Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Tímalaus fegurð dönsku kertanna frá Ester & Erik

„Við kveikjum á kertum á gleði- og sorgarstundum og þegar við viljum skapa ákveðna stemmningu. Kertaljós tengist tilfinningum og því er kertaframleiðsla svo persónuleg. Það er eitthvað einstakt við þennan bransa,“ segir Søren Møller, framkvæmdastjóri dönsku kertaverskmiðjunnar Ester & Erik.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Fjögur algeng förðunarmistök

Ingunn Sig og Heiður Ósk í HI Beuty tóku saman fjögur algeng förðunarmistök sem þær sjá reglulega. Þær hafa báðar unnið í mörg ár í förðunarbransanum hér á landi og eru einnig eigendur Reykjavík Makeup School. Þættirnir þeirra Snyrtiborðið, eru sýndir á Vísi alla miðvikudaga.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Býr til útópíska heima

María Guðjohnsen starfar sem þrívíddarhönnuður og listakona og er búsett í New York. Hún hefur unnið að ýmsum skapandi verkefnum undanfarið sem vakið hafa mikla athygli. Má þar meðal annars nefna grafíkina fyrir Söngvakeppnis atriði Reykjavíkurdætra í ár. Blaðamaður hafði samband við Maríu um listina, lífið og skapandi verkefni.

Menning
Fréttamynd

„Maður þarf að vera með bein í nefinu og þetta er langt frá því að vera auðvelt“

Fyrirsætan Hlín Björnsdóttir er búsett í París og hefur unnið að ýmsum spennandi verkefnum í tískuheiminum. Hún er á skrá hjá skrifstofunum Elite Worldwide og Eskimo Models en síðasta verkefni Hlínar var að ganga tískupallana fyrir hátísku hönnuðinn Andreas Kronthaler hjá Vivienne Westwood. Var hún þar í félagsskap ofurfyrirsætna á borð við systurnar Bella og Gigi Hadid. Blaðamaður tók púlsinn á Hlín og fékk að heyra frá fyrirsætu lífinu í París.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Iris Apfel í litríku samstarfi við H&M

Tískugyðjan og hönnuðurinn Iris Apfel er nýjasti samstarfsfélagi H&M og verður línan litrík og skrautleg eins og hún sjálf. Á síðasta ári fagnaði hún 100 ára afmælinu sínu og hélt veislu með tískurisanum.

Lífið
Fréttamynd

Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga

„Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sól Hansdóttir er fatahönnuður Reykjavíkurdætra: Kvenkyns erkitýpur fá að skína

Listakonan og fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir er með mörg járn í eldinum og býr yfir mikilli sköpunargleði. Hennar nýjasta verkefni er að hanna fötin sem Reykjavíkurdætur klæðast í Söngvakeppninni en Sól er þekkt fyrir frumlega hönnun sem vekur athygli út fyrir landsteina. Blaðamaður heyrði í Sól og fékk að heyra nánar frá hennar listræna ferli.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Mæðgurnar sýndu saman á tískupallinum í gær

Mæðgurnar Cindy Crawford og Kaia Gerber gengu báðar á tískupallinum fyrir Off-White kvennfatnaðar sýninguna sem haldin var í gær sem partur af tískuvikunni í París. Fleiri stjörnur með fjölskyldutengsl komu einnig fram á pallinum eins og Hadid systurnar.

Lífið
Fréttamynd

Skemmtilegir hlutir til að gera í París

Nú eru eflaust margir farnir að skipuleggja ferðalög og velta fyrir sér næsta áfangastað. Parísarborg er þekkt fyrir að vera einhvers konar miðja ástar og rómantíkur. Þangað fer fólk meðal annars til að trúlofast og vera ofur rómó. Þrátt fyrir krafta ástarinnar er alls ekki nauðsynlegt að gestir borgarinnar séu ástfangnir þegar farið er til Parísar þar sem borgin býður upp á endalaus ævintýri og lífið er bókstaflegt listasafn í París.

Ferðalög
Fréttamynd

Fríða Svala greiddi Batman fyrir rauða dregilinn

Hárgreiðslusérfræðingurinn Fríða Svala hefur verið starfandi í Hollywood í áratugi og unnið með stærstu stjörnum heims. Þar á meðal er leikarinn Robert Pattinson, sem leikur Batman í nýjustu kvikmyndinni um ofurhetjuna sem kallast einfaldlega The Batman.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Þrífur hárið bara einu sinni í viku

„Ég set yfirleitt á mig litað dagkrem áður en ég fer í ræktina og maskara og pínulítið á augabrúnirnar,“ segir áhrifavaldurinn og matgæðingurinn Linda Ben, höfundur uppskriftarbókarinnar Kökur. 

Tíska og hönnun