Óeirðirnar á Norður-Írlandi halda áfram enn eina nóttina Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2021 10:43 Ungir þjóðernissinar ögra lögreglumönnum við svonefndan friðarvegg á milli hverfi mótmælenda og kaþólikka í vestanverðri Belfast í gærkvöldi. AP/Peter Morrison Til átaka kom á milli ungmenna og lögreglu í Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Köstuðu ungmennin steinum og flugeldum að lögreglumönnum sem svöruðu með háþrýstivatnsbyssum. Óeirðir hafa brotist út daglega frá því um páskana. Vaxandi spennu hefur gætt í norður-írsku samfélagi að undanförnu vegna áhrifa útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu á breska yfirráðasvæðið á Írlandi og versnandi samskipta stjórnmálaflokka mótmælenda og kaþólikka sem deila völdum nauðbeygðir. Óeirðir brutust fyrst út um páskana og hafa haldið áfram í þessari viku. Leiðtogar bæði sambandssinna og þjóðernissinna, Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Michael Martin, forsætisráðherra Írlands, og Joe Biden Bandaríkjaforseti höfðu hvatt til stillingar en allt kom fyrir ekki. Ungir þjóðernissinnar og sambandssinnar grýttu lögreglu og hver aðra sem fyrr. AP-fréttastofan segir að lögreglumenn í óeirðarbúningum hafi sigað hundum á óeirðarseggi og beitt vatnsbyssum til þess að dreifa mannfjöldanum eftir að ungmenni grýttu þá með öllu lauslegu. Blóðug átök geisuðu á milli sambandssinna sem vilja halda í sambandið við Bretlands annars vegar og írskra þjóðernissinna á Norður-Írlandi um árabil. Eftir friðarsamninginn sem var kenndur við föstudaginn langa árið 1998 hefur friður að mestu ríkt fyrir utan götuskærur sem hafa blossað upp við og við. Með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu um áramótin var tekið upp tolla- og landamæraeftirlit með ákveðnum vöruflutningum á milli Norður-Írlands og Bretlands. Sambandssinnum gremst fyrirkomulagið og halda því fram að landamærum hafi verið komið upp á Írlandshafi. Óeirðir síðustu daga hafa fyrst og fremst átt sér stað í hverfum sambandssinna. Norður-Írland Bretland Brexit Tengdar fréttir Fimmtíu lögregluþjónar hafa særst á Norður-Írlandi Minnst fimmtíu lögregluþjónar hafa særst í átökum í róstum á Norður-Írlandi síðustu sex nætur. Kveikt var í strætisvagni í nótt. 8. apríl 2021 20:01 Hvatt til stillingar eftir fjórðu nótt óeirða á Norður-Írlandi Óeirðarseggir kveiktu í rútu sem þeir stálu og köstuðu bensínsprengjum að lögreglumönnum í Belfast í nótt. Þetta var fjórða nóttin í röð sem til óeirða kemur í borginni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi óeirðirnar og hvatti til stillingar. 8. apríl 2021 08:14 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Vaxandi spennu hefur gætt í norður-írsku samfélagi að undanförnu vegna áhrifa útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu á breska yfirráðasvæðið á Írlandi og versnandi samskipta stjórnmálaflokka mótmælenda og kaþólikka sem deila völdum nauðbeygðir. Óeirðir brutust fyrst út um páskana og hafa haldið áfram í þessari viku. Leiðtogar bæði sambandssinna og þjóðernissinna, Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Michael Martin, forsætisráðherra Írlands, og Joe Biden Bandaríkjaforseti höfðu hvatt til stillingar en allt kom fyrir ekki. Ungir þjóðernissinnar og sambandssinnar grýttu lögreglu og hver aðra sem fyrr. AP-fréttastofan segir að lögreglumenn í óeirðarbúningum hafi sigað hundum á óeirðarseggi og beitt vatnsbyssum til þess að dreifa mannfjöldanum eftir að ungmenni grýttu þá með öllu lauslegu. Blóðug átök geisuðu á milli sambandssinna sem vilja halda í sambandið við Bretlands annars vegar og írskra þjóðernissinna á Norður-Írlandi um árabil. Eftir friðarsamninginn sem var kenndur við föstudaginn langa árið 1998 hefur friður að mestu ríkt fyrir utan götuskærur sem hafa blossað upp við og við. Með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu um áramótin var tekið upp tolla- og landamæraeftirlit með ákveðnum vöruflutningum á milli Norður-Írlands og Bretlands. Sambandssinnum gremst fyrirkomulagið og halda því fram að landamærum hafi verið komið upp á Írlandshafi. Óeirðir síðustu daga hafa fyrst og fremst átt sér stað í hverfum sambandssinna.
Norður-Írland Bretland Brexit Tengdar fréttir Fimmtíu lögregluþjónar hafa særst á Norður-Írlandi Minnst fimmtíu lögregluþjónar hafa særst í átökum í róstum á Norður-Írlandi síðustu sex nætur. Kveikt var í strætisvagni í nótt. 8. apríl 2021 20:01 Hvatt til stillingar eftir fjórðu nótt óeirða á Norður-Írlandi Óeirðarseggir kveiktu í rútu sem þeir stálu og köstuðu bensínsprengjum að lögreglumönnum í Belfast í nótt. Þetta var fjórða nóttin í röð sem til óeirða kemur í borginni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi óeirðirnar og hvatti til stillingar. 8. apríl 2021 08:14 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Fimmtíu lögregluþjónar hafa særst á Norður-Írlandi Minnst fimmtíu lögregluþjónar hafa særst í átökum í róstum á Norður-Írlandi síðustu sex nætur. Kveikt var í strætisvagni í nótt. 8. apríl 2021 20:01
Hvatt til stillingar eftir fjórðu nótt óeirða á Norður-Írlandi Óeirðarseggir kveiktu í rútu sem þeir stálu og köstuðu bensínsprengjum að lögreglumönnum í Belfast í nótt. Þetta var fjórða nóttin í röð sem til óeirða kemur í borginni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi óeirðirnar og hvatti til stillingar. 8. apríl 2021 08:14