Eyþór nýr oddviti í Vestmannaeyjum Eyþór Harðarson er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum eftir prófkjör flokksins þar í dag. Hann hlaut 597 atkvæði í 1. sætið, eða 67,2 prósent atkvæða. Innlent 26. mars 2022 23:34
Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi. Innlent 26. mars 2022 22:34
Handboltakempan Heimir leiðir Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri Heimir Örn Árnason, deildarstjóri í Naustaskóla og handboltaþjálfari, er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Innlent 26. mars 2022 22:10
Samþykktu sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps Tillaga um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps var samþykkt í íbúakosningum í dag. Innlent 26. mars 2022 20:25
Sameining samþykkt við Breiðafjörð Íbúar Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar á Snæfellsnesi hafa samþykkt tillögu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Innlent 26. mars 2022 20:17
Vill fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg Fjármálaráðherra telur að fara þurfi mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Innviðaráðherra segir ekki ráðlegt að ráðast í afglæpavæðingu neysluskammta áður en önnur úrræði séu líka tilbúin. Innlent 26. mars 2022 18:46
Ekkert að gerast í nýjasta hverfi borgarinnar: Vill bakarí, lágvöruverslun, ísbúð, pítsustað, bar og kaffihús Íbúa á Hlíðarenda í Reykjavík er farið að lengja eftir verslun og þjónustu í hverfið sitt. Þúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði standa auðir. Innlent 26. mars 2022 15:10
Miðflokkurinn hættir við félagaprófkjör í Reykjavík Miðflokkurinn hefur ákveðið að aflýsa félagaprófkjöri til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. Prófkjörið átti að fara fram í dag en ákveðið var að aflýsa því að loknum fundi í gærkvöldi. Innlent 26. mars 2022 14:29
Hjálmar Hallgrímsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Grindavík Hjálmar Hallgrímsson mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Grindavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem fara fram 14. maí næstkomandi. Birgitta H. Ramsey Káradóttir skipar annað sætið og Irmy Rós Þorsteinsdóttir það þriðja. Innlent 26. mars 2022 13:44
Ísland getur stutt rannsókn á stríðsglæpum Rússlands Enginn vafi leikur á því í mínum huga að rússneski herinn fremur stríðsglæpi í Úkraínu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hefur sagt sannanir fyrir að rússneski herinn hafi beitt klasasprengjum. Skoðun 26. mars 2022 13:01
Gengið til tveggja kosninga um sameiningu sveitarfélaga í dag Íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit og í Svalbarðshreppi og Langanesbyggð munu ganga til kosninga í dag og ákveða hvort sameina eigi sveitarfélögin. Innlent 26. mars 2022 10:08
Framboðslisti Miðflokksins í Mosfellsbæ Miðflokkurinn í Mosfellsbæ hefur birt framboðslista sinn til sveitarstjórnarkosninga í maí. Sveinn Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri og núverandi bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ leiðir listann. Innlent 26. mars 2022 09:26
Guðveig Eyglóardóttir leiðir Framsókn í Borgarbyggð Guðveig Eyglóardóttir sveitarstjórnarfulltrúi leiðir framboðslista Framsóknarflokksins í Borgarbyggð þriðja kjörtímabilið í röð. Annað sæti á listanum skipar Davíð Sigurðsson sveitarstjórnarfulltrúi og framkvæmdastjóri og Eðvarð Ólafur Traustason flugtjóri og atvinnurekandi situr í þriðja sæti. Innlent 26. mars 2022 08:58
Dómsmálaráðherra boðar breyttan raunveruleika brugghúsa Dómsmálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í dag frumvarp sem heimilar smærri brugghúsum að selja áfengi á staðnum. Fjármálaráðherra vill ganga enn lengra og einfaldlega leyfa vefverslun með áfengi. Neytendur 25. mars 2022 22:21
Tölum um endómetríósu Já! tölum um endómetríósu. Eitthvað sem var hreinlega ekki þekkt fyrir nokkrum áratugum eða fáir töluðu um. Skoðun 25. mars 2022 14:01
Stríð gegn alþjóðlegu samstarfi Á þemaþingi Norðurlandaráðs sem haldið var nú í vikunni fór eðlilega mest fyrir umræðu um innrás Rússa í Úkraínu . Sendiherra Úkraínu var sérstakur gestur þingsins auk fulltrúa frá þingum Eystrasaltsríkjanna. Skoðun 25. mars 2022 11:00
Sigurður Torfi leiðir lista VG í Árborg Sigurður Torfi Sigurðsson ráðunautur leiðir lista Vinstri grænna í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara 14. maí. Listinn var samþykktur á félagsfundi VG í Árborg í gærkvöld. Innlent 25. mars 2022 10:03
Arna Ír leiðir Samfylkinguna í Árborg Á fjölmennum félagsfundi Samfylkingarinnar í Árborg í gærkvöldi var samþykktur einróma framboðslisti vegna sveitastjórnarkosninga þann 14.maí næstkomandi. Innlent 25. mars 2022 08:05
Hvenær verða réttindi fatlaðra barna í Garðabæ virt? Þjónusta við fatlað fólk skal miða að því að fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og að skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Þetta er ekki bara skoðun Viðreisnar í Garðabæ á góðri þjónustu, heldur eru þessi skilyrði bundin í lög, skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Skoðun 25. mars 2022 08:01
Sandra leiðir lista Okkar Hveragerðis Sandra Sigurðardóttir, íþrótta- og heilsufræðingur og athafnakona skipar efsta sæti lista framboðsins Okkar Hveragerðis sem býður fram í sveitarstjórnarkosningunum í maí næstkomandi. Framboðslisti var kynntur á fundi á Rósakaffi í Hveragerði í gær. Innlent 25. mars 2022 07:34
Þjóðaratkvæði 14. maí 2022! Undirritaður dvaldi lengi erlendis, og fylgdist þá ekki gjörla með umræðunni og gangi mála hér. Skoðun 25. mars 2022 07:30
Aldís Mjöll og Guðríður Lára til þingflokks Samfylkingarinnar Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ráðið þær Aldísi Mjöll Geirsdóttur og Guðríði Láru Þrastardóttur sem aðstoðarmenn þingflokksins. Innlent 25. mars 2022 07:15
Þingmenn þurfa að fara út í sjoppu ef Monster selst illa Ný klukka, betri stólar, textavél og orkudrykkir. Nýir alþingismenn mættu svo sem alveg viðra óskir um bættan aðbúnað beint við Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra, segir hún, en fagnar þó opinberri umræðu um starfsumhverfi þingmanna. Innlent 24. mars 2022 23:31
Almar efstur á lista hjá Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur birt framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí. Almar Guðmundsson leiðir listann en hann sigraði í prófkjöri flokksins fyrr í mánuðinum. Innlent 24. mars 2022 19:37
Jóhanna Ýr efst á lista Framsóknar í Hveragerði Framsóknarflokkurinn í Hveragerði hefur birt framboðslista sinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí en listinn var samþykktur á félagsfundi í Gróðurhúsinu í Hveragerði. Innlent 24. mars 2022 19:21
Lítil breyting færir karpið úr bakherbergjum og í þingsal Alþekkt er að stjórnarliðar geri fyrirvara um hin ýmsu stjórnarfrumvörp en breytt vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í þinginu gera hins vegar sérstaklega ráð fyrir því að fyrirvararnir verði kynntir opinberlega og skrifaðir út í ræðum og andsvörum í þinginu. Klinkið 24. mars 2022 19:00
Framsókn og framfarasinnar samþykkja lista í Rangárþingi eystra Framsóknarflokkurinn og aðrir framfarasinnar í Rangárþingi eystra hafa birt framboðslista sinn vegna sveitarstjórnarkosninganna í maí. Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri er í efsta sæti listans. Innlent 24. mars 2022 18:58
„Fyrsta skrefið er að gera byrlun að refsiverðu broti“ Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var gestur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún ræddi byrlanir en hún lagði fram fyrirspurn varðandi byrlanir til heilbrigðis- og dómsmálaráðherra á Alþingi í desember. Innlent 24. mars 2022 18:25
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. Innlent 24. mars 2022 15:37
Bjarni telur tóm vandræði geta hlotist af þjóðaratkvæðagreiðslum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var til svara í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi undir hádegi í dag og sagðist ætla að koma út með þá skoðun sína að við Íslendingar eigum sitthvað ólært um þjóðaratkvæðagreiðslu og framkvæmd hennar. Innlent 24. mars 2022 14:37