Biden lætur rannsaka uppruna kórónuveirufaraldursins Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt bandarískum leyniþjónustustofnunum að leggja aukna áherslu á að rannsaka uppruna kórónuveirufaraldursins. Þær eiga meðal annars að kanna hvort að kenning um að veiran hafi fyrst borist út frá rannsóknastofu í Kína eigi við rök að styðjast. 26.5.2021 18:08
Innkalla kjúklingapasta vegna listeríu Matvælastofnun varar við því að listería hafi greinst í einni framleiðslulotu af kjúklingapasta frá fyrirtækinu Preppup. Fyrirtækið hefur kallað vöruna inn af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs. 26.5.2021 17:35
Síðasti liðsmaður alþjóðaherdeildarinnar allur Síðasti eftirlifandi sjálfboðaliðinn í svonefndri alþjóðaherdeild lýðveldissinna í borgarastríðinu á Spáni er látinn, 101 árs að aldri. Nokkrir Íslendingar tóku upp málstað lýðveldissinnanna gegn fasistaher Francisco Franco, herforingja. 25.5.2021 23:40
Kalla saman ákærudómstól vegna rannsóknar á Trump Saksóknari í New York hefur kvatt saman ákærudómstól sem verður mögulega falið að meta hvort tilefni sé til að gefa út ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, eða öðrum stjórnendum fyrirtækis hans. Þetta er sagt benda til þess saksóknari telji líkur á að glæpur hafi verið framinn. 25.5.2021 23:01
Skýra hvenær bera þarf grímu og hvenær ekki Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út frekari leiðbeiningar til að taka af tvímæli um hvernig grímuskyldu er háttað eftir að slakað var á sóttvarnaaðgerðum í dag. 25.5.2021 21:52
Tólf í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæmi formannsins Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar rann út í dag og verða tólf manns í framboði. Prófkjörið fer fram dagana 10.-12. júní. 25.5.2021 21:01
„Hver klukkustund gefur betur í kassann“ Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn. 25.5.2021 20:18
Áfram hætta á gróðureldum þrátt fyrir úrkomu Hættustig vegna gróðurelda er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir úrkomu um hvítasunnuhelgina. Áfram er spáð þurrki næstu daga ásamt talsverðum vindi. Til stendur að endurmeta stöðuna á föstudag en þá er von á úrkomu á Suðvesturlandi. 25.5.2021 18:49
Veikindi Páls og þjófnaður á síma sagður til skoðunar Lögmaður Samherja fullyrðir að síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, hafi verið stolið af honum meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Þá séu skyndileg veikindi Páls til skoðunar. 25.5.2021 18:20
Losun frá íslenskum iðnaði dróst aðeins saman Stöðvun á starfsemi kísilvers PCC á Bakka í fyrra er talin meginástæða 1,8% samdráttar á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði á Íslandi sem heyrir undir evrópsks viðskiptakerfis með losunarheimildir á milli ára í fyrra. 21.5.2021 10:00