Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Rakel Dögg: Þetta eru mikilvægir leikir

    Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Kolding, er bjartsýn fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins sem í kvöld spilar fyrsta æfingaleik sinn af þremur á jafnmörgum dögum gegn Svisslendingum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Berglind Íris ekki á förum frá Val

    Berglind Íris Hansdóttir, aðalmarkvörður kvennalandsliðsins í handbolta, er ekki á förum frá Val. Berglind hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við liðið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar: Vinnum á sunnudag og þetta fer í fimm leiki

    Fram lék afleitan sóknarleik gegn Stjörnunni í kvöld sem kristallast í fyrstu sókn leiksins þegar liðið kastaði boltanum útaf vellinum eftir aðeins átta sekúndna leik án þess að Stjarnan hefði nein áhrif á sóknarmenn Fram.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Vita hvað þarf til að landa titlum

    Atli Hilmarsson þjálfari Stjörnunnar var að vonum ánægður eftir frábæran sigur á Fram, 38-31, í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni N1 deildar kvenna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Atli: Bara sigurvegarar í þessu liði

    „Við vorum að spila við frábært lið. Þetta var frábær leikur og hafði allt til að bera. Þetta var góð skemmtun, góðar varnir og vel spilaðar sóknir. Leiðinlegt að annað liðið þurfi að detta út,“ sagði glaðbeittur Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir, 30-28, sigur á Val í framlengdum oddaleik liðanna í undanúrslitum N1 deildar kvenna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðríður: Lykilmenn misstu kjarkinn

    Valur fékk gullið tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitum úrslitakeppni N1 deildar kvenna í kvöld þegar Florentina Stanciu fékk að líta rauða spjaldið þremur mínútum fyrir leikslok og leikurinn var jafn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan lagði Val í framlengingu

    Það verða Fram og Stjarnan sem mætast í úrslitum N1-deildar kvenna. Stjarnan tryggði sig inn í úrslitin í kvöld með dramatískum sigri á Val, 30-28, eftir framlengingu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fyrstu deildarmeistarnir sem vinna ekki leik í úrslitakeppni

    Haukakonur urðu í gær fyrstu deildarmeistararnir í sögu úrslitakeppni kvenna í handbolta sem ná ekki að vinna leik í úrslitakeppni. Haukar töpuðu þá öðrum leiknum í röð á móti Fram í Safamýri eftir framlengdan leik í undanúrslitaeinvígi liðanna í N1 deild kvenna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hlíðarendi er ekki slæmur útivöllur fyrir okkur

    "Við erum í góðri stöðu en erum að búa okkur undir erfiðan leik gegn sterku liði. Fyrsti leikurinn var hörkuleikur og ég á ekki von á öðru í kvöld," sagði Atli Hilmarsson þjálfari Stjörnunnar fyrir leikinn gegn Val í úrslitakeppni N1 deildar kvenna í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stelpurnar líka í beinni á HSÍ TV

    Handknattleikssamband Íslands ætlar að sjálfsögðu ekki að gera upp á milli kynjanna og í kvöld verður sýnt beint frá undanúrslitum N1 deildar kvenna alveg eins og gert var frá karlaleikjunum í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur vann Fram

    Valur vann í dag fimm marka sigur á Fram, 29-24, í N1-deild kvenna. Þetta var síðasti leikurinn í næstsíðustu umferð deildarinnar.

    Handbolti