Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun: Valsstúlkur með nauman sigur gegn Fram

    Valsstúlkur sigruðu Fram, 20-19, í fyrsta slag Reykjavíkurliðanna í úrslitaviðureign N1-deild kvenna í handbolta. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni og náðu Valsstúlkur að klára leikinn undir lokin en þær voru ávalt skrefinu á undan Fram í leiknum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stella: Betra liðið vann

    „Þetta er geðveikt. Ótrúlega gaman að vinna Stjörnuna hérna því að það var kominn tími á það. Mér fannst seinni háfleikurinn mjög góður hjá okkur í dag en fyrri hálfleikur aftur á móti slakur og við vorum að kasta boltanum klaufalega útaf. En í seinni hálfleik fór vörnin að ganga vel og þá er erfitt að sigra okkur," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram, eftir að Framstúlkur tryggðu leið sína í úrslit í N1-deild kvenna í handbolta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þorgerður Anna: Ánægð með veturinn

    „Eins og við mátti búast þá var þetta erfiður leikur. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en misstum þær svo frá okkur í seinni hálfleik. Að sjálfsögðu var stefnan að vinna þetta og ná þessu í oddaleik. En við erum vængbrotið lið en þær aftur á móti með fullskipaðan hóp og stærri leikmannahóp. Það er munurinn á þessum liðum, þær geta keyrt á fullu allan tímann en við vorum búnar á því," sagði Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Stjörnunnar, eftir ósigur gegn Fram í undanúrslitum N1-deild kvenna í handbolta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan og Haukar með bakið upp við vegg

    Undanúrslitin í N1-deild kvenna halda áfram í dag er leikir númer tvö í einvígjunum fara fram á sama tíma. Þar sem aðeins þarf að vinna tvo leiki í einvígunum gæti legið fyrir í dag hvaða lið mætast í úrslitarimmunni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    1-0 fyrir Val - myndir

    Valsstúlkur komust í lykilstöðu í einvíginu gegn Haukum í undanúrslitum N1-deildar kvenna í gær með fimm marka sigri.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stefán: Frábært að vinna síðasta korterið 15-5

    Valskonur eru komnar í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í N1 deild kvenna eftir 28-23 sigur í Vodafone-höllinni í kvöld. Stefán Arnarson, þjálfari Vals, þurfti ekki að taka leikhlé til þess að vekja sínar stelpur þegar staðan var orðin 13-18 fyrir Hauka en það var eins og allt í einu hafi hans stelpur vaknað af værum blundi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hanna Guðrún: Við þurfum að fá meira frá Ramune

    Hanna Guðrún Stefánsdóttir, fyrirliði Hauka, átti erfitt með að sætta sig við tapið á móti Val í kvöld í undanúrslitum N1 deildar kvenna. Haukar voru 18-13 yfir þegar 20 mínútur voru eftir en leikur liðsins hrundi á síðustu 20 mínútunum sem töpuðust 5-15.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram skellti Stjörnunni í Safamýri

    Bikarmeistarar Fram lögðu Íslandsmeistara Stjörnunnar, 30-28, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna í kvöld. Fram getur því komist í úrslit með sigri í Mýrinni á sunnudag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fimm marka sigur Vals á Haukum

    Valur er kominn í 1-0 í einvíginu við Hauka í undanúrslitum N1-deildar kvenna eftir 28-23 sigur í Vodefonehöllinni í kvöld. Sigra þarf tvo leiki til þess að komast í úrslit.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Karen og Einar best

    Nú rétt í þessu var að hefjast blaðamannafundur í Laugardal þar sem tilkynnt var um val á bestu leikmönnum umferða 19-27 í N1-deild kvenna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valskonur deildarmeistarar

    Kvennalið Vals tryggði sér í dag efsta sætið í N1-deildinni með því að bursta HK 38-19 á útivelli. Valur hefur ekki tapað leik í deildinni í vetur og Kópavogsliðið var lítil fyrirstaða í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Lykilmenn bikarmeistaranna fengu hvíld á móti Víkingi í kvöld

    FH-konan Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir og Stjörnukonan Alina Tamasan voru ekki áberandi í markaskoruninni í 27-18 sigri Stjörnunnar á FH í Kaplakrika í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld. Lykilmenn bikarmeistara Fram fengu hinsvegar hvíld í 19 marka sigri á botnliði Víkings í kvöld.

    Handbolti