Pílukast

Pílukast

Nýjustu fréttir af heimsmeistaramótinu í pílukasti í Alexandra Palace í London og fleiri mótum.

Fréttamynd

Van Gerwen í úr­slit í sjöunda sinn

Hollendingurinn Michael Van Gerwen er kominn í úrslit á heimsmeistaramótinu í pílukasti í sjöunda sinn. Hann stefnir á að vinna heimsmeistaratitilinn í fjórða sinn á morgun, föstudag.

Sport
Fréttamynd

Sló út uppáhaldsspilara sonar síns

Sephen Bunting tryggði sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti í gær og mætir Luke Littler í undanúrslitum í kvöld. Það eru þó kannski ekki allir á heimilinu jafnánægðir með sigurinn.

Sport
Fréttamynd

Skýtur fast á Wrig­ht og segir Littler von­brigði mótsins

Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti fara fram í Alexandra Palace í London í dag. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen verður þar í eldlínunni en hann skaut fast á Peter „Snakebite“ Wright og ungstirnið Luke Littler fyrir viðureignir dagsins.

Sport
Fréttamynd

Littler létt eftir mikla pressu

Hinn 17 ára gamli Luke Littler þurfti að hafa gríðarlega mikið fyrir því að grípa síðasta farseðilinn inn í átta manna úrslitin á HM í pílukasti í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Vann nauman sigur með geitung í hárinu

Callan Rydz má prísa sig sælan að vera kominn áfram í átta manna úrslitin á HM í pílukasti, eftir 4-3 sigur gegn Rob Owen í dag. Geitungur gerði sig heimakominn í hári Rydz í miðjum leik.

Sport
Fréttamynd

Rydz ekki enn tapað setti á HM

Callan Rydz heldur áfram að spila eins og engill á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Í dag tryggði hann sér sæti í sextán manna úrslitum með öruggum sigri á Dimitri Van den Bergh, 0-4.

Sport
Fréttamynd

Gamli maðurinn lét Littler svitna

Luke Littler er kominn áfram í sextán manna úrslit á heimsmeistaramótinu í pílukasti eftir sigur á Ian White. Michael van Gerwen og Chris Dobey komust einnig áfram í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Heimsmeistararnir þrír fóru allir á­fram

Gerwyn Price, Peter Wright og Luke Humphries, sem allir eru fyrrverandi eða ríkjandi heimsmeistarar í pílukasti, komust allir áfram úr viðureignum sínum í 32-manna úrslitum á HM í pílukasti í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Ó­vænt úr­slit á HM í pílu í kvöld

Óvænustu úrslitin hingað til á heimsmeistaramótinu í pílukasti litu dagsins ljós í kvöld þegar hinn sænski Jeffrey de Graaf sló Skotann Gary Anderson úr leik 3-0. Anderson er 14. á heimslistanum um þessar mundir en de Graaf er í 81. sæti.

Sport
Fréttamynd

Cul­len stormaði út af blaða­manna­fundi

Joe Cullen vann góðan 3-0 sigur á Wessel Nijman á heimsmeistaramótinu í pílukasti í dag en hegðun hans í viðtölum eftir viðureignina vakti töluvert meiri athygli en viðureignin sjálf.

Sport
Fréttamynd

Luke Littler grét eftir leik

Luke Littler komst áfram í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti í gær en leikurinn reyndi mikið á þennan sautján ára strák.

Sport
Fréttamynd

Meik­le skaut Littler skelk í bringu

Luke Littler er kominn áfram í næstu umferð á heimsmeistaramótinu í pílukasti en landi hans, Ryan Meikle, lét hann heldur betur svitna í viðureign þeirra í kvöld.

Sport