Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Guðríður: Lykilmenn misstu kjarkinn

    Valur fékk gullið tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitum úrslitakeppni N1 deildar kvenna í kvöld þegar Florentina Stanciu fékk að líta rauða spjaldið þremur mínútum fyrir leikslok og leikurinn var jafn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan lagði Val í framlengingu

    Það verða Fram og Stjarnan sem mætast í úrslitum N1-deildar kvenna. Stjarnan tryggði sig inn í úrslitin í kvöld með dramatískum sigri á Val, 30-28, eftir framlengingu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fyrstu deildarmeistarnir sem vinna ekki leik í úrslitakeppni

    Haukakonur urðu í gær fyrstu deildarmeistararnir í sögu úrslitakeppni kvenna í handbolta sem ná ekki að vinna leik í úrslitakeppni. Haukar töpuðu þá öðrum leiknum í röð á móti Fram í Safamýri eftir framlengdan leik í undanúrslitaeinvígi liðanna í N1 deild kvenna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hlíðarendi er ekki slæmur útivöllur fyrir okkur

    "Við erum í góðri stöðu en erum að búa okkur undir erfiðan leik gegn sterku liði. Fyrsti leikurinn var hörkuleikur og ég á ekki von á öðru í kvöld," sagði Atli Hilmarsson þjálfari Stjörnunnar fyrir leikinn gegn Val í úrslitakeppni N1 deildar kvenna í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stelpurnar líka í beinni á HSÍ TV

    Handknattleikssamband Íslands ætlar að sjálfsögðu ekki að gera upp á milli kynjanna og í kvöld verður sýnt beint frá undanúrslitum N1 deildar kvenna alveg eins og gert var frá karlaleikjunum í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur vann Fram

    Valur vann í dag fimm marka sigur á Fram, 29-24, í N1-deild kvenna. Þetta var síðasti leikurinn í næstsíðustu umferð deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fylkir vann Gróttu í botnslagnum

    Sunna Jónsdóttir skoraði ellefu mörk í 31-25 sigri Fylkis á Gróttu í botnslag N1 deildar kvenna í Fylkishöllinni í kvöld. Sigurinn dugði þó ekki Fylki til að komast upp úr neðsta sætinu því Grótta hefur einu stigi meira.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fjórir leikir í kvennahandboltanum

    Fjórir leikir fara fram í N1-deild kvenna í dag. Stórleikur dagsins fer fram í Safamýrinni þar sem Framstelpur taka á móti Haukum. Sá leikur hefst klukkan 13.00.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Víti Hönnu í leikslok tryggði Haukum stig

    Hanna Guðrún Stefánsdóttir tryggði Haukunm 30-30 jafntefli á móti Val í N1 deild kvenna í handbolta á Ásvöllum í dag. Þetta var tíunda mark Hönnu í leiknum en hún skoraði það úr vítakasti í lok leiksins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hugarfarið er það sem skiptir máli

    "Maður er í þessu til að spila svona leiki og þetta verður ekkert skemmtilegra en þetta," sagði Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, fyrirliði FH, um úrslitaleikinn í Eimskipsbikar kvenna á morgun.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur lagði Stjörnuna

    Þrír leikir fóru fram í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Valur vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Vodafonehöllinni 29-27 eftir að hafa verið yfir 15-14 í hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Dómararnir gerðu rétt í að reka Ramune útaf

    Dómaranefnd HSÍ segir í yfirlýsingu á heimasíðu HSÍ að dómarar leiks Stjörnunnar og Hauka í N1 deild kvenna á dögunum, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, hafi gert rétt í að gefa Haukakonunni Ramune Pekarskyte rautt spjald í leiknum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsstúlkur burstuðu Gróttu

    Valsstúlkur áttu ekki í erfiðleikum með lið Gróttu í N1-deild kvenna. Valur vann sigur 39-13 eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar upp fyrir Stjörnuna

    Lið Hauka komst í dag á toppinn í N1 deild kvenna í handbolta með 30-27 sigri á Stjörnunni í uppgjöri toppliðanna í Mýrinni.

    Handbolti