Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Fimm pró­sent segja inn­flytj­enda­málin mikil­vægust

Efnahagsmál eru að flestra mati mikilvægasta mál komandi kosninga, en heilbrigðismál rata oftar á lista fólks yfir þau fimm málefni sem leggja þurfi áherslu á. Þrátt fyrir að hafa farið hátt í umræðunni telja aðeins fimm prósent að innflytjendamál séu mesta forgangsmálið.

Innlent
Fréttamynd

Er húsið tómt?

Í aðdraganda kosninga er eðlilega bitist um leiðina fram á við. Þar eru línur nú hratt að skýrast. Við tölum fyrir sígandi lukku, lægri álögum, minni ríkisrekstri og meira frelsi til atvinnu og athafna.

Skoðun
Fréttamynd

Stöndum með ungu fólki

Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn ansi þreyttur á því að lesa um það í fjölmiðlum og heyra stjórnmálafólk tala um mikilvægi þess að hlúa vel að unga fólkinu okkar og að vandamál ungs fólks séu að aukast á sama tíma og lítið er um aðgerðir eða hreinlega að skorið sé niður í þjónustu við ungt fólk.

Skoðun
Fréttamynd

Tölum um fólkið, ekki kerfin

Nýverið heyrði ég í ungum frumkvöðli sem stofnaði sprotafyrirtæki fyrir nokkrum árum og hefur lagt allt í sölurnar til að byggja undir reksturinn. Það hefur gengið upp og ofan eins og svo oft í heimi frumkvöðla.

Skoðun
Fréttamynd

Tálbeitan var með einka­bíl­stjóra og gisti á Edition

Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir tálbeitu á vegum Heimildarinnar hafa verið ekið um á drossíu af einkabílstjóra og gist á Edition hótelinu á meðan hún njósnaði um son hans. Samkvæmt heimildum Vísis var tálbeitan ekki á vegum Heimildarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Lágir vextir og gott veður með draum­sýn Við­reisnar um inn­göngu í ESB?

Við höfum glímt við verðbólgu og háa vexti í of langan tíma þótt loks sjáist til sólar í þeim efnum. Verðbólgan hefur minnkað um helming og hratt vaxtalækkunarferli er hafið. Skýringar á mikilli verðbólgu og háum vöxtum hér á landi er ekki meginefni þessarar greinar. Við höfum við glímt við röð erfiðleika líkt og aðrar þjóðir, s.s. heimsfaraldur og stríð, sem hefur orsakað innflutta verðbólgu.

Skoðun
Fréttamynd

Hægri­flokkarnir boða ó­jöfnuð fyrir ís­lenska skóla

Nú styttist í kosningar og einhverjir stjórnmálaflokkar keppast við að bjóða upp á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Hægriflokkarnir hafa nú skyndilega fundið mikla ástríðu fyrir menntakerfinu – og þá helst á forsendum afkasta, árangurs og samræmdra prófa. Þegar lagst er yfir þessar tillögur af hægri vængnum er óhætt að fullyrða að hér sé ekkert nýtt undir sólinni. Allt eru þetta skyndilausnir sem hafa margar verið reyndar áður á vakt hægrimanna erlendis, með vægast sagt vondum árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Segir hafa verið njósnað um son hans

Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir blaðamenn á Heimildinni hafa sett á svið blekkingarleik til þess að safna upplýsingum um hvalveiðar í gegnum son hans.

Innlent
Fréttamynd

Opin­berir starfs­menn: Bákn eða bú­stólpi?

Það fer fyrir brjóstið á mér hvernig sumt fólk talar af óvirðingu og dónaskap um opinbera starfsmenn. Þeir séu táknmynd of mikilla ríkisumsvifa, hið stóra bákn ríkisins sem stækki á kostnað almennings. Óskilvirkir og sóun á almannafé. Ég mótmæli þessum málflutningi harðlega. Hann á ekki við nokkur rök að styðjast.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­heiðar­legur óska­listi Sjálf­stæðis­flokksins

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Sjálfstæðisflokksins, fékk það mikilvæga verkefni í hendurnar að útbúa uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Hún átti að vera metnaðarfull og trúverðug og fékk hann tæp þrjú ár til verksins. Næstum þúsund daga.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni segir vinnu­markaðslöggjöfina vera í „á­kveðnum ó­göngum“

Umbætur á vinnumarkaðsmódelinu myndu leiða af sér stöðugleika í ríkisfjármálunum, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra telur of langt gengið þegar stéttarfélög geta tekið einstaka vinnustaði „í gíslingu“ og vill sjá breytingar á valdheimildum ríkissáttasemjara á meðan formaður Samfylkingarinnar er opin fyrir skrefum í þá átt í sátt við verkalýðshreyfinguna.

Innherji
Fréttamynd

Hamstrahjól ríkis­út­gjalda

Á undanförnum árum hafa ríkisútgjöld á Íslandi farið sífellt hækkandi með þeim afleiðingum að verðbólga fer ekki aðeins á flug, heldur kallar þessi aukning á keðjuverkun sem hefur áhrif á allan almenning. Með hverju skrefi eykur ríkissjóður útgjöld sín og fær í staðinn auknar skatttekjur vegna hækkandi verðs, spurningin er hvort þessi stefna sé sjálfbær eða hvort við séum föst í vítahring sem erfitt verður að losna úr.

Skoðun
Fréttamynd

Grindavíkin mín

Nú um helgina er ár síðan við Grindvíkingar þurftum að rýma Grindavík og sá dagur rennur mér seint úr minni. Það er svo stutt síðan en á sama tíma svo óralangt síðan.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­hver sú besta for­vörn sem við eigum

Öflugt og fjölbreytt félagsstarf í heimabyggð skapar grunn fyrir einstaklinga til að blómstra og gefa af sér til samfélagsins. Ein af stóru spurningunum sem við skulum ávallt hafa í huga er „Hvernig get ég gefið af mér til samfélagsins?“

Skoðun
Fréttamynd

Verð­bólga og græðgi

Græðgisbólga eða greedflation, vísar til þess þegar fyrirtæki nýta verðbólgu til að auka hagnað sinn með því að hækka vöruverð meira en nauðsyn krefur. Hagnaður innlendra matvörurisa hefur aukist verulega síðustu misseri. Þetta bendir til þess að fyrirtækin séu að nýta sér aðstæður til að bæta eigin hag og auka framlegð á kostnað neytenda.

Skoðun
Fréttamynd

Þakkir til þjóðar

10. nóvember er runninn upp og ég veit ekki hvernig mér á að líða. Frá því að ég sat í sal Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York fyrir ári síðan að hlusta á fulltrúa Palestínu og Ísraels að tala sínu máli um leið og ég fylgdist með í símanum þeim ósköpum sem raungerðust í Grindavík hefur svo margt gerst.

Skoðun
Fréttamynd

Þarf að auka vald­heimildir ríkissátta­semjara til að grípa inn í vinnu­deilur

Til að styrkja þjóðhagslega ábyrgð við gerð kjarasamninga væri réttast að breyta lögum þannig að ríkissáttasemjari geti komið fram með miðlunartillögu án samþykkis frá forystufólki launaþegahreyfingar, að mati hagfræðiprófessors og forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Þeir leggja sömuleiðis til, líkt og gert er á hinum Norðurlöndunum, að miða launasetningu við afkomu útflutningsgreina til að koma í veg fyrir kjarasamninga sem ýta undir verðbólgu.

Innherji
Fréttamynd

Kæru smiðir, hár­greiðslufólk og píparar!

Lokun ehf-gatsins snýst um að tekjur einstaklinga umfram 1,3 milljónir á mánuði beri sama skatt – hvort sem þær eru teknar út sem arður eða laun. Lokun ehf-gatsins hefur þess vegna engin áhrif á fólk sem er með mánaðarlegar tekjur undir þessum mörkum. Þetta þarf að vera alveg á hreinu.

Skoðun
Fréttamynd

Engin mið­læg skráning slysa í ferða­þjónustu

Engin markviss skráning slysa og óhappa í ferðaþjónustu er fyrir hendi á Íslandi. Starfshópur leggur til að bætt verði úr með því með miðlægri skráningu. Hins vegar mælir starfshópurinn ekki með banni við jöklaferðum yfir sumartímann. Sérfræðingur segir aukið eftirlit og tryggari öryggisferla vænlegri lausn en boð og bönn.

Innlent
Fréttamynd

Er píparinn þinn skattsvikari?

"Lokum ehf-gatinu með aðferðum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma í veg fyrir að launagreiðslur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur."

Skoðun
Fréttamynd

Lög­reglan bannaði bjór á B5

Samband ungra framsóknarmanna fékk ekki að bjóða upp á áfengi þegar kosningamiðstöð þeirra var opnuð við Bankastræti 5 í gær. Formaðurinn segir að einhverjir hafi verið súrir þegar þeir gátu eingöngu fengið óáfenga drykki á staðnum en þeir boða til nýrrar veislu í næstu viku.

Innlent