Óeirðirnar á Norður-Írlandi halda áfram enn eina nóttina Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2021 10:43 Ungir þjóðernissinar ögra lögreglumönnum við svonefndan friðarvegg á milli hverfi mótmælenda og kaþólikka í vestanverðri Belfast í gærkvöldi. AP/Peter Morrison Til átaka kom á milli ungmenna og lögreglu í Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Köstuðu ungmennin steinum og flugeldum að lögreglumönnum sem svöruðu með háþrýstivatnsbyssum. Óeirðir hafa brotist út daglega frá því um páskana. Vaxandi spennu hefur gætt í norður-írsku samfélagi að undanförnu vegna áhrifa útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu á breska yfirráðasvæðið á Írlandi og versnandi samskipta stjórnmálaflokka mótmælenda og kaþólikka sem deila völdum nauðbeygðir. Óeirðir brutust fyrst út um páskana og hafa haldið áfram í þessari viku. Leiðtogar bæði sambandssinna og þjóðernissinna, Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Michael Martin, forsætisráðherra Írlands, og Joe Biden Bandaríkjaforseti höfðu hvatt til stillingar en allt kom fyrir ekki. Ungir þjóðernissinnar og sambandssinnar grýttu lögreglu og hver aðra sem fyrr. AP-fréttastofan segir að lögreglumenn í óeirðarbúningum hafi sigað hundum á óeirðarseggi og beitt vatnsbyssum til þess að dreifa mannfjöldanum eftir að ungmenni grýttu þá með öllu lauslegu. Blóðug átök geisuðu á milli sambandssinna sem vilja halda í sambandið við Bretlands annars vegar og írskra þjóðernissinna á Norður-Írlandi um árabil. Eftir friðarsamninginn sem var kenndur við föstudaginn langa árið 1998 hefur friður að mestu ríkt fyrir utan götuskærur sem hafa blossað upp við og við. Með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu um áramótin var tekið upp tolla- og landamæraeftirlit með ákveðnum vöruflutningum á milli Norður-Írlands og Bretlands. Sambandssinnum gremst fyrirkomulagið og halda því fram að landamærum hafi verið komið upp á Írlandshafi. Óeirðir síðustu daga hafa fyrst og fremst átt sér stað í hverfum sambandssinna. Norður-Írland Bretland Brexit Tengdar fréttir Fimmtíu lögregluþjónar hafa særst á Norður-Írlandi Minnst fimmtíu lögregluþjónar hafa særst í átökum í róstum á Norður-Írlandi síðustu sex nætur. Kveikt var í strætisvagni í nótt. 8. apríl 2021 20:01 Hvatt til stillingar eftir fjórðu nótt óeirða á Norður-Írlandi Óeirðarseggir kveiktu í rútu sem þeir stálu og köstuðu bensínsprengjum að lögreglumönnum í Belfast í nótt. Þetta var fjórða nóttin í röð sem til óeirða kemur í borginni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi óeirðirnar og hvatti til stillingar. 8. apríl 2021 08:14 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Vaxandi spennu hefur gætt í norður-írsku samfélagi að undanförnu vegna áhrifa útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu á breska yfirráðasvæðið á Írlandi og versnandi samskipta stjórnmálaflokka mótmælenda og kaþólikka sem deila völdum nauðbeygðir. Óeirðir brutust fyrst út um páskana og hafa haldið áfram í þessari viku. Leiðtogar bæði sambandssinna og þjóðernissinna, Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Michael Martin, forsætisráðherra Írlands, og Joe Biden Bandaríkjaforseti höfðu hvatt til stillingar en allt kom fyrir ekki. Ungir þjóðernissinnar og sambandssinnar grýttu lögreglu og hver aðra sem fyrr. AP-fréttastofan segir að lögreglumenn í óeirðarbúningum hafi sigað hundum á óeirðarseggi og beitt vatnsbyssum til þess að dreifa mannfjöldanum eftir að ungmenni grýttu þá með öllu lauslegu. Blóðug átök geisuðu á milli sambandssinna sem vilja halda í sambandið við Bretlands annars vegar og írskra þjóðernissinna á Norður-Írlandi um árabil. Eftir friðarsamninginn sem var kenndur við föstudaginn langa árið 1998 hefur friður að mestu ríkt fyrir utan götuskærur sem hafa blossað upp við og við. Með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu um áramótin var tekið upp tolla- og landamæraeftirlit með ákveðnum vöruflutningum á milli Norður-Írlands og Bretlands. Sambandssinnum gremst fyrirkomulagið og halda því fram að landamærum hafi verið komið upp á Írlandshafi. Óeirðir síðustu daga hafa fyrst og fremst átt sér stað í hverfum sambandssinna.
Norður-Írland Bretland Brexit Tengdar fréttir Fimmtíu lögregluþjónar hafa særst á Norður-Írlandi Minnst fimmtíu lögregluþjónar hafa særst í átökum í róstum á Norður-Írlandi síðustu sex nætur. Kveikt var í strætisvagni í nótt. 8. apríl 2021 20:01 Hvatt til stillingar eftir fjórðu nótt óeirða á Norður-Írlandi Óeirðarseggir kveiktu í rútu sem þeir stálu og köstuðu bensínsprengjum að lögreglumönnum í Belfast í nótt. Þetta var fjórða nóttin í röð sem til óeirða kemur í borginni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi óeirðirnar og hvatti til stillingar. 8. apríl 2021 08:14 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Fimmtíu lögregluþjónar hafa særst á Norður-Írlandi Minnst fimmtíu lögregluþjónar hafa særst í átökum í róstum á Norður-Írlandi síðustu sex nætur. Kveikt var í strætisvagni í nótt. 8. apríl 2021 20:01
Hvatt til stillingar eftir fjórðu nótt óeirða á Norður-Írlandi Óeirðarseggir kveiktu í rútu sem þeir stálu og köstuðu bensínsprengjum að lögreglumönnum í Belfast í nótt. Þetta var fjórða nóttin í röð sem til óeirða kemur í borginni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi óeirðirnar og hvatti til stillingar. 8. apríl 2021 08:14