Brúin brast í beinni útsendingu Litlu mátti muna að illa færi þegar brú sem sjónvarpskona og tökumaður stóðu á fór skyndilega í sundur í beinni útsendingu í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Miklir vatnavextir hafa fylgt hitabeltisstorminum Eta þar. 12.11.2020 21:10
Bein útsending: Steindi og félagar spila inn í nóttina Þættirnir „Rauðvín og klakar“ snúa aftur á Stöð 2 Esport klukkan 22:00 í kvöld en þar spilar Steinþór Hróar Steinþórsson tölvuleiki og drekkur eina rauðvínsflösku með. 12.11.2020 21:00
Dómgreindarbrestur saksóknara en ekki lögbrot í máli Epstein á Flórída Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. 12.11.2020 19:54
Bretar afnema heimkomusóttkví vegna ferðalaga til Íslands Ísland er á meðal átta ríkja sem breskir ferðamenn geta heimsótt án þess að þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví vegna kórónuveirunnar við heimkomu frá og með laugardegi. Bann við óþarfa ferðalögum hefur verið í gildi á Bretlandi frá því í síðustu viku. 12.11.2020 17:34
Hlýnun lengir líf fellibylja yfir landi Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður. 11.11.2020 23:30
Fleiri en 50.000 nú látnir í Bretlandi Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. 11.11.2020 21:27
Páfi heitir því að uppræta misnotkun innan kirkjunnar Frans páfi hét því að uppræta kynferðislega misnotkun innan veggja kaþólsku kirkjunnar í kjölfar umfangsmikillar skýrslu um kynferðisbrot bandarísks fyrrverandi kardinála sem var birt í gær. 11.11.2020 20:37
Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. 11.11.2020 19:52
Bréf í Icelandair hækkað um rúmlega þriðjung frá útboði Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð, og er það nú um 37% hærra en í hlutafjárútboði sem var haldið fyrr í haust. Hækkunin kemur í kjölfar frétta af því að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru sem lyfjarisinn Pfizer er með í þróun virðist ætla að gefa góða raun. 11.11.2020 17:52
Vegagerðin samdi við Norlandair og Erni um flugleiðir Flugfélögin Ernir og Norlandair munu sinna áætlunarflugi til Gjögurs, Bíldudals og Hafnar í Hornafirði samkvæmt samningi við Vegagerðina. Útboð á flugleiðunum var kært í tvígang. 11.11.2020 17:31
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent