Landbúnaður

Fréttamynd

Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum

Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins.

Innlent
Fréttamynd

Innflutningur landbúnaðarvara – Hvað er í gangi?

Komið hefur í ljós að ósamræmi er milli talna um útflutning landbúnaðarvara frá ESB til landsins og tölum um innflutning í gögnum Hagstofu Íslands. Þessi munur kallar á skýringar og er í raun mjög alvarlegur ef satt reynist.

Skoðun
Fréttamynd

Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman

Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur.

Innlent
Fréttamynd

Frábær sprettutíð í sumarlok bjargar kartöfluuppskerunni

Kartöflubændur í Þykkvabæ þakka hlýindum og vætu í sumarlok það að nú stefni í bærilega uppskeru eftir kuldatíð langt fram eftir sumri. Þetta kom fram í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af kartöfluakrinum í Rangárvallasýslu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Söngurinn klikkaði ekki í Tungnaréttum

Mikið var sungið í Tungnaréttum í Biskupstungum í morgun en réttirnar voru óvenjulegar fyrir þær sakir að aðeins mátta tvö hundruð manns mæta í réttirnar. Um fimm þúsund fjár voru hins vegar í réttunum.

Innlent
Fréttamynd

Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði

Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð.

Innlent
Fréttamynd

Með risasvepp sem bragðast eins og steik

Sveppabóndi í Kópavogi segir sveppina til margra hluta nytsamlega, hvort sem er í matreiðslu, húsgagnasmíð eða skógerð. Hann ræktaði á dögunum gríðarstóran svepp sem hann segir bragðast eins og dýrindis steik.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta haustlægðin: Hafa séð það svartara

Það snjóaði víða á Norðausturlandi í nótt og í morgun eftir að fyrsta haustlægðin lét til sín taka. Bændur í Þingeyjarsveit voru smeykir við veðrið sem þó gekk yfir án teljandi vandræða.

Innlent
Fréttamynd

Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum

Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Hænsnastand á föngunum á Sogni í Ölfusi

Þeir fjórtán fangar, sem eru í fangelsinu á Sogni í Ölfusi hafa nóg fyrir stafni því þeir hugsa m.a. um hænur, bleikjur og plöntur, auk þess að vera með fullkomið hljóðver í fangelsinu.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar vilja ekki vinna við sauðfjárslátrun

Illa gengur að ráða starfsfólk í sauðfjárslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi, sem hefst 4. september í haust enda lítill sem engin áhugi hjá Íslendingum að vinna við slátrunina. Í staðinn verður reynt að ráða útlendinga til starfa.

Innlent
Fréttamynd

MAST gefur lítið fyrir baráttu Brynju Dan

Hvatning Brynju Dan Gunnarsdóttur til fylgjenda sinna á Instagram samsvaraði „einkar óvæginni og rætinni herferð“ í garð dýragarðsins í Slakka, að mati dýralæknis hjá Matvælastofnun.

Innlent