Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Haukastúlkur Íslandsmeistarar

    Haukastúlkur tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta annað árið í röð eftir 88-77 sigur á Keflavík í fjórða leik liðanna í Keflavík. Haukar unnu einvígið því 3-1. Leikurinn í dag var sveiflukenndur en Haukaliðið tryggði sér sigurinn í lokin með því að hirða hvert sóknarfrákastið á fætur öðru á mikilvægum augnablikum. Helena Sverrisdóttir hjá Haukum var kjörin besti leikmaður einvígisins og kemur það engum á óvart.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukar yfir eftir þrjá leikhluta

    Haukastúlkur hafa yfir 63-60 gegn Keflavík þegar leiknir hafa verið þrír leikhlutar í fjórða leik liðanna í Keflavík í úrlistaeinvíginu í Iceland Express deildinni. Leikurinn hefur verið sveiflukenndur og bæði lið hafa náð 10 stiga forystu á köflum. Leikurinn fer fram í Keflavík, þar sem heimamenn geta knúið oddaleik í einvíginu með sigri.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Nær Keflavík að jafna metin?

    Körfubolti Lokaúrslitaeinvígi Iceland Express-deildar kvenna heldur áfram í Keflavík klukkan 16.15 í dag þegar Haukastúlkur fá aðra tilraun til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Aðstoðarþjáfari Keflavíkur kærður fyrir olnbogaskot

    Dómararanir í kvennaleik Hauka og Keflavíkur í körfuboltanum í gærkvöldi hafa kært aðstoðarþjálfara Keflavíkur til aganefndar KKÍ fyrir að gefa Helenu Sverrisdóttur leikmanni Hauka olnbogaskot í bringuna skömmu eftir að leikurinn var flautaður af.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavíkurstúlkur hafa ekki sagt sitt síðasta

    Keflavíkurstúlkur gerðu sér lítið fyrir og lögðu Íslandsmeistara Hauka í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Haukar höfðu unnið 27 leiki í röð á heimavelli en nú er ljóst að liðið þarf að fara aftur til Keflavíkur í stöðunni 2-1.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukastúlkur komnar í góða stöðu gegn Keflavík

    Haukastúlkur komust í dag í 2-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en þá unnu þær sannfærandi sigur á útivelli, 115-101. Haukastúlkur eru því komnar með afar vænlega stöðu í rimmunni og geta tryggt sér titilinn með sigri í leik liðanna í Hafnarfirði á þriðjudag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukastúlkur unnu fyrsta leikinn

    Haukar höfðu sigur á Keflavík í fyrsta leik liðanna í úrslitum Iceland Express deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld 87-78. Heimamenn höfðu yfir allan leikinn og unnu verðskuldaðan sigur. Haukar leiða því 1-0 í einvíginu og næsti leikur er í Keflavík á laugardaginn klukkan 16:00.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukar í úrslit

    Haukastúlkur tryggðu sér í dag sæti í úrslitum Iceland Express deildar kvenna með öruggum sigri á Stúdínum í oddaleik 81-59. Haukar unnu því einvígið 3-2 og mæta Keflavík í úrslitum mótsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pottþétt við mætum ÍS

    körfubolti Keflavík er komið í lokaúrslit Iceland Express deild kvenna eftir 91-76 sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna og þar með 3-1 sigur í einvíginu. Þetta er fimmta árið í röð og níunda skiptið á 11 árum sem Keflavík spilar til úrslita. Keflavík mætir annaðhvort Haukum eða ÍS í úrslitunum en það ræðst í oddaleik í Hafnarfirði í dag hvort liðið það verður.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    ÍS knúði fram oddaleik

    Stúdínur hafa ekki sagt sitt síðasta í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna. Í kvöld lagði liðið Íslandsmeistara Hauka í fjórða leik liðanna 87-77. Staðan í einvíginu er orðin jöfn 2-2 og þau verða því að mætast í oddaleik á Ásvöllum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bowie spilar ekki meira með Grindavík

    Sterkasti leikmaður kvennaliðs Grindavíkur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, Tamara Bowie, hefur leikið sinn síðasta leik með liðinu á leiktíðinni. Tímasetningin þykir í meira lagi undarleg, eða í miðri úrslitakeppni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukar og Keflavík í lykilstöðu

    Haukar og Keflavík skelltu sér í bílstjórasætið á ný í rimmum sínum í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Haukar lögðu ÍS 78-61 á Ásvöllum og Keflavíkurstúlkur lögðu granna sína frá Grindavík 99-91. Haukar og Keflavík hafa því náð 2-1 forystu í einvígjum sínum og geta tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í næsta leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík jafnaði metin gegn Keflavík

    Grindavík hafði betur gegn Keflavík, 100-94, eftir framlengdan leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta sem var að ljúka rétt í þessu. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 91-91 en Keflvíkingar náðu að jafna metin með góðum lokakafla. Heimamenn voru hins vegar mun sterkari í framlengingunni og tryggðu sér sigur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Spenna í Keflavík

    Úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna hófst með látum í kvöld. Íslandsmeistarar Hauka voru fjarri sínu besta í fyrsta leiknum gegn ÍS en höfðu engu að síður sigur 76-61. Keflavíkurstúlkur lögðu granna sína frá Grindavík á heimavelli 87-84 í hörkuleik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hamar hélt sæti sínu í deildinni

    Kvennalið Hamars í körfubolta heldur sæti sínu í Iceland Express deildinni í körfubolta eftir frækinn útisigur á Breiðablik í Smáranum í kvöld 85-57. Þetta var leikur upp á líf og dauða fyrir bæði lið í lokaumferðinni. Liðin urðu jöfn að stigum í neðsta sæti deildarinnar, en Hamarsliðið heldur sæti sínu á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvíkingar geta tryggt sér efsta sætið í kvöld

    Í kvöld fara fram fjórir leikir í úrvalsdeild karla í körfubolta. Njarðvíkingar geta með sigri á Fjölni tryggt sér deildarmeistaratitilinn, en liðin eigast við í Grafarvogi klukkan 19:15. Á sama tíma tekur Snæfell á móti Grindavík, Keflavík á móti Tindastól og Skallagrímur fær Þórsara í heimsókn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukastúlkur deildarmeistarar

    Kvennalið Hauka varð í kvöld deildarmeistari í körfubolta annað árið í röð eftir að liðið skellti Hamri í Hveragerði 89-59. Keflavík vann auðveldan sigur á ÍS 88-55 og þá vann Grindavík nauman sigur á Breiðablik 76-72.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fyrsta kvenkyns dómaraparið dæmir í kvöld

    Sá sögulegi viðburður á sér stað í fyrsta sinn á Íslandi í kvöld að konur verða dómarapar í leik í efstu deild. Þetta eru þær Indíana Sólveig Marquez og Georgía Olga Kristiansen. Báðar hafa þær dæmt leiki með körlum í vetur en þetta mun vera í fyrsta sinn sem tvær konur dæma sama leikinn. Þær dæma leik Hauka og Breiðabliks í kvennadeildinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukastúlkur í vænlegri stöðu

    Aðeins kraftaverk getur nú komið í veg fyrir að deildarmeistarar Hauka verji titil sinn í kvennakörfunni eftir að Grindavík gerði sér lítið fyrir og lagði granna sína í Keflavík í kvöld 93-86. Haukastúlkur hafa fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og eiga leik til góða á Keflavík sem er í öðru sætinu. Grindavík er svo aðeins tveimur stigum frá Keflavík í þriðja sætinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukar bikarmeistarar

    Kvennalið Hauka er bikarmeistari í körfubolta 2007 eftir sigur á Keflavík í rafmögnuðum úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag 78-77. Úrslitin réðust tæpum tveimur sekúndum fyrir leikslok þegar TaKesha Watson hjá Keflavík fékk tækifæri til að jafna leikinn á vítalínunni en náði ekki að setja það fyrra ofaní og því var sigurinn Hauka.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jafnt eftir þrjá leikhluta

    Staðan í leik Hauka og Keflavíkur um bikarmeistaratitilinn í körfubolta kvenna er jöfn 60-60 eftir þrjá leikhluta. Liðin skiptast á um að hafa nauma forystu og ljóst er að úrslitin í Höllinni ráðast ekki fyrr en í blálokin.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Allt í járnum í Höllinni

    Nú er kominn hálfleikur í bikarúrslitaleik Keflavíkur og Hauka í kvennaflokki. Haukaliðið hefur yfir 43-42 eftir skemmtilegan fyrri hálfleik og útlit fyrir rafmagnaðan spennuleik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík yfir eftir fyrsta leikhluta

    Keflavíkurstúlkur hafa yfir 26-24 gegn Haukum eftir fyrsta leikhlutann í bikarúrslitaleik kvenna í Laugardalshöll. Haukar höfðu frumkvæðið lengst af en Keflavíkurliðið komst yfir með þriggja stiga körfu um leið og leikhlutinn kláraðist.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Góður sigur Haukastúlkna í Grindavík

    Tveir leikir fóru fram í efstu deild kvenna í körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar Hauka lögðu Grindavík suður með sjó 84-74 þar sem Tamara Bowie skoraði 27 stig og hirti 16 fráköst fyrir Grindavík en Ifeoma Okonkwo skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst og Helena Sverrisdóttir skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst fyrir Hauka. Keflavík valtaði yfir Hamar 95-59 og er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Haukum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Watson meidd og á heimleið

    Kvennalið Keflavíkur hefur orðið fyrir áfalli því Takesha Watson er með rifinn liðþófa og á heimleið. Watson hefur leikið mjög vel með Keflavíkurliðinu í vetur en hún er búin að skora 23,7 stig og gefa 6,1 stoðsendingu að meðaltali í 13 leikjum sínum í deildinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tindastóll lagði ÍR í framlendum leik

    Tveir leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfubolta. Tindastóll lagði ÍR fyrir norðan 103-97 eftir framlendan leik og Snæfell burstaði Hauka í Hólminum 96-71. Þá var einn leikur í kvennaflokki þar sem Keflavík vann öruggan sigur á ÍS 83-65 á útivelli.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukar völtuðu yfir Hamar

    Yfirburðir Íslandsmeistara Hauka voru sem fyrr ótrúlegir þegar liðið kjöldró Hamar á heimavelli sínum á Ásvöllum í dag í efstu deild kvenna í körfubolta. Haukar höfðu sigur 107-54 þrátt fyrir að lykilmenn liðsins spiluðu ekki nema rúmlega hálfan leikinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík lagði Breiðablik

    Einn leikur fór fram í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í dag. Grindavíkurstúlkur unnu þar auðveldan sigur á Breiðablik í Smáranum 71-57 eftir að hafa verið yfir 41-21 í hálfleik. Tamara Bowie átti enn einn stórleikinn fyrir Grindavík og skoraði 28 stig og hirti 19 fráköst hjá Grindavík og Hildur Sigurðardóttir skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst. Telma Fjalarsdóttir átti frábæran leik í liði Breiðabliks með 22 stig og 18 fráköst.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sú serbneska send aftur heim

    Unndór Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í Iceland Express-deildinni, hefur tekið þá ákvörðun ásamt stjórn körfuknattleiksdeildarinnar að láta nýjan serbneskan miðherja liðsins fara aftur til sín heima.

    Körfubolti