
„Við lendum náttúrulega í því að allt sé rifið upp með rótum“
Jóhann Árni Ólafsson mun þjálfa Hött í Subway-deild karla á næsta tímabili.
Jóhann Árni Ólafsson mun þjálfa Hött í Subway-deild karla á næsta tímabili.
Í kvöld mætast Þór Þ. og Álftanes í styrktarleik til minningar um Bjarka Gylfason sem lést langt fyrir aldur fram fyrr á þessu ári.
Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið.
Jóhann Árni Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hattar í körfubolta við hlið Viðars Arnar Hafsteinssonar.
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur tilkynnti í dag að félagið hefði náð samkomulagi við Jason Gigliotti um að hann muni leika með liðinu á komandi leiktíð í Subway-deild karla.
Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og lítið minna dugir til að halda úti beinni útsendingu á íþróttaviðburðum. Hetjurnar sem vinna bakvið tjöldin eiga allt hrós skilið fyrir að veita áhorfendum þá stórkostlegu íþróttaupplifun sem birtist í Besta Sætinu á Stöð 2 Sport.
Benedikt Guðmundsson var á dögunum ráðinn þjálfari körfuboltaliðs Tindastóls í stað Pavels Ermolinskij. Benedikt segir að ástríðan fyrir körfubolta sé sérstök á Sauðárkróki og hann er afar spenntur fyrir starfinu.
Hamarsmenn hafa gengið frá samningum við gríska körfuboltamanninn Fotios Lampropoulos sem mun nú færa sig úr Subway deildinni niður í fyrstu deildina.
DeAndre Kane mun snúa aftur til Grindavíkur og leika með liðinu á næsta tímabili.
Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta.
Körfuboltafólk gerði upp tímabilið í lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands sem var haldið í Laugardalshöllinni í hádeginu.
Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands fór fram í Laugardalshöll í dag. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína í deildarkeppni á nýafstöðnu tímabili.
Ef það hefur verið hægt að ganga að einu vísu þá er það að bestu liðin í Subway deild karla eru með öflugan bandarískan leikmann í sínu liði. Ekki í ár.
„Heilsan hefur verið betri. En ég er að sama skapi mjög ánægður með titilinn og stoltur að geta vaknað í morgun sem Íslandsmeistari,“ sagði Kristófer Acox í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Gleðin er mikil en tilfinningin blendin vegna slæmra meiðsla sem hann varð fyrir í oddaleik Vals við Grindavík í fyrrakvöld.
Stöð 2 Sport er að vinna sex þátta heimildaþáttaseríu um körfuboltann í Grindavík og áhrifin sem jarðhræringarnar á Reykjanesi höfðu á starf körfuknattleiksdeildarinnar og leikmenn liðsins.
Valsmenn eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í annað skiptið á þremur árum. Valur vann Grindavík í gær í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan troðfullu húsi á Hlíðarenda.
Það var gríðarleg stemning og mikil spenna á Hlíðarenda í gær þegar að Valur varð Íslandsmeistari í körfubolta karla eftir sigur á Grindavík. N1 höllin var troðfull af stuðningsmönnum sem margir hverjir nýttu tækifærið til þess að klæða sig upp.
Frank Aron Booker segir einstakan liðsanda hjá karlaliði Vals í körfubolta hafa sýnt sig þegar liðsfélagarnir mættu allir sem einn í jarðarför dóttur hans sem lést í móðurkviði í mars. Frank Aron varð Íslandsmeistari með liði Vals í annað sinn eftir spennandi úrslitaviðureign gegn Grindavík. Hann var valinn PlayAir úrslitaeinvígisins af sérfræðingum Körfuboltakvölds.
Karlalið Vals varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Grindavík í oddaleik. Íslandsmeistaratitlar hafa hreinlega streymt á Hlíðarenda á síðustu árum.
Valur varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla eftir sigur á Grindavík, 80-73, í oddaleik í troðfullri N1-höll þeirra Valsmanna.
Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindavíkur fór yfir tímabilið eftir úrslitaleikinn gegn Val í kvöld þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn.Hann sagði síðustu mánuði hjá Grindvíkingum hafa verið mjög erfiða og þó svo að hægt væri að gleyma sér á æfingum og leikjum væru andvökunæturnar búnar að vera margar.
Kári Jónsson kom inn í lið Vals í úrslitaeinvíginu gegn Grindavík eftir að hafa verið meiddur allt tímabilið. Hann sagði Valsliðið alltaf koma til baka þrátt fyrir mótlæti.
Finnur Freyr Stefánsson sagði það viðeigandi að hafa unnið þrátt fyrir meiðsli Kristófer Acox eftir allt sem hefur gengið á hjá Val á tímabilinu. Hann sagði Val verðskulda titilinn.
Fólk lét gamminn geysa á Twitter á meðan oddaleik Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla stóð.
Kristófer Acox var meyr eftir að Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Kristófer meiddist í upphafi leiks en tók þátt í fagnaðarlátum Valsmanna.
Valur er Íslandsmeistari í körfuknattleik karla eftir 80-73 sigur á Grindavík í oddaleik í N1-höllinni að Hlíðarenda. Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Valsmanna í karlaflokki.
Úrslitaleikur Vals og Grindavíkur um úrslitaleikinn í körfuknattleik er nýhafinn. Valsmenn urðu fyrir áfalli strax í fyrstu sókn leiksins.
Valur og Grindavík mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta og fer oddaleikurinn fram á Hlíðarenda.
Ungir iðkendur í Val fá frítt á leik liðsins í kvöld og fengu forgang í sæti, líkt og á öðrum leikjum. Valur mætir Grindavík í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn að Hlíðarenda klukkan 19:15.
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsmanna, á möguleika á því í kvöld að jafna met Friðriks Inga Rúnarssonar yfir flesta sigra þjálfara í úrslitakeppni.