Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Á sið­ferði heima í stjórn­málum?

„Það má ekkert lengur” er yfirskrift átaks sem starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK setti í loftið nú á haustmánuðum til þess að vekja athygli á þeirri skekkju sem felst í slíkum hugsunar­hætti og af­vopna þau sem nota hann til þess að af­saka og við­halda rót­gróinni mis­beitingu valds á vinnu­stöðum.

Skoðun
Fréttamynd

Fliss Katrínar og Sigmundar vekur upp spurningar

Augnablik þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins pískra sín á milli á meðan Inga Sæland fer mikinn um útlendingamál hefur vakið athygli.

Lífið
Fréttamynd

Gleðilegt Evrópuár!

Það var ánægjulegt að ein fyrsta frétt ársins var um framsýni og þrautseigju Króata. Um áramótin tóku þeir upp Evru og gengu í Schengen-samstarfið eftir góðan og krefjandi undirbúning. Fyrir 12 árum síðan vorum við Íslendingar einnig umsóknarríki að Evrópusambandinu. Ætluðum jafnvel að vera á undan Króötum með aðild og upptöku Evru. En nú er öldin önnur.

Skoðun
Fréttamynd

Áformar að gefa út ríkisbréf fyrir 140 milljarða og skoðar erlenda fjármögnun

Ríkissjóður, sem verður rekinn með um 120 milljarða króna halla á árinu 2023 samkvæmt fjárlagafrumvarpi, áformar að mæta fjárþörf sinni með útgáfu ríkisbréfa fyrir um 140 milljarða króna. Það er litlu lægri fjárhæð en heildarútgáfa ársins 2022 en í ársáætlun lánamála ríkissjóðs segir að til greina komi að gefa út skuldabréf erlendis eða ganga á gjaldeyrisinnstæður ríkisins í Seðlabankanum til að mæta að hluta lánsfjárþörfinni á þessu ári.

Innherji
Fréttamynd

Hafnar ásökunum um leyndarhyggju og einræðistilburði

Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir ásakanir Sjálfstæðismanna um leyndarhyggju og einræðistilburði órökstuddar og óskiljanlegar. Ekki sé hægt að ræða málefni Ljósleiðarans á opnum fundum þar sem trúnaður ríki um málið innan rýnihóps. 

Innlent
Fréttamynd

Minni­hlutinn „bara að þyrla upp ryki“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar í tvígang. Oddviti Framsóknar í borginni segir minnihlutann aðeins vera að þyrla upp ryki.

Innlent
Fréttamynd

Marta sakar full­trúa meiri­hlutans um ein­ræðis­til­burði

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi.

Innlent
Fréttamynd

Björn Leví hrósaði Bjarna Benediktssyni

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata hefur aldrei talað við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Í um átta ár hafa þeir deilt á þingi um ýmislegt en aldrei hefur komið til þess að þeir ræði saman á persónulegum nótum.

Lífið
Fréttamynd

Klökknaði yfir stuðningi vegna áfalls á árinu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist hafa fundið fyrir stuðningi frá fólki úr öllum stjórnmálaflokkum eftir að hún varð fyrir því áfalli á árinu að missa systur sína, Karitas H. Gunnarsdóttur. 

Lífið
Fréttamynd

Hrós­hringur þing­manna: „Maðurinn er mjög þrjóskur“

Þingmenn voru fengnir til að fara í „hróshring“ í Kryddsíld Stöðvar 2. Björn Leví Gunnarsson, sem jafnan hefur gagnrýnt fjármálaráðherra harðlega, var fenginn til að hrósa Bjarna Benediktssyni. Sigmundur Davíð fékk svo það hlutverk að hrósa Birni Leví.

Lífið
Fréttamynd

Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra

Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Frelsið 2022

Ég mun seint þreytast á að að vera talsmaður hverskyns frelsismála hversu lítilvæg þau kunna að hljóma. Á umliðnu þingári var gleðilegt að ekki eingöngu voru fleiri frelsismál sett á dagskrá af ríkisstjórninni en yfirleitt heldur tóku þau undantekningalítið breytingum í frelsisátt eftir að þingið fékk þau í sínar hendur. Á síðasta degi ársins finnst mér við hæfi að stikla á þessum málum til að minna á að þau skipta máli.

Skoðun
Fréttamynd

Segir skárra að fá í sig raf­straum en kylfu­högg

Formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn fagna ákvörðun dómsmálaráðherra um að breyta reglugerð til þess að heimila lögreglunni að bera svokölluð rafvarnarvopn, sem í daglegu tali eru kölluð rafbyssur. 

Innlent
Fréttamynd

Álag á heilbrigðiskerfið

Á landið herja lægðir og á landann herja ýmsar veirusýkingar. Inflúensan mætti snemma í ár og SARS-CoV-2 heldur ótrauð sínu striki. Veður og veirur þessa árstíma reyna verulega á Landspítala og heilbrigðiskerfið allt er undir miklu álagi.

Skoðun
Fréttamynd

Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi.

Innlent
Fréttamynd

Ár uppbyggingar og mikilla áskorana

Árið 2022 hefur verið ár mikillar uppbyggingar í borginni en líka fordæmalausra skakkafalla sem hafa seinkað fyrirætlunum um bætta þjónustu. Hvergi hefur þetta birst með eins skýrum hætti og í leikskólamálunum þar sem fleiri nýir leikskólar opnuðu en nokkru sinni fyrr en að sama skapi fækkaði til muna nýtanlegum plássum í leikskólum vegna viðhaldsframkvæmda og vinnu við að fjarlægja rakaskemmdir og myglu.

Skoðun
Fréttamynd

Leggja til tólf milljónir í meira Sjúktspjall

Forsætisráðuneytið og Stígamót hafa gert samstarfssamning um framhald verkefnisins Sjúktspjall. Um er að ræða nafnlaust netspjall þar sem ungmenni á aldrinum 13-20 ára geta rætt við ráðgjafa Stígamóta um kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum.

Innlent
Fréttamynd

Ó­breytt staða í borgar­stjórn

Nýtt kjörtímabil hófst á árinu og stimplaði Flokkur fólksins sig aftur inn í borgarstjórn. Vonir okkar í Flokki fólksins stóðu til að fá tækifæri til að komast í meirihluta borgarstjórnar til þess að geta tekið þátt í ákvörðunum sem leiða mættu til bættra lífskjara hinna verst settu og þeirra sem standa höllum fæti. Það varð hins vegar ekki hlutskiptið að þessu sinni í það minnsta.

Skoðun