Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Justin Bieber í jakka frá JÖR

Kanadíska poppstjarnan og Íslandsvinurinn Justin Bieber spókaði sig í París í dag í jakka frá íslenska tískumerkinu JÖR. Bieber heldur seinni tónleika sína í París í kvöld en hann er nú á ferð um Evrópu til að kynna nýjustu plötu sína Purpose.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Jakkinn er miðpunkturinn

Ítalskur stíll, þá helst suðurítalskur, heillar Jökul Vilhjálmsson mest. Hann er jakkafataklæddur flesta daga vikunnar en blandar þó einnig áhrifum úr götutískunni inn á milli.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Pallíettujakkinn verður notaður meira

Þura Stínu á hafnaboltatreyju sem hefur ferðast um alla Evrópu og pallíettu-(Palla)jakka sem veitir skemmtilega tilfinningu þegar komið er í hann. Hún leyfir lesendum að kíkja inn í skápinn sinn sem geymir margar fallegar flíkur.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ofin með aldagamalli aðferð

Ólöf Gunnlaugsdóttir og Dröfn Sigurðardóttir hafa sett á markað nýja línu handklæða að tyrkneskri fyrirmynd undir merkinu Takk Home. Áhugi þeirra á fallegri hönnun og heimilisvörum varð kveikjan að samstarfi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fimm kíló af garni sem segja sögu

Ýr Jóhannsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu 1. september. Þar sýnir hún ellefu peysur úr afgangsgarni. Sé peysunum raðað rétt upp segja þær heildstæða sögu um fortíð sína.

Menning
Fréttamynd

Leitin að íslenska postulíninu

Vöruhönnuðurinn Brynhildur Pálsdóttir og Ólöf Erla Bjarnadóttir keramiker ætla í rannsóknarleiðangur um Ísland í leit að kaolíni, feldspati og kvarts, efnunum sem þarf til að búa til postulín. Þær hlutu styrk frá Hönnunarsjóði til verkefnisins en tilraunir til þess að búa til nothæft íslenskt postulín hafa ekki verið stundaðar markvisst áður.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Strigaskórinn ein skemmtilegasta hönnunarvara sem hægt er að kaupa

Sneaker-menningin virðist loksins hafa numið land á Íslandi ef eitthvað er að marka röðina sem myndaðist nú á dögunum í tengslum við sölu tískuverslunar á skóm hönnuðum af Kanye West. Fréttablaðið ákvað að skoða fyrirbærið og ræddi við tvo málsmetandi einstaklinga í þessum geira

Lífið
Fréttamynd

Metfjöldi Íslendinga að vinna fyrir IKEA

Átta Íslendingar vinna að hönnunarverkefnum fyrir IKEA fyrir jól 2017 og er ein hönnunarstofa komin á samning hjá fyrirtækinu. Annar eigandi Reykjavík Letterpress segir sérstaklega lærdómsríkt að vinna fyrir stórfyrirtæki.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Dýna úr íslenskri ull

Hönnunarteymið RoShamBo á Seyðisfirði kynnti dýnu úr íslenskri ull á nýliðnum HönnunarMars. Dýnan er fyllt með mislitri ull sem annars er lítið notuð. Þá hefur teymið einnig hannað trébekk undir dýnuna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Trópískur flótti frá skammdeginu

"Þessi lína er raunveruleikaflótti frá hinum dimma, kalda hversdagsleika sem við Íslendingar upplifum á veturna,“ segir fata- og textílhönnuðurinn Tanja Huld Levý um fatalínuna Sýnódísk trópík sem sýnd verður á Eiðistorgi í dag.

Lífið
Fréttamynd

Sturla Atlas hellir sér í vatnið

Sigurbjartur söngvari Sturlu Atlas er með sýningu á Hönnunarmars sem ber nafnið Sturla Aqua. Hann segir það óráðið hvað það verði og útilokar ekki að hella sér í framleiðslu vatnsflaska.

Tíska og hönnun