Samherjaskjölin

Samherjaskjölin

30 þúsund skjöl um viðskiptahætti Samherja í Namibíu voru birt á vef WikiLeaks. Á sama tíma birtist umfjöllun um málið í þættinum Kveik og hjá Stundinni.

Fréttamynd

Hvers vegna hljóð­ritaði ég Helga Seljan með leynd?

Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm staðreyndir

Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Samherji framleiðir eigin þætti

Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið

Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik.

Innlent
Fréttamynd

Býst við handtökum á Íslandi

Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu er sagður búast við handtökum á Íslandi í rannsókn á mútumáli sem íslenska sjávarútvegfyrirtækið Samherji er sakaður um að tengjast. Dómari veitti saksóknurum lengri tíma til að rannsaka málið í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tekur ekki af­stöðu um lækkun mögu­legs eignar­hlutar í sjávar­út­vegs­fyrir­tækjum

„Telur ráðherrann hæstvirtur ekki að nauðsynlegt sé að vinna gegn slíkri samþjöppun og að stóru fyrirtækin séu orðin svo stór að völd þeirra og áhrif í þjóðfélaginu geti verið skaðleg,“ spurði þingmaður Samfylkingarinnar, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að í óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Beiðnum namibískra yfirvalda miðar áfram hjá héraðssaksóknara

Embætti héraðssaksóknara á í samskiptum við ríkissaksóknara í Namibíu sem rannsakar meint brot í Samherjamálinu svonefnda og framvinda hefur orðið í réttarbeiðnum sem hafa borist að utan, að sögn héraðssaksóknara. Einn namibísku rannsakendanna kvartaði undan því að Ísland og þrjú önnur ríki hefðu enn ekki verið hjálpleg við rannsóknina í vikunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fiskveiðiauðlindin

Brynjar Níelsson ritar um kvótakerfið en hann telur þá reiði og heift sem hefur sýnt sig vegna Samherjamálsins og nýlegs erfðamáls sjávarútvegsfyrirtækisins ekki til fagnaðar.

Skoðun
Fréttamynd

Segir ekkert réttlæti fólgið í arfgreiðslum eigenda Samherja

„Við erum ennþá ekki búin að vinna úr málinu sem kom upp í Namibíu sem tengist Samherjaskjölunum. Það mál er enn á borði saksóknara. Það voru ákveðin vonbrigði að mínu viti að frumvarp sjávarútvegsráðherra um tengda aðila í sjávarútvegi að því var frestað fram á haustið,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í Víglínunni í dag.

Innlent