Segir útskýringar óperustjóra hlægilegar Maður af asískum uppruna segir notkun á svo kallaðri „yellow face“ förðun hjá Íslensku óperunni kynda undir fordóma og segir útskýringar óperustjóra frá því í gær hlægilegar. Þá hefur leikari lýst því yfir að hann muni ekki fara í gervið í næstu sýningu. 11.3.2023 09:52
Óperustjóri hafnar ásökunum um rasisma Óperustjóri hafnar með öllu ásökunum um rasisma vegna leikgerva í sýningunni Madame Butterfly. Hár og búningar séu notaðir til að fanga tíðaranda þessa klassíska verks. 9.3.2023 17:58
Vill gera Ísland meira aðlaðandi fyrir sérfræðinga Atvinnuleyfi verða bundin við einstaklinga en ekki fyrirtæki ef tillögur forsætisráðherra verða að veruleika. Stjórnsýslan verður einfölduð, reglur um dvalarleyfi verða rýmkaðar og spálíkön gerð um mannaflaþörf í hinum ýmsu atvinnugreinum. 8.3.2023 20:32
Gagnrýnir íburðarmikla blaðamannafundi lögreglu Lögmaður eins sakborninga í Euromarket-málinu svokallaða, sem látið var niður falla á dögunum, segir skaðabótamál gegn ríkinu í farvatninu. Hann gagnrýnir lögreglu fyrir íburðarmikla blaðamannafundi, sem séu til þess fallnir að sveigja almenningsálitið. 3.3.2023 21:01
Krefst þess að lögreglan biðjist afsökunar Sex ára rannsókn á máli sem lögreglan kynnti sem eitt umfangsmesta fíkniefna og peningaþvættismál sögunnar er lokið án þess að gefin verði út ákæra. Fyrrverandi sakborningur í málinu krefst afsökunarbeiðni. 2.3.2023 20:53
Segja næstu verkfallsboðun Eflingar ekki koma til framkvæmda Samtök atvinnulífsins segja Eflingu ekki hafa staðið rétt að verkfallsboðun og samtökunum hafi ekki borist tilkynning um verkfallið sem hefði átt að hefjast 28. febrúar. Verkfallið hafi ekki verið boðað með lögbundnum sjö sólarhringa fyrirvara og komi því ekki til framkvæmda. 22.2.2023 12:53
Segir það lýsa metnaðarleysi að leggja niður Borgarskjalasafnið Borgarskjalavörður segir hugmyndir um að leggja niður Borgarskjalasafnið metnaðarlausar en tillögu þess efnis var frestað í borgarráði í gær. Starfið yrði sett áratugi aftur í tímann. 17.2.2023 22:00
Endalok Iðnaðarsafnsins á Akureyri Iðnaðarsafnið á Akureyri skellir í lás um mánaðarmótin eftir tuttugu og fimm ára starf. Ömurleg afmælisgjöf frá Akureyrarbæ segir stjórnandi safnsins. 17.2.2023 14:00
Segir leiðsögumönnum að láta dæluna ganga Dagsferðir frá höfuðborginni verða fyrstar til að falla vegna verkfallsaðgerða segir rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækis. Allir leiðsögumenn hafa verið beðnir um að fylla á tankinn eins oft og þeir mögulega geta. 16.2.2023 19:00
Segir raunverulegan möguleika á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar Þúsundir ferðamanna sem sem von er á til landsins munu ekki geta nýtt sér þá gistingu sem þeir hafa keypt sér vegna verkfallsaðgerða á hótelum. Raunverulegur möguleiki á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar segir talsmaður ferðaþjónustunnar. Verkföllin hafa áhrif á allt samfélagið. 16.2.2023 12:58
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent