Sjálfstæðisflokkurinn sé skíthræddur við Kristrúnu Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, segir að Sjálfstæðisflokkurinn óttist Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar. Að hans sögn endurspeglast það í skrifum aðstoðarmanns dómsmálaráðherra um viðtal við formanninn. Innlent 22. maí 2023 22:52
Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. Innlent 22. maí 2023 20:03
Fylgi Samfylkingar nærri þrefaldast frá kosningum Enn eykst fylgi Samfylkingar sem mælist nú tuttugu og sjö prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgið hefur nærri þrefaldast frá síðustu kosningum þegar flokkurinn hlaut 9,9 prósent atkvæða. Innlent 22. maí 2023 19:29
Ríkisstjórnin verði að dempa áfallið sem hlýst af vaxtahækkunum Formanni Samfylkingarinnar finnst ekki ólíklegt að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á miðvikudag líkt og greiningaraðilar eru á einu máli um. Hún hefur ekki gefið upp von um að ríkisstjórnin dempi höggið sem heimilin finna fyrir þessar þrjár síðustu vikur þingsins. Auknar vaxtabætur og leigubremsa þurfi að koma til svo hægt verði að verja heimilin í þessu viðkvæma efnahagsástandi. Innlent 22. maí 2023 13:01
Djöflaeyjan, raunveruleikaþáttur í boði ríkisstjórnar Allflestir íslendingar kunna þríleik Einars Kárasonar um Djöflaeyjuna, Gulleyjuna og Fyrirheitna landið utanbókar. Þríleikurinn sem öllu jöfnu er nefnd Djöflaeyjan er nýtt sem kennsluefni í skólum, hún sviðsett í áhuga- sem og atvinnuleikhúsum og auk þess hefur verið gerð um hana bíómynd. Bækur, leikrit og bíómynd sem slegið hafa öll vinsældamet. Skoðun 22. maí 2023 08:01
Gömlu stefnumálunum pakkað ofan í pappakassa Talsmenn allra flokka á þingi mættu í Silfrið á RÚV í dag til að fara yfir veturinn. Aðallega var tekist á um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við verðbólgu og húsnæðisvandanum sem vofir yfir. Innlent 21. maí 2023 14:06
Að skilja engan eftir? Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með ríkisstjórnina og sérstaklega á félags- og vinnumarkaðsráðherra að sýna, ekki aðeins í orði heldur í verki, vilja sinn til að tryggja fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir tækifæri til menntunar en skilja það ekki eftir, eins og nú er gert. Skoðun 20. maí 2023 15:00
Lýst eftir fjármálaráðherra Aukinnar svartsýni gætir nú á fjármálamörkuðum um þróun verðbólgu. Gert er ráð fyrir að hún verði enn yfir 6% eftir ár. Hið sama má sjá í áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem segir að vextir gætu þurft að hækka enn frekar frá því sem nú er. Skoðun 20. maí 2023 12:00
Hættir sem formaður ef Samfylkingin kemst ekki í ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta sem formaður ef flokkur hennar kemst ekki í ríkisstjórn að loknum næstu kosningum. Hún útilokar ekki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki, en viðurkennir að samstarf með flokknum myndi reynast erfitt. Innlent 20. maí 2023 10:29
Spírallinn heldur áfram Það er ekkert sérstaklega uppörvandi að sjá hvernig tónninn er að breytast hjá þeim sem hafa það að atvinnu að reyna að sjá fyrir vaxta og verðbólguþróun hér á Íslandi. Fyrirsögn á rúv.is á dögunum segir kannski alla söguna „orðnir svartsýnni á þróun verðbólgunnar“. Skoðun 20. maí 2023 09:01
„Þetta er blaut tuska í andlitið á Þóru Melsteð stofnanda Kvennaskólans“ Fyrirhugaðri sameiningu Menntaskólans við Sund og Kvennaskólans í Reykjavík var harðlega mótmælt á fjöldafundi í dag. Nemendur og kennarar skoruðu á menntamálaráðherra að falla frá hugmyndinni; menningarverðmæti beggja skóla muni glatast við samrunann. Innlent 19. maí 2023 23:01
Stóraukið myndavélaeftirlit í miðborginni Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti. Innlent 19. maí 2023 19:45
Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. Innlent 19. maí 2023 18:46
Farið fram á nauðungarsölu á heimili borgarfulltrúa Skatturinn hefur óskað eftir nauðungarsölu á heimili Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, í Vesturbæ Reykjavíkur, Kjartan segir að beiðnina megi rekja til skattskuldar sem varð til á meðan hann var utan borgarstjórnar. Innlent 19. maí 2023 15:23
Takmörk fyrir fjölda blómakerja sem „spretti upp eins og gorkúlur“ Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir að eins mikið og hún hafi gaman af blómum þá séu takmörk fyrir því hvað rétt sé að koma upp mörgum blómakerjum í borgarlandinu. Borgin gerir ráð fyrir að áfram verði unnið að uppsetningu blómakerja í borgarlandinu. Innlent 19. maí 2023 14:40
Óvinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum. Innlent 19. maí 2023 12:06
63 prósent landsmanna andvíg því að lækka kosningaaldur í 16 ár 63 prósent landsmanna eru andvíg því að lækka kosningaaldur úr 18 árum í 16 ár en 18 prósent eru hlynnt breytingunni. 19 prósent segjast hvorki hlynnt né andvíg. Innlent 19. maí 2023 10:25
Vinstri grænum svelgist á áfengismálum Jóns Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra telur ekki ósennilegt að tekið hafi sig upp afdalamennska og gömul forræðishyggja meðal samstarfsflokka Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórninni. Innlent 19. maí 2023 07:00
Forsætisráðherra Úkraínu segir að sækja verði stríðsglæpamenn til saka Forsætisráðherra Úkraínu segir það mikilvægt fyrsta skref að Evrópuráðið hafi ákveðið í dag að hefja skipulega skráningu á því tjóni sem Rússar hafa valdið Úkraínu með innrás sinni í landið. Næsta skref sé að stofna bótasjóð og að lokum verði að sækja alla glæpamenn stríðsins til saka. Innlent 17. maí 2023 20:59
Efnahagsnefnd vill samþykkja Seðlabankafrumvarpið í óbreyttri mynd Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur lagt til að frumvarp, sem felur meðal annars í sér að seðlabankastjóri gegni formennsku fjármálaeftirlitsnefndar bankans í stað varaseðlabankastjóra, verði samþykkt í óbreyttri mynd. Innherji 17. maí 2023 15:20
Öruggasti pylsuvagn í heimi Upplifunin af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í vikunni olli við fyrstu sýn nokkrum vonbrigðum, nema þá kannski einna helst áhugafólki um sviðslistir. Skoðun 17. maí 2023 14:30
Katrín sökuð um að flissa með fasistum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir móttöku sína á Girogiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Vel fór á með þeim á móttöku Leiðtogafundarins í Hörpu í gær og hefur Katrín verið sökuð um að vingast við fasista. Innlent 17. maí 2023 13:32
Talið víst að Jens Garðar verði næsti framkvæmdastjóri SA Samkvæmt heimildum Vísis er talið næsta víst að Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austfjarða hf. og Laxa fiskeldis hf. verði fyrir valinu sem næsti framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mikið er undir. Viðskipti innlent 17. maí 2023 12:12
Lokayfirlýsingin stutt en nái vel utan um grundvallaratriðin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lokayfirlýsing leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík verði fremur stutt en nái vel utan um þau grundvallaratriði sem um umfjöllunar séu. Hún segir það flókið mál að koma sjónarmiðum 46 ríkja saman í eina yfirlýsingu og að hún hafi tekið breytingum fram á síðasta dag. Innlent 17. maí 2023 09:57
„Þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir leiðtogafundinn í Hörpu hafa gengið vel í gær. Hún segir gott að geta átt raunveruleg samtöl við leiðtogana í stað þess að skiptast á fyrirframskrifuðum ávörpum. Það sé eitthvað sem ætti að gera oftar. Innlent 17. maí 2023 09:43
Vopnvæðum öryggi? Á undanförnum 4 árum hefur lögreglan keypt varnarbúnað fyrir 230 milljónir króna samkvæmt opnirreikningar.is. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur 112 milljónum verið varið í varnarbúnað. Skoðun 17. maí 2023 08:00
Langþráðri niðurstöðu náð Þau ánægjulegu tíðindi bárust seinni partinn í gær að sættir hafi náðst vegna fyrirhugaðrar löggjafar ESB um losunarheimildir á flugferðir. Skoðun 17. maí 2023 07:01
„Þá þarf hún bara að biðja lögfræðingana um breyta kerfinu með sér“ Rúmlega hundrað manns á öllum aldri mættu í miðbæ Reykjavíkur í dag til að mótmæla hvalveiðum á sama tíma og þjóðarleiðtogarnir mættu í Hörpu. Einn skipuleggjanda segir lög hafa verið brotin og ráðherra geti ekki leyft því að viðgangast út þetta veiðiár. Innlent 16. maí 2023 22:21
Leiðtogafundur Evrópuráðsins Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í dag. Það hefur ekki farið fram hjá neinum enda um sögulegan viðburð að ræða. Skoðun 16. maí 2023 21:31
Stoltur gestgjafi Í dag er stór dagur í sögu Íslands en einnig stór dagur í sögu Evrópuráðsins þegar leiðtogar aðildarríkja Evrópuráðsins funda hér á landi, en aðeins þrisvar sinnum áður hafa leiðtogarnir komið saman til fundar frá stofnun ráðsins. Skoðun 16. maí 2023 16:01