Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 5. nóvember 2024 14:31 Þrjár af fjórum ríkisstjórnum sem setið hafa að völdum frá árinu 2013 hafa sprungið með látum á miðju kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í þeim öllum. Glundroðinn sem fylgir Sjálfstæðisflokknum undir forystu Bjarna Benediktssonar blasir við og það er eins og hver önnur öfugmælavísa þegar forsvarsmenn flokksins klifa á því að atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum sé ávísun á stöðugleika og festu þegar Sjálfstæðisflokkurinn er beinlínis andlit óstöðugleikans. Glundroði og óstjórn Sjálfstæðisflokksins, þar sem flokkshagsmunir vega þyngra en almannahagur, bitna á hagstjórn og innviðum. Óstjórn Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum Eftir sjö ára stjórnarsetu fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG er staðan í efnahagsmálum sú að stýrivextir hafa verið um eða yfir 9% í meira en ár, verðbólga yfir markmiði í 4 ár og áætlanir ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að ríkið verði rekið með halla í 9 ár. Á þessu tímabili hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst af farið með stjórn fjármálaráðuneytisins og vinnubrögðin eru með þeim hætti að heimilin í landinu borguðu 40 milljörðum meira í húsnæðisvexti í fyrra en þau gerðu árið 2021. Hér er einfaldlega um að ræða ofurskatt á ungt fólk og alla sem skulda - allt í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar. En formaður Sjálfstæðisflokksins sker út grasker. Innviðir grotna niður á vakt Sjálfstæðisflokksins Innviðir okkar hafa líka fengið að kenna á glundroða og slæmri hagstjórn Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa grotnað niður á þessu tímabili á vakt Sjálfstæðisflokksins og það er sama hvar borið er niður; heilbrigðismál, menntamál, umönnun eldra fólks, kerfin sem eiga að hlúa að börnum og ungmennum í vanda, samgöngumál, orkumál og þannig mætti áfram telja. Öll þessi kerfi og innviðir hafa látið á sjá og það eina sem blasir við okkur er stöðnun og úrræðaleysi. Sjálfstæðisflokkur lofar skattalækkun en eykur kostnað heimilanna Fyrir utan að skera út grasker þá býður Sjálfstæðisflokkurinn áfram upp á sama innihaldslausa og óábyrga málflutninginn þar sem hvoru tveggja er lofað; skattalækkunum og eflingu innviða. En verkin sýna merkin. Frá 2013 hefur Sjálfstæðisflokkurinn þyngt skattbyrði vinnandi fólks og hækkað kostnað heimilanna með háum vöxtum og mikilli verðbólgu. Á hinn bóginn leggur Samfylkingin fram plan um ábyrgar og raunhæfar lausnir. Til þess að kveða niður vexti og verðbólgu verður að ná aftur styrkri stjórn á ríkisfjármálunum, koma húsnæðismarkaðnum í fastari skorður og leggja grunn að hagvexti sem ekki er knúinn áfram af fólksfjölgun heldur aukinni framleiðni. Jafnaðarfólk veit að kraftmikil verðmætasköpun og ábyrg hagstjórn verður að fara saman með sterkri velferð svo að vel takist til við stjórn landsins. Samfylkingin er með plan og við erum tilbúin Það er kominn tími á breytingar og nýtt upphaf. Samfylkingin er tilbúin. Undir traustri forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt flokknum, vinnubrögðunum og farið aftur í kjarnann. Við opnuðum flokkinn upp á gátt, héldum fjölda funda vítt og breitt um landið og í samstarfi við fólkið í landinu lögðum við grunninn að áherslum okkar og forgangsröðun fyrir næstu tvö kjörtímabil. Skýrir valkostir - glundroði Sjálfstæðisflokksins eða skýrt plan Samfylkingarinnar Valkostirnir í þessum kosningum gætu ekki verið skýrari; áframhaldandi glundroði Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkshagsmunir vega þyngra en almannahagsmunir eða stefnufesta og skýrt plan Samfylkingarinnar með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar með almannahag að leiðarljósi. Samfylkingin er með plan og við erum tilbúin. Höf. er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þrjár af fjórum ríkisstjórnum sem setið hafa að völdum frá árinu 2013 hafa sprungið með látum á miðju kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í þeim öllum. Glundroðinn sem fylgir Sjálfstæðisflokknum undir forystu Bjarna Benediktssonar blasir við og það er eins og hver önnur öfugmælavísa þegar forsvarsmenn flokksins klifa á því að atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum sé ávísun á stöðugleika og festu þegar Sjálfstæðisflokkurinn er beinlínis andlit óstöðugleikans. Glundroði og óstjórn Sjálfstæðisflokksins, þar sem flokkshagsmunir vega þyngra en almannahagur, bitna á hagstjórn og innviðum. Óstjórn Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum Eftir sjö ára stjórnarsetu fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG er staðan í efnahagsmálum sú að stýrivextir hafa verið um eða yfir 9% í meira en ár, verðbólga yfir markmiði í 4 ár og áætlanir ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að ríkið verði rekið með halla í 9 ár. Á þessu tímabili hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst af farið með stjórn fjármálaráðuneytisins og vinnubrögðin eru með þeim hætti að heimilin í landinu borguðu 40 milljörðum meira í húsnæðisvexti í fyrra en þau gerðu árið 2021. Hér er einfaldlega um að ræða ofurskatt á ungt fólk og alla sem skulda - allt í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar. En formaður Sjálfstæðisflokksins sker út grasker. Innviðir grotna niður á vakt Sjálfstæðisflokksins Innviðir okkar hafa líka fengið að kenna á glundroða og slæmri hagstjórn Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa grotnað niður á þessu tímabili á vakt Sjálfstæðisflokksins og það er sama hvar borið er niður; heilbrigðismál, menntamál, umönnun eldra fólks, kerfin sem eiga að hlúa að börnum og ungmennum í vanda, samgöngumál, orkumál og þannig mætti áfram telja. Öll þessi kerfi og innviðir hafa látið á sjá og það eina sem blasir við okkur er stöðnun og úrræðaleysi. Sjálfstæðisflokkur lofar skattalækkun en eykur kostnað heimilanna Fyrir utan að skera út grasker þá býður Sjálfstæðisflokkurinn áfram upp á sama innihaldslausa og óábyrga málflutninginn þar sem hvoru tveggja er lofað; skattalækkunum og eflingu innviða. En verkin sýna merkin. Frá 2013 hefur Sjálfstæðisflokkurinn þyngt skattbyrði vinnandi fólks og hækkað kostnað heimilanna með háum vöxtum og mikilli verðbólgu. Á hinn bóginn leggur Samfylkingin fram plan um ábyrgar og raunhæfar lausnir. Til þess að kveða niður vexti og verðbólgu verður að ná aftur styrkri stjórn á ríkisfjármálunum, koma húsnæðismarkaðnum í fastari skorður og leggja grunn að hagvexti sem ekki er knúinn áfram af fólksfjölgun heldur aukinni framleiðni. Jafnaðarfólk veit að kraftmikil verðmætasköpun og ábyrg hagstjórn verður að fara saman með sterkri velferð svo að vel takist til við stjórn landsins. Samfylkingin er með plan og við erum tilbúin Það er kominn tími á breytingar og nýtt upphaf. Samfylkingin er tilbúin. Undir traustri forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt flokknum, vinnubrögðunum og farið aftur í kjarnann. Við opnuðum flokkinn upp á gátt, héldum fjölda funda vítt og breitt um landið og í samstarfi við fólkið í landinu lögðum við grunninn að áherslum okkar og forgangsröðun fyrir næstu tvö kjörtímabil. Skýrir valkostir - glundroði Sjálfstæðisflokksins eða skýrt plan Samfylkingarinnar Valkostirnir í þessum kosningum gætu ekki verið skýrari; áframhaldandi glundroði Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkshagsmunir vega þyngra en almannahagsmunir eða stefnufesta og skýrt plan Samfylkingarinnar með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar með almannahag að leiðarljósi. Samfylkingin er með plan og við erum tilbúin. Höf. er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun