Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Óeirðirnar á Norður-Írlandi halda áfram enn eina nóttina

Til átaka kom á milli ungmenna og lögreglu í Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Köstuðu ungmennin steinum og flugeldum að lögreglumönnum sem svöruðu með háþrýstivatnsbyssum. Óeirðir hafa brotist út daglega frá því um páskana.

Heimilt að gera bólusetningu að skilyrði fyrir leikskólavist

Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að heimilt sé að skilyrða inngöngu barna á leikskóla við að þau hafi verið bólusett. Þrátt fyrir að það rjúfi friðhelgi einkalífs fólks sé það nauðsynlegt til að vernda lýðheilsu.

Tyrkir neita því að þeir hafi snuprað von der Leyen

Utanríkisráðherra Tyrklands segir fráleitt að Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi verið sýnd óvirðing vegna kynferðis hennar á fundi með Recep Erdogan forseta á þriðjudag. Von der Leyen var látin sitja á sófa til hliðar við Erdogan og Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB.

Sakar Trump um að hafa æst til „blóðugrar uppreisnar“

Einn af fyrrverandi leiðtogum Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi segir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafi æst til blóðugrar uppreisnar þegar æstur múgur réðst á þinghúsið 6. janúar. Hann segir að uppreisnin hefði átt að vekja repúblikana aftur til heilbrigðrar skynsemi.

Hvatt til stillingar eftir fjórðu nótt óeirða á Norður-Írlandi

Óeirðarseggir kveiktu í rútu sem þeir stálu og köstuðu bensínsprengjum að lögreglumönnum í Belfast í nótt. Þetta var fjórða nóttin í röð sem til óeirða kemur í borginni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi óeirðirnar og hvatti til stillingar.

Búa sig undir fyrsta þyrluflugið á öðrum hnetti

Undirbúningur fyrir fyrsta flug þyrilvængjunnar Ingenuity á Mars er nú í fullum gangi. Flygildið var losað undan könnunarjeppanum Perseverance um helgina og stefnt er að fyrstu flugferðinni á sunnudag. Það verður fyrsta farartæki manna sem flýgur á annarri reikistjörnu undir eigin afli.

Skipverjar á súrálsskipinu „veirufríir“

Átján skipverjar sem hafa verið um borð í súrálsskip á Reyðarfirði síðustu vikur greinast nú ekki lengur smitaðir af kórónuveirunni. Lögreglan á Austurlandi segir að skipverji sem var fluttur á Landspítalann verði líklega útskrifaður þaðan í kvöld eða í fyrramálið.

Sóttvarnalæknir vinnur að minnisblaði

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vinnur nú að minnisblaði með tillögum að næstu skrefum eftir að Landsréttur sneri ekki við úrskurði héraðsdóms um að skyldudvöl í sóttkvíarhóteli væri ólögmæt í dag.

Fyrsta Súpermannsagan seldist á hundruð milljóna króna

Ótilgreindur kaupandi festi kaup á eintaki af fyrsta tölublaði myndasögublaðsins Action Comics þar sem ofurhetjan Súpermann birtist í fyrsta sinn fyrir meira en fjögur hundruð milljónir íslenskra króna á uppboði. 

Sjá meira