Skák

Fréttamynd

Átta ára undra­barn sem fékk ekki að horfa á YouTu­be

Átta ára Rússi hefur stolið senunni á heimsmeistaramótinu í hraðskák og tekist að vinna tvo stórmeistara á mótinu. Stolt móðir hans segist hafa viljað halda honum frá tölvuleikjum og YouTube, og að markmiðið sé að vinna Magnus Carlsen einn daginn.

Sport
Fréttamynd

Rík­harður Sveins­son er látinn

Ríkharður Sveinsson, formaður Taflfélags Reykjavíkur, er látinn, 56 ára að aldri. Greint var frá andlátinu á heimasíðu Skáksambands Íslands á dögunum en Ríkharður lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans 20. desember.

Innlent
Fréttamynd

Úlf­úð í ís­lensku skáksamfélagi

Mikið ósætti ríkir í skáksamfélaginu á Íslandi eftir að fjórir keppendur drógu sig úr Íslandsmótinu í Fischer slembiskák sem lauk í dag. Ósættið stafaði af því að einstaklingur sem tók ekki þátt í undankeppni mótsins fékk sæti í úrslitakeppninni vegna forfalla.

Innlent
Fréttamynd

Að­förin að ís­lenskri skák

Íslenskt skáklíf stendur í miklum blóma nú um stundir. Iðkendum fjölgar, fjölmörg spennandi skákmót eru haldin í hverjum mánuði, auk þess sem ungir og upprennandi skákmenn eru að koma fram á sjónarsviðið í miklum mæli.

Skoðun
Fréttamynd

Stór­meistarar verði ekki lengur opin­berir starfs­menn

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur kynnt áform um ný heildarlög um skák. Helsta breytingin sem er áformuð er að stórmeistarar í skák verði ekki lengur opinberir starfsmenn og að þeir fái ekki greitt fyrir það eitt að vera stórmeistarar.

Sport
Fréttamynd

Enginn titringur lengur á milli Carl­sen og Niemann

Magnus Carl­sen, marg­faldur heims­meistari í skák og Hans Niemann, skák­meistari, hafa náð sáttum og segist Carl­sen reiðu­búinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skák­mótum í fram­tíðinni, að því er fram kemur í um­fjöllun Guar­dian.

Sport
Fréttamynd

„Karl­menn eru tölu­vert betri í skák“

Forseti Skáksambands Íslands segist ekki sammála ákvörðun Alþjóðaskáksambandsins um að banna trans konum að keppa í kvennaflokki á mótum á vegum sambandsins. Hann segir alþjóðasambandið óttast vandamál sem aldrei hefur komið upp. Þá sé keppt í kvennaflokki þar sem karlar séu betri í skák. 

Innlent
Fréttamynd

Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda

„Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensk vega­bréf Bobby Fischer fundust fyrir til­viljun

Stefán Haukur Jóhanns­son, sendi­herra Ís­lands í Japan, af­henti Fischer­setrinu á Sel­fossi tvö ís­lensk vega­bréf skák­snillingsins Bobby Fischer sem gefin voru út árið 2005 þegar hann fékk ríkis­borgara­rétt hér á landi. Vega­bréfin voru týnd en fundust fyrir til­viljun, eitt í sendi­ráðinu í Japan og annað á skrif­stofu utan­ríkis­ráðu­neytisins.

Lífið
Fréttamynd

Meið­yrða­máli Niemann gegn Carl­sen vísað frá

Alríkisdómstóll í Missouri í Bandaríkjunum vísaði meiðyrðamáli Hans Niemann gegn norska stórmeistaranum Magnusi Carlsen og skákvefnum Chess.com frá dómi í gær. Niemann krafðist hundrað milljóna dollara í bætur vegna ásakana um að hann hefði haft rangt við þegar hann sigraði Carlsen á móti í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Keypti eftir­líkingu á 27 milljónir og situr uppi með Svarta-Pétur

Noah Siegel, bandarískur fjárfestir, pókerspilari og skákmaður, keypti taflborð í þeirri trú að um væri að ræða borð sem notað var í einvígi aldarinnar milli þeirra Bobby Fischers og Borisar Spasskí. Hins vegar kom á daginn að um var að ræða eftirlíkingu og Siegel keypti þannig köttinn í sekknum.

Innlent
Fréttamynd

Vignir Vatnar Ís­lands­meistari í skák

Vignir Vatnar Stefánsson, nýjasti stórmeistari Íslands, tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í skák í kvöld. Fara þurfti í bráðabana milli þriggja efstu skákmanna og hafði Vignir að lokum betur.

Sport
Fréttamynd

Ding Li­ren heims­meistari í skák

Kínverski stórmeistarinn Ding Liren tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í skák með sigri á rússneska stórmeistaranum Ian Nepomniachtchi. Fór viðureign þeirra alla leið í bráðabana. Liren er 17. heimsmeistari sögunnar sem og fyrsti Kínverjinn til að afreka það.

Sport
Fréttamynd

Bein út­sending: Ís­land gegn á­hrifa­völdunum

Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið, Reykjavik Open, klárast í dag og í tilefni af því verður blásið til lokaveislu í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Útsláttarhraðskáksmót sem ber yfirskriftina Ísland gegn áhrifavöldunum hefst klukkan 15:30. Einnig er vakt neðst í fréttinni þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála.

Lífið
Fréttamynd

Stærsta Reykja­víkur­skák­mót sögunnar hefst í dag

Aldrei hafa fleiri tekið þátt í Reykjavíkurskákmótinu og nú en það verður sett eftir hádegi í dag. Forseti Skáksambands Íslands segir sprengingu hafa átt sér stað í skákáhuga í heiminum og Reykjavíkurskákmótið sé með þekktustu og sterkustu skákmótum heims.

Innlent