Fréttamaður

Ellen Geirsdóttir Håkansson

Nýjustu greinar eftir höfund

For­eldrar bíða svara: Segja Safamýrina eins og lestarstöð fulla af iðnaðarmönnum

Ellefu vikur eru nú liðnar frá því að foreldrum barna í leikskólanum Hlíð var tilkynnt að flytja þyrfti starfsemina vegna myglu. Foreldrafélag leikskólans líkir leikskólaplássi í Safamýri, þar sem hluta barnanna var komið fyrir, við kalda lestarstöð fulla af iðnaðarmönnum. Foreldrar óska eftir fundi með skóla- og frístundasviði ásamt eignaskrifstofu borgarinnar.

Eins manns rusl er annars manns safn­munur

Skipulagsráð Akureyrar hefur ákveðið að hefja álagningu dagsekta vegna umgengni á lóðinni að Sjafnarnesi 2. Álagning dagsekta mun hefjast eftir þrjá mánuði verði ekki bætt úr umgengni á svæðinu. Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar segir bæinn frekar vilja hvetja til lagfæringa en að vera með kvaðir. Lóðarhafar segjast föst milli steins og sleggju. 

Rann­sóknar­nefnd segir or­sök skort á við­haldi

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að orsök slyssins sem varð á strandveiðibátnum Gosa KE 102 hafi verið skortur á viðhaldi. Nefndin gerir einnig athugasemd við skoðun bátsins.

Harry talar um bókina: Sam­hengis­leysi, ilm­vatn mömmu og kal í klofi

Harry Bretaprins mætti í sitt fyrsta viðtal eftir útgáfu ævisögunnar „Spare“ eða „Varaskeifan“ í nótt. Viðtalið fór fram í kvöldþætti Stephen Colbert og talaði Harry um dauða móður sinnar, framkomu bresku pressunar og fjölskyldunnar, geðheilsu og þegar hann fékk kal á typpið. 

Hlýjasta sumar í Evrópu frá því mælingar hófust

Síðasta sumar var það hlýjasta í Evrópu frá því að mælingar hófust og annað hlýjasta árið í álfunni. Í öllum löndum Evrópu, nema á Íslandi, var hitinn yfir meðaltali samanborið við árin 1991 til 2020.

Fá byr í seglin með 1,4 milljarða styrk frá ESB

Evrópusambandið hefur veitt orkuskiptaverkefninu WHISPER 1,4 milljarða króna styrk og er hann til fjögurra ára. Fjögur íslensk fyrirtæki eru hluti af þessu fjölþjóðlega samstarfi en það eru SideWind, Samskip, BBA//FJELDCO og Athygli. Þar að auki leiðir verkfræðistofan Verkís verkefnið.

Sjá meira