Hlýnun lengir líf fellibylja yfir landi Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2020 23:30 Fellibylurinn Flórens yfir Norður-Atlantshafi í september árið 2018 eins og hann kom fyrir sjónir geimfara um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. AP/Alexander Gerst/ESA/NASA Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður. Því hefur lengi verið spáð að fellibyljir gætu orðið öflugri eftir því sem höfin hlýna vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Hlýindin gefa byljunum meiri orku þegar þeir myndast sem gerir þeim kleift að verða enn öflugri en ella. Þessi viðbótarorka er einnig talin ástæða þess að fellibyljir missa afl hægar þegar þeir ganga á land nú en áður. Það er niðurstaða tveggja vísindamanna sem fóru yfir gögn um 71 Atlantshafsfellibyl sem gengið hefur á á land frá 1967. Þeir birtu grein um niðurstöður sínar í vísindaritinu Nature í dag. Hiti og raki yfir sjó knýr fellibylji áfram. Þegar þeir ganga á land rofna tengslin við orkuuppsprettuna og því þverr þeim afl tiltölulega fljótt. Pinaki Chakraborty frá Vísinda- og tæknistofnun Okinawa í Japan sem er annar höfundur greinarinnar segist ekki hafa átt von á að þetta breyttist þrátt fyrir hnattræna hlýnun. Niðurstöðurnar komu honum á óvart. Á sjötta áratug síðustu aldar misstu fellibyljir um tvo þriðju hluta vindstyrks síns á fyrstu sautján klukkustundunum eftir að þeir gengu á land. Nú tekur það almennt um 33 klukkustundir fyrir byljina að missa svo mikinn vindstyrk. „Fyrir Norður-Atlantshafsfellibylji sem ganga á land hefur tímarammi hnignunar næstum því tvöfaldast á undanförnum fimmtíu árum,“ segir Chakraborty sem telur þetta gríðarlega breytingu. Hjón virða fyrir sér flóð og eyðileggingu eftir fellibylinn Flórens í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum árið 2018. Þess má vænta að fellibyljir verði skeinuhættari á landi eftir því sem loft og haf hlýnar vegna athafna manna.AP/David Goldman Aukinn raki eins og varaeldsneytistankur Ástæðuna fyrir því að fellibyljirnir halda afli sínu lengur yfir landi nú telja vísindamennirnir aukinn raka sem þeir bera með sér en hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara. Þessi raki virkar eins og varaeldsneytistankur fyrir fellibyljina þegar þeir eru komnir upp á land, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Niðurstöðurnar þýða að eftir því sem hlýnar á jörðinni verði fellibyljir líklega langlífari og kröftugri þegar þeir ganga á land en áður. Þeim gæti því fylgt enn meiri hamfarir en áður. Jim Kossin, loftslags- og fellibyljasérfræðingur hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) segir AP-fréttastofunni að það sé merk uppgötvun hjá Chakraborty og Lin Li, meðhöfundi hans, að hafa komið auga á fylgnina á milli hlýinda í sjó og styrk fellibylja yfir landi. Hann kom ekki nálægt rannsókninni. Aðrar rannsóknir, meðal annars sem Kossin var höfundur að, hafa áður sýnt að fellibyljir í hitabeltinu fari nú hægar yfir en áður, beri meiri raka, þeir færist nær pólunum og þeir séu að verða öflugri á hlýnandi jörðu. Fellibyljatímabilið á Norður-Atlantshafi í haust hefur verið sérstaklega virkt. Met var slegið yfir fjölda lægða sem er gefinn nafn. Þurftu veðurfræðingar að grípa til gríska stafrófsins eftir að fyrirframákveðinn listi nafngifta var að þrotum. Fellibylurinn Þeta var 29 lægðin sem myndaðist á þessu tímabili en þær voru mest 28 árið 2005. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Fellibylurinn Eta herjar á íbúa í Mið-Ameríku Fellibylurinn Eta gekk á land í Níkaragva í gær þar sem gríðarlegt úrhelli og miklir vindar hafa herjað á íbúa. 4. nóvember 2020 13:24 Fimmtíu látin eftir aurskriður vegna Eta Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið. 6. nóvember 2020 08:26 Leifar fellibylsins Epsilon nálgast landið Það verður fremur hæg austlæg eða norðaustlæg átt í dag, þó allt að tíu metrar á sekúndu norðvestantil. 26. október 2020 06:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður. Því hefur lengi verið spáð að fellibyljir gætu orðið öflugri eftir því sem höfin hlýna vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Hlýindin gefa byljunum meiri orku þegar þeir myndast sem gerir þeim kleift að verða enn öflugri en ella. Þessi viðbótarorka er einnig talin ástæða þess að fellibyljir missa afl hægar þegar þeir ganga á land nú en áður. Það er niðurstaða tveggja vísindamanna sem fóru yfir gögn um 71 Atlantshafsfellibyl sem gengið hefur á á land frá 1967. Þeir birtu grein um niðurstöður sínar í vísindaritinu Nature í dag. Hiti og raki yfir sjó knýr fellibylji áfram. Þegar þeir ganga á land rofna tengslin við orkuuppsprettuna og því þverr þeim afl tiltölulega fljótt. Pinaki Chakraborty frá Vísinda- og tæknistofnun Okinawa í Japan sem er annar höfundur greinarinnar segist ekki hafa átt von á að þetta breyttist þrátt fyrir hnattræna hlýnun. Niðurstöðurnar komu honum á óvart. Á sjötta áratug síðustu aldar misstu fellibyljir um tvo þriðju hluta vindstyrks síns á fyrstu sautján klukkustundunum eftir að þeir gengu á land. Nú tekur það almennt um 33 klukkustundir fyrir byljina að missa svo mikinn vindstyrk. „Fyrir Norður-Atlantshafsfellibylji sem ganga á land hefur tímarammi hnignunar næstum því tvöfaldast á undanförnum fimmtíu árum,“ segir Chakraborty sem telur þetta gríðarlega breytingu. Hjón virða fyrir sér flóð og eyðileggingu eftir fellibylinn Flórens í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum árið 2018. Þess má vænta að fellibyljir verði skeinuhættari á landi eftir því sem loft og haf hlýnar vegna athafna manna.AP/David Goldman Aukinn raki eins og varaeldsneytistankur Ástæðuna fyrir því að fellibyljirnir halda afli sínu lengur yfir landi nú telja vísindamennirnir aukinn raka sem þeir bera með sér en hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara. Þessi raki virkar eins og varaeldsneytistankur fyrir fellibyljina þegar þeir eru komnir upp á land, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Niðurstöðurnar þýða að eftir því sem hlýnar á jörðinni verði fellibyljir líklega langlífari og kröftugri þegar þeir ganga á land en áður. Þeim gæti því fylgt enn meiri hamfarir en áður. Jim Kossin, loftslags- og fellibyljasérfræðingur hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) segir AP-fréttastofunni að það sé merk uppgötvun hjá Chakraborty og Lin Li, meðhöfundi hans, að hafa komið auga á fylgnina á milli hlýinda í sjó og styrk fellibylja yfir landi. Hann kom ekki nálægt rannsókninni. Aðrar rannsóknir, meðal annars sem Kossin var höfundur að, hafa áður sýnt að fellibyljir í hitabeltinu fari nú hægar yfir en áður, beri meiri raka, þeir færist nær pólunum og þeir séu að verða öflugri á hlýnandi jörðu. Fellibyljatímabilið á Norður-Atlantshafi í haust hefur verið sérstaklega virkt. Met var slegið yfir fjölda lægða sem er gefinn nafn. Þurftu veðurfræðingar að grípa til gríska stafrófsins eftir að fyrirframákveðinn listi nafngifta var að þrotum. Fellibylurinn Þeta var 29 lægðin sem myndaðist á þessu tímabili en þær voru mest 28 árið 2005.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Fellibylurinn Eta herjar á íbúa í Mið-Ameríku Fellibylurinn Eta gekk á land í Níkaragva í gær þar sem gríðarlegt úrhelli og miklir vindar hafa herjað á íbúa. 4. nóvember 2020 13:24 Fimmtíu látin eftir aurskriður vegna Eta Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið. 6. nóvember 2020 08:26 Leifar fellibylsins Epsilon nálgast landið Það verður fremur hæg austlæg eða norðaustlæg átt í dag, þó allt að tíu metrar á sekúndu norðvestantil. 26. október 2020 06:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Fellibylurinn Eta herjar á íbúa í Mið-Ameríku Fellibylurinn Eta gekk á land í Níkaragva í gær þar sem gríðarlegt úrhelli og miklir vindar hafa herjað á íbúa. 4. nóvember 2020 13:24
Fimmtíu látin eftir aurskriður vegna Eta Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið. 6. nóvember 2020 08:26
Leifar fellibylsins Epsilon nálgast landið Það verður fremur hæg austlæg eða norðaustlæg átt í dag, þó allt að tíu metrar á sekúndu norðvestantil. 26. október 2020 06:45