Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Ingvar Þór­odds­son leiðir Við­reisn í Norðausturkjördæmi

Ingvar Þóroddsson, framhaldsskólakennari á Akureyri leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Í öðru sæti er Heiða Ingimarsdóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningamála á Egilsstöðum. Þriðja sætið skipar Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, kennari og þjálfari á Akureyri og í fjórða sæti er Gabríel Ingimarsson, rekstrarstjóri Hríseyjarbúðarinnar og forseti Uppreisnar.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin hafi fjar­lægst gildin

Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir Samfylkinguna hafa fjarlægst þau gildi sem hún brennur fyrir en hún er aftur gengin til liðs við Vinstri græn. Hún segist enn brenna fyrir þau málefni sem kjarnist í stefnu flokksins og hún sé tilbúin að snúa til baka nú þegar stjórnarsamstarfinu hafi verið slitið.

Innlent
Fréttamynd

Skatta­hvatar „mikil­vægasta tólið“ hjá ríkinu til að styðja við hug­verka­iðnað

Fjármálaráðherra hefur að stórum hluta dregið til baka upphafleg áform um verulega lækkun á endurgreiðsluhlutfalli og hámarki á frádráttárbærum kostnaði í tengslum við rannsóknir og þróun nýsköpunarfyrirtækja sem hefði, að mati hagsmunasamtaka í hugverkaiðnaði, valdið því að fyrirtæki myndu færa þróunarstarfsemi sína úr landi. Samtök iðnaðarins segja breytingarnar frá frumvarpsdrögum „jákvæðar“ en vilja sjá meira gert sem snýr að skattahvötum.

Innherji
Fréttamynd

Alma leiðir Sam­fylkinguna í Kraganum

Alma Möller, landlæknir, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi er í öðru sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður, í því þriðja.

Innlent
Fréttamynd

Listi Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík suður stað­festur

Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 voru samþykktir á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í félagsheimili Þróttar í Laugardal í dag. Jóhann Páll leiðir í Reykjavíkurkjördæmi suður og Kristrún Frostadóttir í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Innlent
Fréttamynd

Logi leiðir lista Sam­fylkingarinnar í Norð­austur­kjör­dæmi

Logi Einarsson, alþingismaður og formaður þingflokks Samfylkingarinnar, leiðir listann í Norðausturkjördæmi. Eydís Ásbjörnsdóttir, skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands, er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Sæunn Gísladóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri, og fjórða sætið skipar Sindri Kristjánsson lögfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Ingi­björg leiði Mið­flokkinn í Norðvesturkjördæmi

Uppstillinganefnd Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur lagt til að Ingibjörg Davíðsdóttir leiði lista flokksins í kosningunum í næsta mánuði. Ingibjörg er 53 ára Borgfirðingur, frá Arnbjargarlæk í Þverárhlíð. Hún er stjórnmálafræðingur (BA) frá HÍ og með MA í alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Kantaraborg í Bretlandi.

Innlent
Fréttamynd

Þakk­lát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni

Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Styrkti Kven­réttinda­fé­lagið um milljónir á síðasta ráðherradegi

Svandís Svavarsdóttir útdeildi tveimur milljónum af skúffupeningum sínum til Kvenréttindafélags Íslands sinn síðasta dag í embætti sem innviðaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Samtals hafa sjö ráðherrar ríkisstjórnar útdeilt 9.095.000 krónum í ýmis verkefni af ráðstöfunarfé á þessu ári. 

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til Ás­laugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskólamálaráðherra

Mig langar að benda þér á nokkuð, sem hlýtur að vera yfirsjón, og þú vilt örugglega leiðrétta fyrir kjördag. En fyrst vil ég hrósa þér fyrir það sem vel er gert. Nýsköpun og tækniþróun á Íslandi hafa blómstrað undanfarin ár. Þú hefur ræktað þessar greinar með auknu fjármagni og breyttu styrkjaumhverfi. Vandinn er hins vegar sá að þessi nýsköpun og tækniþróun munu stöðvast nema þú leiðréttir fjármögnun til háskólastigsins. Lof mér að útskýra.

Skoðun
Fréttamynd

Með í maganum og stígur út fyrir þægindarammann

„Það er þannig að sumir lenda á milli og þá eru engin úrræði sem passa við. Við sjáum það í samtölum við fólk að það eru til börn og ungmenni sem eru með þannig vandkvæði að þau passa hvergi. Við finnum það öll að þegar það er talað um málefni barna að þetta er viðkvæmt og miklar tilfinningar í þessu. Fyrir utan það að það er auðvitað kostnaður fyrir samfélagið að það verði til fólk sem brýtur af sér eða verði ekki nýtir þjóðfélagsþegnar.“

Innlent
Fréttamynd

Fleiri vilja sjá Þór­dísi eða Guð­laug leiða í stað Bjarna

Töluvert fleiri vilja sjá Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra eða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum í stað Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, ef marka má nýja skoðanakönnun.

Innlent
Fréttamynd

Vald­níðsla og hneyksli

Ákvörðun matvælaráðherra að taka umsókn um leyfi til hvalveiða til efnislegrar meðferðar stuttu fyrir kosningar er hneyksli og ber vott um valdníðslu að sögn talskonu Hvalavina. Vinstri græn beri ábyrgð á stöðunni sem upp sé komin. 

Innlent
Fréttamynd

Rósa Björk snýr aftur og Katrín á lista VG

Listar Vinstri grænna fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og suður voru samþykktir á fundi flokksins sem hófst á Nauthóli klukkan 17:30 í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Kunnugleg andlit skipa fyrstu sæti beggja lista en athygli vekur að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, skipar heiðurssæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Það er kjördæmið sem hún skipaði áður forystusætið.

Innlent
Fréttamynd

Hvaða stjórn­mála­leið­togi væri besti drykkju­fé­laginn?

Flestir myndu vilja fá sér drykk með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, af formönnum stjórnmálaflokkanna. Næst flestir myndu vilja drekka með Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins. Þó myndu enn fleiri ekki vilja drekka með neinum af stjórnmálaleiðtogunum.

Lífið
Fréttamynd

Gerir engar kröfur um ráð­herra­stól

Dagur B. Eggertsson kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og vilja vera þingmaður fyrir alla landsmenn, fái hann þingsæti. Hann segir uppi mikla kröfu um nýja ríkisstjórn en gerir engar kröfur um ráðherrasæti myndi Samfylking nýja ríkisstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Gerði ekki kröfu um oddvitasæti og fær annað sætið

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, gaf kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Hann taldi rétt að sækjast eftir því í stað oddvitasætis í ljósi þess að hann er að hefja nýjan kafla í stjórnmálaþátttöku sinni.

Innlent
Fréttamynd

Hafnað vegna of margra lækna og mið­aldra karla

Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykja­vík

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Innlent
Fréttamynd

Ragna fær annað sætið í Reykja­vík suður

Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Við­gerðin á flug­vél Gæslunnar kostaði 350 milljónir króna

Lagt er til að fjárveitingar til landhelgismála verðir auknar um 350 milljónir króna í ár vegna kostnaðar við viðgerð á hreyflum TF-SIF, flugvélar Landhelgisgæslunnar. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur kvartað undan því að stofnunin geti ekki rekið flugvél til að fylgjast með landhelginni.

Innlent
Fréttamynd

Þrúgandi þögn fyrir stóru á­kvörðun Krist­rúnar

Yfirleitt spyrst út þegar einhverjir eru á framboðsskóm og berast þá jafnan inn á ritstjórnargólf. En ekki hjá Samfylkingu nú um stundir. Þar halda menn spilum þétt að sér. Víst er að þar er við nokkurn vanda að etja þegar raða skal í efstu sæti í Reykjavíkurkjördæmunum norður og suður.

Innlent
Fréttamynd

Gagn­legt að sjá hvernig Sjálf­stæðis­flokkurinn um­gengst völd

Formaður VG segir vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert.

Innlent