Fjölmiðlar

Fréttamynd

Sýn fær fjár­mála­stjóra frá Kviku

Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fylgst með Ís­landi úr öllum áttum

Fjölmiðlar um allan heim fjalla um gosið sem hófst milli stóra Skógfells og Hagafells í kvöld. Þó virðist áhugi sumra miðla minni en á síðustu gosum sem voru í kastljósi fjölmiðla.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi mál koma okkur ekkert við“

Björn Leifsson, eigandi World Class, segir þau mál sem Kristján Ólafur Sigríðarson sé flæktur í ekki koma sér, eiginkonu eða fyrirtæki við á neinn hátt. Hann fordæmir að vera dreginn inn í svo alvarleg mál og biðlar til fjölmiðla að vanda til verka.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Blaðamannaverðlaunin af­hent

Blaðamannaverðlaunin ársins 2023 verða veitt á Kjarvalsstöðum í dag. Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum: viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og blaðamannaverðlaun ársins.

Innlent
Fréttamynd

Matthías Johannes­sen er látinn

Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og skáld, er látinn. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 94 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Kæru Maríu Lilju á hendur Mbl vísað frá

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað frá kæru Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp á hendur Mbl.is og Árvakri fyrir brot á siðareglum í frétt miðilsins. Ástæðan var sú að María Lilja var hvorki til umfjöllunar í fréttinni né hafði bein tengsl við umfjöllunarefnið.

Innlent
Fréttamynd

Sultuslakur eftir grín Gísla Marteins

Það fauk í Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing að sjá grín gert að kollega hans í stéttinni í Vikunni í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hrafn Guðmundsson, skotspónn grínsins, er aftur á móti sultuslakur.

Lífið
Fréttamynd

Heimir Már, Auður Ösp, Sunna og Elísa­bet til­nefnd til verð­launa

Tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands voru kynntar í dag og verða verðlaunin veitt að viku liðinni á Kjarvalsstöðum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hlaut þrjár tilnefningar til verðlauna en þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki sem eru fjórir talsins: Viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og Blaðamannaverðlaun ársins. 

Innlent
Fréttamynd

Hulda hættir hjá Sýn og sviðið lagt niður

Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar og rekstrar hjá Sýn hf., hefur óskað eftir að láta af störfum. Ákveðið var í kjölfarið að ráðast í skipulagsbreytingar og leggja sviðið niður. Verkefni sviðsins verða flutt á aðra stjórnendur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lagt til að auglýsingasala RÚV verði staf­ræn

Starfshópur menningar- og viðskiptaráðuneytisins leggur til að stafræn leið verði farin til að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði. Sala og markaðssetning á auglýsingum verði óheimil hjá RÚV en hægt sé að kaupa auglýsingahólf samkvæmt verðskrá á vefnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggja til ýmsar breytingar á aug­lýsinga­sölu RÚV

Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og unnið að því að hefðbundin sala og markaðsetning á auglýsingum hjá RÚV verði gerð óheimil, ef tillögur um stefnu um málefni fjölmiðla til ársins 2030 ná fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Kosningaapp RÚV til skoðunar eftir að kjós­endur Bashars kusu Heru

Myndband af meintum galla á kosningakerfi í einvígi Söngvakeppninnar á RÚV fór í dreifingu eftir að sigur Heru Bjarkar var tilkynntur í kvöld. Nokkur fjöldi fólks kannaðist við að hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn sér til mikillar furðu. RÚV segir málið til skoðunar en meintur galli hafi þó ekki getað haft áhrif á niðurstöðu kvöldsins.

Lífið
Fréttamynd

Þegar Ari Trausti rauk úr beinni út­sendingu

Harðlífi er hlaupið í framboð væntanlegra forsetaframbjóðenda en kosið verður 1. júní 2024. Þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti um að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér þriðja kjörtímabilið kom það mörgum á óvart. Aðdragandi forsetakjörs er ekkert grín eins og dæmin sanna.

Innlent
Fréttamynd

Sýnileikadagur FKA: „Mikið er hún góð þessi!“

„Ein sem ég þekki ákvað til dæmis eitt sinn að taka svolítið karlana á þetta, bjóða þeim í einn og einn golfhring. Og hvað gerðist? Jú, strax eftir fyrsta höggið var viðmótið öðruvísi og hún sá hvernig svipurinn á andlitinu á þeim breyttist í: Mikið er hún góð þessi!“segir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og hlær.

Atvinnulíf