Meinuð þátttaka í setningarhátíð Ólympíuleikanna Alþjóða Ólympíunefndin hefur tekið stóra ákvörðun hvað varðar þá íþróttamenn frá Rússlandi og Hvíta Rússlandi sem fá að taka þátt í Ólympíuleikunum í París í sumar. Sport 20. mars 2024 14:00
Dagur slær öll met í vinsældum: „Öllum sama um hvaðan hann er“ Dagur Sigurðsson hefur gjörsamlega slegið í gegn sem nýr landsliðsþjálfari Króata í „þjóðaríþrótt“ þeirra, handbolta. Bjartsýni ríkir um að hann komi liðinu aftur í allra fremstu röð. Handbolti 20. mars 2024 08:31
Dreifa smokkum meðal íþróttafólksins á ÓL í París Það verður engin tveggja metra regla viðhöfð lengur þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir í París í sumar. Sport 19. mars 2024 16:01
Kornabörn þurfa sér sæti á ÓL: „Vissum ekki einu sinni að barnið væri á leiðinni“ Foreldrar ungabarna kvarta yfir reglubreytingu í kringum Ólympíuleikana í París þar sem börnunum verður meinaður aðgangur nema búið sé að greiða fyrir miða í sér sæti. Sport 18. mars 2024 14:51
Dagur svo gott sem búinn að koma Króötum á Ólympíuleikana Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í króatíska karlalandsliðinu í handbolta eru komnir með annan fótinn á Ólympíuleikana í París eftir sterkan þriggja marka sigur gegn Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í dag, 30-33. Handbolti 16. mars 2024 15:02
Í fyrsta sinn verða jafnmargar konur og karlar á Ólympíuleikunum Ólympíuleikarnir í París í sumar verða sögulegir leikar þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Þetta verða nefnilega fyrstu Ólympíuleikar sögunnar þar sem jafnmargar konur og karla keppa. Sport 16. mars 2024 07:00
Dagur gat strax sungið þjóðsönginn og kallaður Sigurdssonić Króatar eru ánægðir með Dag Sigurðsson eftir fyrsta leik króatíska handboltalandsliðsins undir hans stjórn, þegar liðið vann afar mikilvægan sex marka sigur gegn Austurríki í ólympíuumspilinu. Handbolti 15. mars 2024 23:01
Lærisveinar Arons misstu frá sér leikinn og ÓL-draumurinn er veikur Bareinska landsliðið tapaði með minnsta mun á móti Brasilíu í kvöld, 24-25, í öðrum leik sínum í umspili um tvö laus sæti á á Ólympíuleikunum í París í sumar. Handbolti 15. mars 2024 18:59
Alfreð Gísla og strákarnir hans byrja vel í ÓL-umspilinu Þýska handboltalandsliðið vann öruggan tólf marka sigur á Alsír, 41-29 í fyrsta leik sínum í umspili um tvö laus sæti í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París næsta sumar. Handbolti 14. mars 2024 18:15
Fagnar ráðningu Dags: „Mjög gott dæmi hjá Króötunum“ Alfreð Gíslason fagnar ákvörðun Dags Sigurðssonar að hætta með japanska landsliðið í handbolta og taka við því króatíska. Þeir félagar munu leiða saman hesta sína í vikunni. Handbolti 14. mars 2024 10:02
Dagur kenndi Króötum íslenskt orð, valdi Cindric og fær eina æfingu með Duvnjak Á morgun er fyrsti leikur króatíska handboltalandsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar og segja má að það sé hálfgerður úrslitaleikur, við Austurríki, um sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Handbolti 13. mars 2024 07:30
Stefnir til Parísar og tekur í gikkinn milli þess sem hann mundar hamarinn Haglabyssuskyttan Hákon Þór Svavarsson setur stefnuna á að komast inn á Ólympíuleikana í París. Við hittum hann á dögunum og fengum að kynnast honum í leik og starfi. Sport 11. mars 2024 08:01
Margrét Erla Maack með magadans fyrir þýska handboltalandsliðið Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Handbolti 10. mars 2024 09:31
Getur ekki horft á myndir af sjálfri sér frá því í fyrra Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir fór í gegnum erfiða tíma á síðasta ári en hún lærði líka margt á því. Hún deilir nú ráðum fyrir fólk í svipaðri stöðu. Sport 8. mars 2024 08:30
Fimm ára bann fyrir að þvinga íþróttakonu til að yfirgefa ÓL Hvít-rússneski frjálsíþróttaþjálfarinn Jurij Moisevich má ekki koma nálægt íþróttinni næstu fimm árin. Sport 7. mars 2024 09:31
Kennir kynlífi með kærastanum um fall á lyfjaprófi Franska skylmingakonan Ysaora Thibus er ekki búin að gefa upp vonina um að keppa á Ólympíuleikunum á heimavelli í sumar. Sport 7. mars 2024 07:31
Mascherano um viðræður við Messi: Ekki auðvelt fyrir hann Javier Mascherano, þjálfari Ólympíuliðs Argentínumanna, segist hafa rætt við Lionel Messi um að Messi spili með liðinu á Ólympíuleikunum í París í sumar. Fótbolti 6. mars 2024 13:00
Dagur kom á óvart og sleppti stórstjörnu Dagur Sigurðsson hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta. Mesta athygli vekur að hann skyldi ekki velja eina stærstu stjörnuna, Luka Cindric, í 21 manns hóp sem á að tryggja Króatíu sæti á Ólympíuleikunum. Handbolti 5. mars 2024 15:31
Þjóðverjar veðja á Alfreð næstu árin en setja fyrirvara Þýska handknattleikssambandið tilkynnti í dag um nýjan samning við Alfreð Gíslason sem verður áfram þjálfari þýska karlalandsliðsins út febrúar 2027. Handbolti 4. mars 2024 11:31
Japanirnir fengu sjokk þegar Dagur sagði þeim fréttirnar Dagur Sigurðsson segir að forráðamenn japanska handknattleikssambandsins hafi fengið áfall þegar hann tilkynnti þeim að hann ætlaði sér að færa sig um set og taka við króatíska landsliðinu. Handbolti 4. mars 2024 08:00
„Ég er að fara í ljónagryfjuna“ Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar. Handbolti 1. mars 2024 08:01
Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. Handbolti 29. febrúar 2024 22:57
Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. Handbolti 29. febrúar 2024 11:06
Dagur tekur við króatíska landsliðinu Dagur Sigurðsson verður kynntur sem nýr þjálfari handboltalandsliðs Króatíu á morgun. Hann verður þar með fyrsti útlendingurinn til að stýra liðinu og á ærið verkefni fyrir höndum í umspili um sæti á Ólympíuleikunum. Handbolti 28. febrúar 2024 19:14
Rússar koma sér inn á stórmót með því að keppa fyrir aðrir þjóðir Tveimur árum eftir innrás Rússa í Úkraínu þá mega Rússar og Hvít-Rússar ekki keppa á stórmótum. Það er undir fánum þjóða sinna. Stór hópur rússneskra og hvít-rússneskra glímukappa hafa aftur á móti fundið bakdyrnar inn á stórmótin og um leið mögulega inn á Ólympíuleikana í París. Sport 26. febrúar 2024 11:01
Áfrýjun Rússa hafnað og útilokun staðfest Áfrýjun Ólympíunefndar Rússlands gegn ákvörðun Alþjóða Ólympíunefndarinnar um aðildarbann var hafnað af áfrýjunardómstóli íþrótta. Sport 24. febrúar 2024 11:29
Sögðu nei við ÓL-umsókn Manny Pacquiao Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao fær ekki að keppa á Ólympíuleikunum í París í sumar þrátt fyrir mikla pressu frá Filippseyjum. Sport 19. febrúar 2024 15:30
Eyþóra valin íþróttakona ársins í Rotterdam Fimleikakonan Eyþóra Þórsdóttir var á dögunum útnefnd íþróttakona ársins í Rotterdam í Hollandi, eftir frábæran árangur á bæði EM og HM á síðasta ári. Sport 14. febrúar 2024 14:31
Telja að Rússar séu að lauma inn ólöglegum keppendum á ÓL í París Keppendur frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi mega ekki keppa undir fánum sinna þjóða á Ólympíuleikunum í París og það sem meira er að keppendur þaðan þurfa að uppfylla alls kyns skilyrði til að fá að keppa undir hlutlausum fána á leikunum. Sport 13. febrúar 2024 16:15
Ólympíudyrnar opnar fyrir Messi Lionel Messi ræður því sjálfur hvort að hann spili með Argentínu á Ólympíuleikunum í París í sumar. Fótbolti 13. febrúar 2024 11:00