Óeirðirnar á Norður-Írlandi halda áfram enn eina nóttina Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2021 10:43 Ungir þjóðernissinar ögra lögreglumönnum við svonefndan friðarvegg á milli hverfi mótmælenda og kaþólikka í vestanverðri Belfast í gærkvöldi. AP/Peter Morrison Til átaka kom á milli ungmenna og lögreglu í Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Köstuðu ungmennin steinum og flugeldum að lögreglumönnum sem svöruðu með háþrýstivatnsbyssum. Óeirðir hafa brotist út daglega frá því um páskana. Vaxandi spennu hefur gætt í norður-írsku samfélagi að undanförnu vegna áhrifa útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu á breska yfirráðasvæðið á Írlandi og versnandi samskipta stjórnmálaflokka mótmælenda og kaþólikka sem deila völdum nauðbeygðir. Óeirðir brutust fyrst út um páskana og hafa haldið áfram í þessari viku. Leiðtogar bæði sambandssinna og þjóðernissinna, Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Michael Martin, forsætisráðherra Írlands, og Joe Biden Bandaríkjaforseti höfðu hvatt til stillingar en allt kom fyrir ekki. Ungir þjóðernissinnar og sambandssinnar grýttu lögreglu og hver aðra sem fyrr. AP-fréttastofan segir að lögreglumenn í óeirðarbúningum hafi sigað hundum á óeirðarseggi og beitt vatnsbyssum til þess að dreifa mannfjöldanum eftir að ungmenni grýttu þá með öllu lauslegu. Blóðug átök geisuðu á milli sambandssinna sem vilja halda í sambandið við Bretlands annars vegar og írskra þjóðernissinna á Norður-Írlandi um árabil. Eftir friðarsamninginn sem var kenndur við föstudaginn langa árið 1998 hefur friður að mestu ríkt fyrir utan götuskærur sem hafa blossað upp við og við. Með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu um áramótin var tekið upp tolla- og landamæraeftirlit með ákveðnum vöruflutningum á milli Norður-Írlands og Bretlands. Sambandssinnum gremst fyrirkomulagið og halda því fram að landamærum hafi verið komið upp á Írlandshafi. Óeirðir síðustu daga hafa fyrst og fremst átt sér stað í hverfum sambandssinna. Norður-Írland Bretland Brexit Tengdar fréttir Fimmtíu lögregluþjónar hafa særst á Norður-Írlandi Minnst fimmtíu lögregluþjónar hafa særst í átökum í róstum á Norður-Írlandi síðustu sex nætur. Kveikt var í strætisvagni í nótt. 8. apríl 2021 20:01 Hvatt til stillingar eftir fjórðu nótt óeirða á Norður-Írlandi Óeirðarseggir kveiktu í rútu sem þeir stálu og köstuðu bensínsprengjum að lögreglumönnum í Belfast í nótt. Þetta var fjórða nóttin í röð sem til óeirða kemur í borginni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi óeirðirnar og hvatti til stillingar. 8. apríl 2021 08:14 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Vaxandi spennu hefur gætt í norður-írsku samfélagi að undanförnu vegna áhrifa útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu á breska yfirráðasvæðið á Írlandi og versnandi samskipta stjórnmálaflokka mótmælenda og kaþólikka sem deila völdum nauðbeygðir. Óeirðir brutust fyrst út um páskana og hafa haldið áfram í þessari viku. Leiðtogar bæði sambandssinna og þjóðernissinna, Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Michael Martin, forsætisráðherra Írlands, og Joe Biden Bandaríkjaforseti höfðu hvatt til stillingar en allt kom fyrir ekki. Ungir þjóðernissinnar og sambandssinnar grýttu lögreglu og hver aðra sem fyrr. AP-fréttastofan segir að lögreglumenn í óeirðarbúningum hafi sigað hundum á óeirðarseggi og beitt vatnsbyssum til þess að dreifa mannfjöldanum eftir að ungmenni grýttu þá með öllu lauslegu. Blóðug átök geisuðu á milli sambandssinna sem vilja halda í sambandið við Bretlands annars vegar og írskra þjóðernissinna á Norður-Írlandi um árabil. Eftir friðarsamninginn sem var kenndur við föstudaginn langa árið 1998 hefur friður að mestu ríkt fyrir utan götuskærur sem hafa blossað upp við og við. Með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu um áramótin var tekið upp tolla- og landamæraeftirlit með ákveðnum vöruflutningum á milli Norður-Írlands og Bretlands. Sambandssinnum gremst fyrirkomulagið og halda því fram að landamærum hafi verið komið upp á Írlandshafi. Óeirðir síðustu daga hafa fyrst og fremst átt sér stað í hverfum sambandssinna.
Norður-Írland Bretland Brexit Tengdar fréttir Fimmtíu lögregluþjónar hafa særst á Norður-Írlandi Minnst fimmtíu lögregluþjónar hafa særst í átökum í róstum á Norður-Írlandi síðustu sex nætur. Kveikt var í strætisvagni í nótt. 8. apríl 2021 20:01 Hvatt til stillingar eftir fjórðu nótt óeirða á Norður-Írlandi Óeirðarseggir kveiktu í rútu sem þeir stálu og köstuðu bensínsprengjum að lögreglumönnum í Belfast í nótt. Þetta var fjórða nóttin í röð sem til óeirða kemur í borginni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi óeirðirnar og hvatti til stillingar. 8. apríl 2021 08:14 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Fimmtíu lögregluþjónar hafa særst á Norður-Írlandi Minnst fimmtíu lögregluþjónar hafa særst í átökum í róstum á Norður-Írlandi síðustu sex nætur. Kveikt var í strætisvagni í nótt. 8. apríl 2021 20:01
Hvatt til stillingar eftir fjórðu nótt óeirða á Norður-Írlandi Óeirðarseggir kveiktu í rútu sem þeir stálu og köstuðu bensínsprengjum að lögreglumönnum í Belfast í nótt. Þetta var fjórða nóttin í röð sem til óeirða kemur í borginni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi óeirðirnar og hvatti til stillingar. 8. apríl 2021 08:14