Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Hugvísindin efla alla dáð

„Hugvísindafólk er uggandi yfir áherslubreytingu háskólaráðherra sem vill að háskólarnir svari betur kalli atvinnulífsins. Forseti Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir stefnuna vera í anda nýfrjálshyggju. Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið."

Skoðun
Fréttamynd

Sinn­u­leys­i í skól­a­mál­um

Tryggja þarf að fleiri drengir fái notið sín í skóla og auka þannig möguleika þeirra á að blómstra í lífi og starfi á fullorðinsárum. Það liggur í hlutarins eðli að nemendur sem hætta í framhaldsskóla sækja sér síður háskólamenntun.

Umræðan
Fréttamynd

Kjarkleysi eða pólitískt afturhald?

„Leikskólakerfið okkar er sprungið” hljómar orðið æ oftar og frá fleirum en bara starfsfólki leikskóla. Þetta er trúlegast rétt. Leikskólakerfið er sprungið. Á stöku stað er það jafnvel komið í algjört óefni eins og fréttir af skorti á leikskólaplássi og hve illa gengur að manna leikskólana hafa borið með sér undanfarin misseri. Jafnvel ár. Slík staða kom meira að segja upp í Garðabæ um tíma, þar sem hingað til hefur ekki skort plássin heldur hafa börn allt niður í 12 mánaða fengið leikskólapláss og þótt til mikillar fyrirmyndar.

Skoðun
Fréttamynd

Leikskólabörn rappa um Kjarval

Krakkar á leikskólanum Kvistaborg fóru í hljóðver í dag til að taka upp frumsamið rapplag sem fjallar um listmálarann Jóhannes Kjarval. Krakkarnir sömdu textann sjálfir og máluðu málverk úti í náttúrunni að hætti myndlistarmannsins.

Innlent
Fréttamynd

Víta­hringur í boði Mennta­sjóðs náms­manna

Ég byrjaði í lögfræði haustið 2017, kláraði BA námið 2020 og byrjaði strax í meistaranámi. Á þessum tíma skall á Covid faraldurinn og mér bauðst vinna með skóla sem ég þáði með þökkum. Þegar leið á önnina fann ég að ég hafði ekki tíma til þess að sinna bæði náminu og vinnunni að fullu og því minnkaði ég við mig í skólanum.

Skoðun
Fréttamynd

Jafnrétti til náms

Jafnrétti til náms þýðir ekki bara að öll kyn eigi að hafa jafnt aðgengi að námi, heldur líka að sá sem vill stunda nám eigi að geta gert það án hindrana, hverjar sem þær eru, því jafnrétti er ekki jafnrétti nema það nái til allra, en ekki bara til ákveðinna hópa.

Skoðun
Fréttamynd

Leggjum niður hugvísindi!

Til hvers eru hugvísindi starfrækt við háskóla? Til hvers að verja fjármunum í það að ungt fólk (og jafnvel eldra) sói mörgum dýrmætum árum í það að tileinka sér bókmenntir, heimspeki, málvísindi, tungumál, sagnfræði, trúarbragðafræði og fleira af þessum toga?

Skoðun
Fréttamynd

Leikskóli eða gæsla, hvað vilja foreldrar?

Það eru miklar umræður um leikskólamál þessa dagana. Hún er skiljanleg og þörf en nauðsynlegt er að eiga hana á réttum forsendum. Þegar leikskólamál eru rædd, verðum við að muna að leikskólinn er fyrsta skólastigið og um hann gilda lög og reglur. Leikskóli og önnur úrræði sem myndu frekar kallast gæsa eiga því ekki heima saman.

Skoðun
Fréttamynd

Að taka ekki næsta skref

Nokkur umræða hefur spunnist í kringum fyrirhugaða lokun upplýsinga- og ráðgjafarvefjarins Næsta skref.is. Sú ákvörðun að loka vefnum var öllum sem að komu erfið enda er hann í mikilli notkun meðal almennings, hjá símenntunarmiðstöðvum og innan formlega skólakerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað svo? Um leik­skóla­mál í Reykja­vík

Leikskólamál í Reykjavík eru núna í brennidepli. Fyrir því eru frekar einfaldar ástæður. Að loknu 12 mánaða fæðingarorlofi hafa margir foreldrar í höfuðborginni ekki aðgang að dagvistunarúrræði fyrir börnin sín. Afleiðingar þess fyrir fjárhag heimilisins geta orðið umtalsverðar. 

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er óskiljanleg ráðstöfun“

Formaður Félags náms- og starfsráðgjafa segir veigamikið verkfæri tekið úr sambandi með lokun upplýsinga og ráðgjafavefsins Næsta skref. Ráðgjafar séu bæði ósáttir og undrandi þar sem vefurinn hafi verið mikið notaður og fallið vel í kramið. Stjórnvöld þurfi að koma að málinu, finna stað fyrir vefinn og tryggja fjármagn en arðsemi vefsins sé ekki mældur í peningum.

Innlent
Fréttamynd

Gabríel Douane dæmdur í tveggja ára fangelsi

Gabríel Douane hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir þátt sinn í Borgarholtsskólamálinu svokallaða og tvær aðrar líkamsárásir. Þrír ungir karlmenn fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm en einn ákærðu var sýknaður. 

Innlent
Fréttamynd

Forgangsröðum í þágu menntunar

Á nýafstöðnum landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs voru samþykktar tvær ályktanir um menntamál. Í annarri er lýst yfir þungum áhyggjum af starfsaðstæðum í skólum landsins. Víða hefur skólahúsnæði verið lokað vegna myglu og annarra vandamála og mikið álag er í leik- og grunnskólum vegna undirmönnunar.

Skoðun
Fréttamynd

„Eiga börnin bara að fá pláss einhvers staðar hjá einhverjum?“

Hópur leikskólakennara í Reykjavík birti í dag grein á Vísi sem vakið hefur mikla athygli. Þar gagnrýna kennarar og starfsfólk leikskóla borgaryfirvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. Leysa verði vandann inni á leikskólunum áður en leikskólavandinn sjálfur verður leystur. Kennararnir segja umræðu um leikskóla einungis fara fram á forsendum atvinnulífs og foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólavandinn?

Það þarf að leysa vanda leikskólanna áður en leikskólavandi borgarinnar, eins og hann er kallaður, verður leystur. Fulltrúar borgarinnar í fjölmiðlum eru að reyna að svara mótmælum frá foreldrum og atvinnulífi en gleyma að líta inn á leikskólana sjálfa og sjá raunverulega vandann sem er jú þeirra að leysa.

Skoðun
Fréttamynd

Sama um hönnunar­verð­laun á meðan börnin sitja heima

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins.

Innlent
Fréttamynd

Kemur til greina að lengja enn frekar fæðingarorlof

Barnamálaráðherra boðar endurskoðun leikskólalaga og til greina komi að lengja fæðingarorlof. Foreldrar og börn mættu enn á ný í Ráðhús Reykjavíkur í dag til að pressa á borgarstjórn að leysa úr leikskólavandanum.

Innlent
Fréttamynd

Vísindin á bak við lesfimipróf

Góð lesfimi birtist í því að geta lesið af nákvæmni, jöfnum hraða og með réttum áherslum. Hún sýnir hvort barn hefur náð góðum tökum á umskráningu stafa yfir í hljóð og geti lesið bæði kunn og ókunn orð hratt og án fyrirhafnar.

Skoðun
Fréttamynd

Gjald­felling leik­skóla­stigsins er ekki lausnin

Það er ótrúlega dapurt að heyra enn eina umræðuna um vöntun leikskólaplássa í Reykjavík í fjölmiðlum. Í Kastljós mættu Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og ræddu þessi mál. Mér sem leikskólastjóra fannst gott að hlusta á Árelíu sem virðist að einhverju leyti skilja vandann sem þessi mál eru í.

Skoðun
Fréttamynd

Hætta starf­semi ung­menna­búða á Laugar­vatni

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur ákveðið að hætta starfsemi ungmennabúða á Laugarvatni. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að rekja megi ákvörðunina til myglu og rakaskemmda sem fundust í febrúar á þessu ári. 

Innlent