Rakel Dögg: Þetta eru mikilvægir leikir Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Kolding, er bjartsýn fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins sem í kvöld spilar fyrsta æfingaleik sinn af þremur á jafnmörgum dögum gegn Svisslendingum. Handbolti 18. maí 2009 16:13
Berglind Íris ekki á förum frá Val Berglind Íris Hansdóttir, aðalmarkvörður kvennalandsliðsins í handbolta, er ekki á förum frá Val. Berglind hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við liðið. Handbolti 15. maí 2009 21:30
Einar Jónsson þjálfar Framstelpurnar áfram Einar Jónsson hefur náð samkomulagi við Fram um að þjálfa áfram meistaraflokk kvenna hjá félaginu en undir stjórn Einars hefur Framliðið unnið silfur á Íslandsmótinu undanfarin tvö ár. Handbolti 7. maí 2009 12:01
Elísabet: Það er ekkert annað í boði en að vinna titla „Það er mun skemmtilegra að vera að spila þegar titilinn vinnst," sagði Elísabet Gunnarsdóttir, línumaður Stjörnunnar, sem skoraði fimm mörk þegar Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í dag. Handbolti 4. maí 2009 07:00
Harpa Sif: Framtíðin blasir við þessu liði Harpa Sif Eyjólfsdóttir og félagar hennar í Stjörnunni urðu Íslandsmeistarar í N1 deild kvenna í dag eftir 28-26 sigur á Fram í þriðja leiknum. Handbolti 3. maí 2009 21:50
Stjarnan Íslandsmeistari - Myndir Stjörnustúlkur urðu í dag Íslandsmeistarar í handknattleik þriðja árið í röð eftir sigur á Fram í þriðja leik liðanna. Handbolti 3. maí 2009 20:49
Einar: Okkur var kippt í kjallarann strax í fyrsta leik Einar Jónsson, þjálfari Fram var ekki ánægður með leik sinna kvenna í lokaúrslitunum á móti Stjörnunni. Fram tapaði öllum þremur leikjunum og ógnaði aldrei Stjörnuliðinu að neinu ráði. Handbolti 3. maí 2009 19:01
Kristín: Vaninn að ég komi heim með gullið og hann með silfrið Kristín Jóhanna Clausen, fyrirliði Stjörnunnar, tók við Íslandsbikarnum þriðja árið í röð eftir 28-26 sigur á Fram í þriðja úrslitaleik liðanna í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Handbolti 3. maí 2009 18:56
Stjarnan Íslandsmeistari þriðja árið í röð - vann Fram 28-26 Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna með öruggum tvegjja marka sigri á Fram, 28-26, í þriðja leik liðanna í Mýrinni í dag. Stjarnan náði góðu forskoti í upphafi leiks og var sjö mörkum yfir í hálfleik. Handbolti 3. maí 2009 15:59
Florentina getur unnið titilinn fjórða ár í röð Florentina Stanciu, rúmenski landsliðsmarkvörðurinn getur í dag orðið Íslandmeistari fjórða árið í röð þegar Stjarnan tekur á móti Fram í þriðja leiknum í úrslitaeinvíginu. Handbolti 3. maí 2009 14:15
Sólveig Lára: Ætlum að klára þetta heima Sólveig Lára Kjærnested var mjög ákveðin í sigri Stjörnunnar á Fram í kvöld og ætlaði sér að bæta fyrir slakan leik í fyrsta leiknum. Handbolti 1. maí 2009 22:30
Einar: Vinnum á sunnudag og þetta fer í fimm leiki Fram lék afleitan sóknarleik gegn Stjörnunni í kvöld sem kristallast í fyrstu sókn leiksins þegar liðið kastaði boltanum útaf vellinum eftir aðeins átta sekúndna leik án þess að Stjarnan hefði nein áhrif á sóknarmenn Fram. Handbolti 1. maí 2009 22:15
Stjarnan einum sigri frá titlinum eftir stórsigur í Safamýri Stjörnukonur eru einum sigri frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð eftri átta marka útisigur á Fram, 27-19, í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum N1 deildar kvenna í handbolta. Handbolti 1. maí 2009 20:30
Vita hvað þarf til að landa titlum Atli Hilmarsson þjálfari Stjörnunnar var að vonum ánægður eftir frábæran sigur á Fram, 38-31, í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni N1 deildar kvenna. Handbolti 28. apríl 2009 22:07
Öruggur sigur Stjörnunnar Stjarnan er komið með 1-0 forystu gegn Fram í úrslitarimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Handbolti 28. apríl 2009 20:11
Atli: Bara sigurvegarar í þessu liði „Við vorum að spila við frábært lið. Þetta var frábær leikur og hafði allt til að bera. Þetta var góð skemmtun, góðar varnir og vel spilaðar sóknir. Leiðinlegt að annað liðið þurfi að detta út,“ sagði glaðbeittur Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir, 30-28, sigur á Val í framlengdum oddaleik liðanna í undanúrslitum N1 deildar kvenna. Handbolti 24. apríl 2009 22:16
Guðríður: Lykilmenn misstu kjarkinn Valur fékk gullið tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitum úrslitakeppni N1 deildar kvenna í kvöld þegar Florentina Stanciu fékk að líta rauða spjaldið þremur mínútum fyrir leikslok og leikurinn var jafn. Handbolti 24. apríl 2009 22:10
Stjarnan lagði Val í framlengingu Það verða Fram og Stjarnan sem mætast í úrslitum N1-deildar kvenna. Stjarnan tryggði sig inn í úrslitin í kvöld með dramatískum sigri á Val, 30-28, eftir framlengingu. Handbolti 24. apríl 2009 21:15
Oddaleikur Stjörnunnar og Vals í beinni á netinu HSÍ TV verður í Mýrinni í kvöld þar sem oddaleikur Stjörnunnar og Vals í N1-deild kvenna fer fram. Handbolti 24. apríl 2009 19:15
Fyrstu deildarmeistarnir sem vinna ekki leik í úrslitakeppni Haukakonur urðu í gær fyrstu deildarmeistararnir í sögu úrslitakeppni kvenna í handbolta sem ná ekki að vinna leik í úrslitakeppni. Haukar töpuðu þá öðrum leiknum í röð á móti Fram í Safamýri eftir framlengdan leik í undanúrslitaeinvígi liðanna í N1 deild kvenna. Handbolti 22. apríl 2009 10:15
Einar Jónsson: Erum í miklu betra formi en Haukar Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum kampakátur eftir glæsilegan og óvæntan sigur sinna stúlkna í kvöld gegn deildarmeisturum Hauka. Handbolti 21. apríl 2009 21:44
Fram sló út Hauka - Valur nældi í oddaleik Fram-stúlkur komu öllum á óvart í kvöld með því að slá deildarmeistara Hauka út úr úrslitakeppni N1-deildar kvenna. Fram vann annan leik liðanna í kvöld, 34-32, og rimmuna 2-0. Handbolti 21. apríl 2009 21:10
Hlíðarendi er ekki slæmur útivöllur fyrir okkur "Við erum í góðri stöðu en erum að búa okkur undir erfiðan leik gegn sterku liði. Fyrsti leikurinn var hörkuleikur og ég á ekki von á öðru í kvöld," sagði Atli Hilmarsson þjálfari Stjörnunnar fyrir leikinn gegn Val í úrslitakeppni N1 deildar kvenna í kvöld. Handbolti 21. apríl 2009 13:38
Stelpurnar líka í beinni á HSÍ TV Handknattleikssamband Íslands ætlar að sjálfsögðu ekki að gera upp á milli kynjanna og í kvöld verður sýnt beint frá undanúrslitum N1 deildar kvenna alveg eins og gert var frá karlaleikjunum í gær. Handbolti 21. apríl 2009 12:00
Aftur vann Fram á Ásvöllum Úrslitakeppnin í N1-deild kvenna hófst í dag með tveimur leikjum í undanúrslitum. Handbolti 18. apríl 2009 18:22
Birkir Ívar og Hanna best Í dag voru tilkynnt úrvalslið síðustu sjö umferða N1-deilda karla og kvenna en úrslitakeppnin hefst á morgun. Handbolti 15. apríl 2009 12:19
Öryggir sigrar hjá Haukum og Val í kvennahandboltanum Haukar og Valur unnu bæði örugga sigri í lokaumferð N1 deild kvenna í handbolta í dag en fyrir umferðina var ljóst að Haukar væru deildarmeistarar og að Stjarnan, Valur og Fram væru komin inn í úrslitakeppnina. Handbolti 4. apríl 2009 19:31
Hanna búin að brjóta tvö hundruð marka múrinn Hanna Guðrún Stefánsdóttir, fyrirliði Hauka, tók ekki bara við deildarmeistarabikarnum á laugardaginn því hún skoraði einnig sitt 200. mark í deildinni í vetur. Handbolti 30. mars 2009 14:00
Valur vann Fram Valur vann í dag fimm marka sigur á Fram, 29-24, í N1-deild kvenna. Þetta var síðasti leikurinn í næstsíðustu umferð deildarinnar. Handbolti 29. mars 2009 15:19
Haukar eru deildarmeistarar Haukar tryggðu sér í dag deildarmeistaratitilinn í N1-deild kvenna með sigri á FH á heimavelli í dag, 33-30. Handbolti 28. mars 2009 18:11