Átta sárir eftir axarárás í smábæ í Svíþjóð Að minnsta kosti átta manns særðust þegar karlmaður gekk berserksgang í smábænum Vetlanda, um 190 kílómetra suðaustur af Gautaborg. Sænskir fjölmiðlar segja að maðurinn hafi verið vopnaður öxi. Maðurinn var handtekinn eftir að lögreglumenn særðu hann skotsárum. 3.3.2021 19:58
Þurftu að vísa frá fólki á níræðisaldri í bólusetningu Um fimmtíu manns á níræðisaldri sem voru boðaðir í bólusetningu gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll þurftu frá að hverfa þegar bóluefnið kláraðist í dag. 3.3.2021 18:11
Kortleggja minjar sem gætu farið undir hraun Friðaðar og friðlýstar minjar, þar á meðal bæjarstæði, hús og kirkjur, gætu farið undir hraun ef gos hæfist á Reykjanesi. Minjastofnun hefur kortlagt hvaða menningarminjar sem hún hefur á skrá séu í hættu út frá nýjasta spálíkani eldfjallafræði- og náttúruváhóps Háskóla Íslands. 3.3.2021 17:31
Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug. 2.3.2021 23:56
Smábarn lifði af fimmtíu metra fall Lífsbjörg varð þegar þriggja ára gamalt barn féll af svölum á tólftu hæð húss í Hanoi, höfuðborg Víetnam, á sunnudag. Barnið féll um fimmtíu metra en sendiferðabílstjóri sem átti leið hjá náði að grípa í það áður en það skall í götuna. 2.3.2021 22:24
Lýstu John Snorra leiðina heim við Vífilsstaðavatn Ljósa- og bænastund til minningar um fjallgöngumanninn John Snorra Sigurjónsson sem fórst á fjallinu K2 í Pakistan var haldin við Vífilsstaðavatn í kvöld. 2.3.2021 20:44
Þrettán fórust í árekstri jeppa og vöruflutningabíls Þrettán manns eru látnir eftir harðan árekstur jeppa og vöruflutningabíls á hraðbraut í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. Talið er að 25 manns hafi verið um borð í jeppanum. 2.3.2021 19:28
Látrabjarg friðlýst Umhverfisráðherra skrifaði undir friðlýsingu Látrabjargs, eins stærsta fuglabjargs Evrópu í dag. Markmið friðlýsingarinnar er sagt að vernda sérstætt og fjölbreytt lífríki svæðisins og búsvæði fugla. 2.3.2021 18:50
Takmarka fjárfestingarstarfsemi viðskiptabanka Viðskiptabönkum og sparisjóðum sem taldir eru kerfislega mikilvægir eru settar þrengri skorður í viðskiptum með fjármálagerninga og hrávörur með nýjum lögum sem samþykkt voru á Alþingi í dag. 2.3.2021 18:19
Þyrla Gæslunnar aðstoðar við leit að manni sunnan við Keili Björgunarsveitir af Suðurnesjum studdar þyrlu Landshelgisgæslunnar leita nú karlmanns sem varð viðskila við konu sem var með honum á ferð sunnan við Keili í dag. Konan fannst eftir leit en björgunarsveitir telja sig vita staðsetningu mannsins. 2.3.2021 17:59