlíðarendastúlkur unnu þá öruggan sigur á Fylki, 25-15. Handbolti 16. febrúar 2011 07:00
Umfjöllun: Valskonur í bikarúrslit Leik Fylkis og Vals í undanúrslitum Eimskipsbikar kvenna í kvöld lauk með 25-15 sigri Vals. Þær spila því annað árið í röð til úrslita eftir að hafa tapað úrslitaleiknum í fyrra. Handbolti 15. febrúar 2011 20:27
Eyjakonur upp í fjórða sætið eftir sjötta sigurinn í röð ÍBV er komið upp í 4. sætið í N1 deild kvenna eftir tveggja marka sigur á FH, 24-22, í Vestmannaeyjum í kvöld. Með sigrinum fóru Eyjastúlkur upp fyrir Fylki sem tapaði fyrir toppliði Vals fyrr í dag. Handbolti 12. febrúar 2011 20:07
Valskonur unnu stóran sigur í Árbænum - Fram vann líka Íslandsmeistarar Vals unnu sinn tíunda leik í röð í N1 deild kvenna í dag þegar liðið vann 22 marka sigur á Fylki í Árbænum. Valur og Fram eru áfram jöfn að stigum á toppnum því Fram vann á sama tíma 23 marka sigur á ÍR í Austurberginu. Handbolti 12. febrúar 2011 18:49
Fram úr leik í Evrópukeppninni Kvennalið Fram er úr leik í Evrópukeppni bikarhafa eftir tap, 29-30, fyrir þýska liðinu Blomberg-Lippe í dag. Fram tapaði fyrri leik liðanna með tveggja marka mun. Handbolti 5. febrúar 2011 17:37
N1-deild kvenna: Valur upp að hlið Fram Valur og Fram sitja efst og jöfn á toppi N1-deildar kvenna eftir leiki dagsins. Fram var reyndar ekki að spila deildarleik enda eru Framstelpur á ferðinni í Evrópukeppninni í dag. Liðin hafa þó spilað jafn marga leiki í deildinni. Handbolti 5. febrúar 2011 17:25