Vaktin: Hvalveiðar hefjast að nýju Hvalveiðar hefjast á ný á morgun. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um hvalveiðar sem verða með strangara eftirlit en áður. Innlent 31. ágúst 2023 09:52
Dagskrá riðlast vegna seinkunar á flugi Flugi Icelandair frá Reykjavík til Egilsstaða seinkaði um eina og hálfa klukkustund í morgun. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru um borð en sumarfundur ríkisstjórnarinnar fer fram á Egilsstöðum í dag. Reiknað er með því að matvælaráðherra tilkynni um ákvörðun sína varðandi hvalveiðar á fundinum. Innlent 31. ágúst 2023 09:09
Ætlar að tvöfalda uppbyggingu til að bregðast við niðursveiflu Framboð á nýjum íbúðum virðist vera að dragast saman þrátt fyrir að ríki og borg hafi gert með sér tímamótasamkomulag á síðasta ári um fjölgun þeirra. Innviðaráðherra segist ætla að tvöfalda uppbyggingu leiguíbúða á næstu þremur árum. Innlent 30. ágúst 2023 21:39
Segir Vinstri græn hafa gert brotthvarf sitt að skilyrði Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að þingmenn og ráðherrar Vinstri grænna hafi gert kröfu um það að hann viki úr ríkisstjórn gegn því að verja hann gegn vantrauststillögu sem lögð var fram á þingi í vor. Hann segist ekki ætla að vera meðsekur með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra í hvalveiðimálinu og telur hana hafa gerst brotlega við lög. Innlent 30. ágúst 2023 18:38
Svandís greinir frá ákvörðun um hvalveiðar á Egilsstöðum Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að greina frá ákvörðun sinni varðandi framhald hvalveiða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Þetta staðfestir Dúi Landmark upplýsingafulltrúi í matvælaráðuneytinu. Um er að ræða sumarfund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Egilsstöðum. Innlent 30. ágúst 2023 14:03
Færðu rétt greiddan lífeyri frá Tryggingastofnun? Ef þú ert bæði að fá ellilífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun Ríkisins (TR) og líka greiðslur úr lífeyrissjóði þá ert þú mjög líklega að fá of litlar greiðslur frá TR. Af hverju? Skoðun 30. ágúst 2023 10:00
Bjarni and the iron lady I write the following as someone raised in a working class family in the north of England. A place where the name of Margaret Thatcher is spoken with revulsion, hatred and contempt for what she did to our communities, our country, and the working class as a whole. Skoðun 30. ágúst 2023 08:30
Stefna Miðflokksins í málefnum útlendinga er skýr Það er merki um sterka málefnastöðu Miðflokksins þegar andstæðingar hans í stjórnmálum hoppa á vagna sem flokkurinn hefur dregið all lengi oftast einn. Er þakkarvert og styrkur að því að aðrir taki undir málefni sem barist hefur verið fyrir um árabil. En það er líka merki um hugmyndafátækt og kjarkleysi pólitískra andstæðinga þegar þeir stökkva til og þramma braut sem aðrir hafa rutt. Skoðun 30. ágúst 2023 08:01
Pólitískt meðvitundarleysi ríkisstjórnar Í sumar hefur lítið heyrst frá ríkisstjórninni annað en hávær rifrildi innan úr stjórnarráðinu. Á sama tíma glímir almenningur við raunverulegan vanda. Vaxtahækkanir og verðbólga rýra ráðstöfunartekjur og óvissan um framhaldið er mikil. Skoðun 30. ágúst 2023 07:30
Eins og óhamingjusöm hjón sem rífast alltaf úti á svölum Þingmaður Viðreisnar líkir stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins við afar óhamingjusöm hjón. Ráðherrar þurfi að hætta að rífast og fara að hugsa um fólkið í landinu. Innlent 30. ágúst 2023 06:48
Væntir þess að bankastjórar láti neytendur njóta hagræðingar Verðskrár viðskiptabankanna eru flóknar og ógagnsæjar og stofna ætti vefsíðu þar sem neytendur geta gert verðsamanburð. Þetta er meðal þess sem starfshópur um greiningu og arðsemi íslensku bankanna leggur til í nýrri skýrslu. Viðskipti innlent 29. ágúst 2023 22:31
Ólga meðal útgerðarinnar vegna tillagna ráðherra Matvælaráðherra ætlar að hækka veiðigjald, auka gagnsæi í sjávarútvegi og leggur til auðlindaákvæði í stjórnarskrá. SFS gagnrýnir áætlanir um hækkunina. Ráðherrann veitist að meðalstórum útgerðafyrirtækjum, segir talsmaður þeirra Innlent 29. ágúst 2023 19:01
Ýmislegt bendi til þess að bankar geti lækkað álagningu Ýmis atriði gefa vísbendingar um möguleika bankanna til aukinnar arðsemi eða lækkunar álagningar. Þetta segir í niðurstöðu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra í skýrslu um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna. Neytendur 29. ágúst 2023 17:29
Kanónur létu sjá sig á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins Fjöldi Sjálfstæðismanna mætti á Flokksráðsfund flokksins sem fram fór um helgina. Flokksráðið er æðsta stofnun flokksins utan landsfunda, en í því eiga sæti rúmlega sex hundruð fulltrúar. Lífið 29. ágúst 2023 17:00
Bein útsending: Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra stendur fyrir rafrænum fundi um málefni fatlaðs fólks sem hefst núna klukkan 17. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. Innlent 29. ágúst 2023 16:31
Þingmaður leysir út lögmannsréttindin Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur endurnýjað lögmannsréttindi sín. Innlent 29. ágúst 2023 16:00
„Bein afleiðing skipulags með ofuráherslu á einkabílaumferð“ Borgarstjóri segir að ógnarlangar bílaraðir undanfarna morgna á höfuðborgarsvæðinu vera beina afleiðingu skipulags með ofuráherslu á einkabílaumferð og áherslna sem voru lengst af ofan á á höfuðborgarsvæðinu, allt frá árinu 1960 eða svo. Innlent 29. ágúst 2023 14:50
„Þau verða bara að tala saman“ Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún ætli að viðhalda veiðibanni á stórhvölum. Hún segist stefna á að taka ákvörðun sem fyrst en starfsmenn ráðuneytis hennar séu að vinna úr skýrslu sem birt var í gær um frávik við veiðar á hvölum. Innlent 29. ágúst 2023 14:29
Verkefni af þessari stærðargráðu þurfi að vinna með faglegum hætti Formaður BHM telur mikilvægt að áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri fari fram með faglegum hætti og sé studd með málefnalegum rökum Innlent 29. ágúst 2023 13:24
Leggja til auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fínpússun á veiðigjaldi Kvótakerfinu verður viðhaldið og veiðigjald verður að miklu leyti óbreytt fari stjórnvöld að tillögum starfshóps sem matvælaráðherra fól að gaumgæfa stöðu sjávarútvegarins. Hópurinn leggur til að sameign þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni verði lögfest í stjórnarskrá. Innlent 29. ágúst 2023 13:16
Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. Innlent 29. ágúst 2023 12:21
Segist voða lítið í „ef“ spurningum Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Framsóknar við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að vantrausti verði lýst yfir á hendur ráðherranum og sú tillaga mögulega studd af Sjálfstæðismönnum. Innlent 29. ágúst 2023 12:18
Bein útsending: Starfshópar Svandísar kynna sjálfbærni í sjávarútvegi Starfshópar verkefnisins Auðlindin okkar munu kynna niðurstöður sínar er varða sjálfbærni í sjávarútvegi. Hægt verður að fylgjast með streymi af fundinum í spilaranum hér fyrir neðan. Innlent 29. ágúst 2023 11:46
Leggja taugaóstyrkir Sjálfstæðismenn ef til vill sjálfir fram vantraust? „Sjálfstæðisflokkurinn er farinn á taugum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar um stöðu stjórnarsamstarfsins. Tilefnið eru vangaveltur um mögulegt vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Innlent 29. ágúst 2023 11:46
DiCaprio hvetur Ísland til að banna hvalveiðar alfarið Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag. Erlent 29. ágúst 2023 09:02
Elliði telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram gegn Svandísi Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, telur að vantrauststillaga verði lögð fram gegn Svandísi Svavarsdóttur á haustþingi ef Umboðsmaður Alþingis kemst að þeirri niðurstöðu að hún hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði hvalveiðum. Innlent 29. ágúst 2023 06:37
„Harðasta stjórnarandstaðan í landinu er inni í ríkisstjórninni“ Prófessor í stjórnmálafræði segir matvælaráðherra í mjög þröngri stöðu hvað varðar ákvörðun um hvalveiðar. Frestun á leyfi til hvalveiða rennur út á föstudag. Þá segir hann alvarlega bresti í ríkisstjórnarsamstarfinu komna í ljós. Innlent 28. ágúst 2023 21:38
Ekki nóg að bæta bara strætó Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. Innlent 28. ágúst 2023 19:05
Tillögur og úrbætur til þess fallnar að hafa áhrif á árangur hvalveiða Starfshópur, sem matvælaráðherra skipaði í júní til að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Innlent 28. ágúst 2023 16:47
Skrifar forsætisráðherra bréf og hvetur til formannafundar Formaður Viðreisnar hefur sent Katrínu Jakobsdóttur bréf þess efnis að hún beiti sér fyrir formlegum viðræðum formanna allra flokka á Alþingi til að kanna möguleika á breiðri samstöðu um lögggjöf um útlendinga. Lífskjör á Íslandi verði mjög háð erlendu vinnuafli á komandi árum. Innlent 28. ágúst 2023 15:30