Fréttamaður

Sigurður Orri Kristjánsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Rann­saka vinnu­brögð verk­takanna eftir sprenginguna

Vinnueftirlitið mun setja sig í samband við verktakafyrirtækið sem byggir húsið í Garðabæ þar sem sprenging varð í gær. Sérfræðingur hjá stofnuninni segir mikilvægt að sýna aðgát þegar unnið er með hættuleg efni.

„Við vitum ekki hvernig þetta fór af stað“

Lögregla rannsakar nú sprengingarnar sem urðu í Garðabæ í gær þegar gaskútar sprungu í nýbyggingu í Garðabæ og flugu tugi metra. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að fólk hafi verið í verulegri hættu og því mildi að enginn hafi slasast. Eldsupptök eru enn ókunn.

„Gríðarlegur léttir að málinu sé lokið“

Margra ára skattsvikamáli hljómsveitarinnar Sigur rósar lauk í gær þegar að Landsréttur vísaði kröfu ríkisskattstjóra frá dómi. Lögmaður Jóns Þórs Birgissonar, eða Jónsa í Sigur rós eins og hann er oftast kallaður, segir skattstjóra hafa of víðtækar heimildir til kyrrsetningar.

Segir sýknu­dóm von­brigði

Framkvæmdastjóri Frigusar segir dóm í máli gegn ríkinu og Lindarhvoli koma gríðarlega á óvart og vera vonbrigði. Íslenska ríkið og Lindarhvoll voru í dag sýknuð af kröfu félagsins vegna sölu á eignarhaldsfélaginu Klakka.

„Við viljum ekki hægja á umferðinni“

Bæjarstjóri Seltjarnarness gagnrýnir harðlega ákvörðun meirihlutans í Reykjavík um að breyta hringtorgi í vesturbænum í svo kölluð T-gatnamót. Ljósastýrð gatnamót og gönguljós munu reynast farartálmi fyrir Seltirninga á leið til höfuðborgarinnar.

Segir mikil von­brigði að sjó­menn hafi fellt kjara­samninga

Það eru mikil vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Erfitt sé að fullyrða um hvaða atriði það voru sem urðu til þess að kjarasamningurinn hafi verið felldur.

Með harð­sperrur fram á sumar eftir þrek­próf sér­sveitarinnar

Sérsveitin hefur aðlagað þrekhluta inntökuprófsins í sveitina að nýjum tímum með breytingum sem eiga að gera möguleika kvenna meiri á því að ná prófinu. Það þýðir samt ekki að það sé verið að slaka á kröfum, meðaljónar geti ekki náð lágmörkum.

Segir tímalengd samningsins hafa setið í sjómönnum

Formaður sjómannafélags Íslands segir það alls ekki hafa komið á óvart að kjarasamningur sjómanna við Samband félaga í sjávarútvegi hafi verið felldir með afgerandi hætti. Tveir af hverjum þremur sjómönnum greiddu atkvæði gegn samningnum

Sjá meira