Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kuldamet líklega slegið á Þingvöllum í nótt

Líklegt er að kuldamet í september hafi verið slegið á Þingvöllum þegar hitamælir í þjónustumiðstöðinni í þjóðgarðinum sýndi -9,5°C frost í nótt. Veðurfræðingur segir að heiðríkja og þurrt loft í háloftunum hafi stuðlað að kuldanum.

Ginsburg fyrsta konan á viðhafnarbörum í þinghúsinu

Opinber minningarathöfn um Ruth Bader Ginsburg, bandaríska hæstaréttardómaranna sem andaðist á föstudag, fer fram í Washington-borg í dag. Ginsburg er fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að liggja á viðhafnarbörum í bandaríska þinghúsinu.

Stöðvaði sölu á „endurunnum“ smokkum

Lögreglan í Víetnam lagði hald á hundruð þúsunda notaðra smokka sem voru hreinsaðir og seldir sem nýir. Ekki liggur fyrir hversu margir notaðar smokkar höfðu þegar verið seldir.

Leiðtogi repúblikana segir að valdaskiptin fari fram „skipulega“

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, fullyrðir að valdaskipti eftir kosningar í nóvember fari fram á „skipulegan“ hátt þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi sagt að hann gæti ekki lofað að þau færu friðsamlega fram í gær.

Hundruð mótmælenda handtekin í Hvíta-Rússlandi

Öryggissveitir Alexanders Lúkasjenkó Í Hvíta-Rússlandi handtóku á fjórða hundrað mótmælenda sem komu saman til þess að andæfa óvæntri embættistöku sitjandi forsetans í gær.

Netanjahú sagður með óhreinan þvott í pokahorninu

Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis.

Trump neitar að lofa friðsömum valdaskiptum

Áhyggjur af því að hörð átök verði um úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum í vetur jukust í gær þegar Donald Trump forseti vildi ekki skuldbinda sig til þess að valdaskipti verði friðsöm sama hver úrslitin verða.

Sjá meira