Mars sem stærstur og bjartastur á himninum Reikistjarnan Mars vekur athygli margra þessa dagana en hún er nú sem stærst og björtust á himninum vegna afstöðu hennar og jarðarinnar í sólkerfinu. 14.10.2020 22:50
Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. 14.10.2020 21:14
Koma á útgöngubanni í Frakklandi Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. 14.10.2020 19:28
Borgin sýknuð af kröfu kennara sem vildi ekki hætta vegna aldurs Reykjavíkurborg var sýknuð af skaðabótakröfu grunnskólakennara sem var gert að hætta störfum vegna aldurs í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 14.10.2020 18:58
Rússar segja ásakanir Norðmanna „alvarlega ögrun“ Sendiráð Rússlands í Noregi sagði ásakanir norskra stjórnvalda um að Rússar hafi staðið að tölvuárás á norska þingið í sumar „alvarlega og vísvitandi ögrun“ sem muni skaða samskipti ríkjanna. Norski utanríkisráðherrann segir vísbendingar um aðild rússneskra stjórnvalda að innbrotinu. 13.10.2020 23:36
Skrifuðu undir kjarasamning fyrir starfsmenn Norðuráls Fulltrúar Verkalýðsfélags Akraness og Norðuráls skrifuðu undir nýjan kjarasamning í kvöld. Viðræður höfðu staðið yfir í tíu mánuði og gildi samningurinn afturvirkt til ársbyrjunar. 13.10.2020 22:16
Öfgamenn ræddu um að myrða ríkisstjórann og ræna öðrum Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar. 13.10.2020 21:00
Morðingi bandarískrar vísindakonu í lífstíðarfangelsi Grískur dómstóll dæmdi karlmann á þrítugsaldri í lífstíðarfangelsi fyrir að nauðga og myrða bandaríska vísindakonu á eyjunni Krít í fyrra. 13.10.2020 20:30
Aðstoðuðu konu sem villtist við Helgafell Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu konu sem villtist af leið eftir að hún gekk á Helgafell í Hafnarfirði í kvöld. Konan var þokkalega haldin þegar hún fannst og er hún nú á leið til byggða. 13.10.2020 19:34
Áhyggjuefni að fólk skilji ekki sóttvarnatilmæli Tilmæli um að golfvellir loki samhliða því sem annað íþróttastarf leggst tímabundið af eru liður í því að reyna að koma í veg fyrir hópamyndun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það áhyggjuefni ef fólk skilur ekki hvers vegna gripið sé til sóttvarnaaðgerða. 13.10.2020 18:55