Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2.10.2020 10:09
Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1.10.2020 12:39
Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1.10.2020 11:59
Krónutölugjöld hækki minna en verðbólguspá Gert er ráð fyrir því að gjöld á áfengi, tóbak og eldsneyti hækki um 2,5% á næsta ári, nokkru undir áætlaðri hækkun vísitölu neysluverðs. Hækkun gjaldanna á að skila ríkissjóði tæpum tveimur milljörðum króna í tekjur. 1.10.2020 11:04
Loka leikskólanum Baugi í Kópavogi vegna smits Leikskólanum Baugi í Kópavogi hefur verið lokað tímabundið og allir starfsmenn og börn send í sóttkví eftir að eitt kórónuveirusmit greindist þar. Foreldrar fengu upplýsingar um smitið og lokunina seint í gærkvöldi. 29.9.2020 12:04
Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29.9.2020 11:38
Mannfall í hernaðarátökum Asera og Armena Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. 27.9.2020 14:36
Strax grunur um að fólkið ætlaði ekki að virða sóttkví Þrír erlendir ferðamenn sem voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi voru sektaðir um 250.000 krónur hver. Grunur kviknaði strax um að fólkið myndi ekki virða sóttkví við komuna til landsins. 27.9.2020 13:08
Höfnuðu því að afnema frjálsa för innan ESB Afgerandi meirihluti þeirra sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um að afnema frjáls för fólks innan Evrópusambandsins í Svisslandi hafnaði tillögunni. 27.9.2020 12:10
Tuttugu bætast í hóp smitaðra á milli daga Kórónuveirusmituðum fjölgaði um tuttugu manns í gær. Af þeim greindust fimm manns í sóttkví eða við handahófskennda skimun en fimmtán hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu. Fjórir eru nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. 27.9.2020 11:06