Þýskaland Vill Navalní úr haldi tafarlaust Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í dag. Utanríkisráðherra fer fram á að honum verði tafarlaust sleppt úr haldi. Erlent 18.1.2021 19:00 Armin Laschet nýr formaður Kristilegra demókrata Armin Laschet var í dag kosinn formaður Kristilegra demókrata og tekur hann við embættinu af Annegret Kramp-Karrenbauer. Á undan henni hafði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gegnt formannsembættinu frá árinu 2000 til 2018. Erlent 16.1.2021 14:48 „Snjórinn er fallegur. Að renna sér á fjöldagröfum er ekki fallegt“ Forsvarsmenn Buchenwald-safnsins í Þýskalandi hafa varað heimamenn við því að þeir sem verða uppvísir að því að stunda vetraríþróttir nálægt helgum reitum innan svæðisins verða tilkynntir til lögreglu. Erlent 15.1.2021 13:08 Þrír kljást um að verða næsti formaður Kristilegra demókrata Landsfundur Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi, flokks Angelu Merkel kanslara, fer fram á netinu um helgina þar sem 1.001 landsfundarfulltrúi mun velja nýjan formann flokksins. Vinni Kristilegir demókratar sigur í þingkosningunum næsta haust kann svo að fara að nýr formaður CDU verði næsti kanslari landsins. Þrír karlar sækjast nú eftir að leiða flokkinn. Erlent 15.1.2021 11:27 Komust yfir mörg hundruð vegabréfa og skilríkja Lögregla í Þýskalandi segir að þjófar hafi komist yfir mörg hundruð nýrra vegabréfa og annarra persónuskilríkja eftir að brotist var inn öryggishólf á skrifstofum hins opinbera í Köthen í austurhluta landsins. Þjófarnir stálu jafnframt tveimur fingrafaraskönnum. Erlent 14.1.2021 14:30 Siegfried í Siegfried og Roy er látinn Þýsk-bandaríski töframaðurinn Siegfried Fischbacher er látinn, 81 ára að aldri. Lífið 14.1.2021 13:04 Óttast að missa stjórn á nýja afbrigðinu í Evrópu Forsvarsmenn Evrópusambandsins óttast að nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar, sem virðist smitast auðveldar á milli manna, nái stjórnlausri dreifingu Í Evrópu. Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá ESB, segir að dreifingu afbrigðisins verði að stöðva með öllum ráðum. Erlent 13.1.2021 23:20 Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. Erlent 29.12.2020 13:04 Lestarsamgöngur röskuðust vegna syrgjandi svans Syrgjandi svanur olli því að lestarsamgöngur milli þýsku borganna Kassel og Göttingen röskuðust mikið í gærmorgun. Fella varð niður rúmlega tuttugu ferðir vegna fuglsins. Erlent 29.12.2020 10:08 Alvarlega særðir eftir skotárás í Berlín Fjórir eru alvarlega særðir eftir skotárás í Kreuzberg-hverfi í Berlín í Þýskalandi í dag. Þungvopnaðir sérsveitarmenn hafa verið kallaðir út vegna málsins. Þeir sem særðust eru karlar á aldursbilinu 30 til 42 ára og hafa þeir allir verið fluttir á sjúkrahús. Erlent 26.12.2020 15:11 Augsburg úr leik | Darmstadt flaug áfram Það var ólíkt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi er þau léku í 32-liða úrslitum í bikarnum í kvöld. Bæði lið léku þó án Íslendinganna í kvöld. Augsburg tapaði 0-3 á meðan Darmstadt vann 3-0. Fótbolti 22.12.2020 21:35 Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Erlent 22.12.2020 15:30 Dæmdur fyrir árásina á bænahús gyðinga í Halle Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir árás sína á bænahús gyðinga í borginni Halle í október á síðasta ári. Erlent 21.12.2020 12:05 Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi. Erlent 20.12.2020 22:07 Banna flug frá Bretlandi vegna nýja afbrigðisins Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. Erlent 20.12.2020 13:36 Bólusetning hefst í aðildarríkjum ESB þann 27. desember Öll aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn Covid-19 þann 27. desember. Þetta segir Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands. Erlent 17.12.2020 11:17 Tæplega þúsund ný dauðsföll rakin til Covid-19 í Þýskalandi Þjóðverjar hafa hert á samkomutakmörkunum í landinu til að reyna að stemma stigu við kórónufaraldrinum sem er í mikilli uppsveiflu í landinu. Aðgerðirnar gilda til 10. janúar hið minnsta en aðeins verður slakað á yfir jólahátíðina þar sem hverju heimili verður heimilt að hafa hjá sér fjóra gesti úr sinni nánustu fjölskyldu. Erlent 16.12.2020 08:03 Annar tvíburinn handtekinn í tengslum við demantarán Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið annan tvíburabróðurinn sem auglýst hefur verið eftir í tengslum við rán sem framið var í Grænu hvelfingunni í Dresden. Bræðurnir höfðu verið á flótta frá því að ránið var framið. Erlent 15.12.2020 21:23 Skólum og verslunum lokað í Þýskalandi Angela Merkel Þýskalandskanslari boðaði í dag verulega hertar aðgerðir í Þýskalandi vegna covid-19. Meðal annars stendur til að loka verslunum, skólum og barnadaggæslu. Nýjar reglur munu taka gildi frá og með næsta miðvikudegi að því er Deutsche Welle greinir frá. Erlent 13.12.2020 13:00 Merkel kallar eftir hertum sóttvörnum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir hertum sóttvarnaraðgerðum í Þýskalandi í aðdraganda jólanna. Í ræðu á þýska þinginu í morgun lýsti Merkel yfir stuðningi við tillögur sóttvarnalæknis Þýskalands sem fela meðal annars í sér að loka verslunum strax eftir jól, að sem flestir vinni að heiman og að jólafrí skóla verði lengd, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 9.12.2020 13:36 Afganir og Talibanar ná sínu fyrsta samkomulagi Samningamenn Talibana og ríkisstjórnar Afganistan hafa komist að þeirra fyrsta samkomulagi. Samkomulagið snýr að grunni áframhaldandi viðræðna og þar af leiðandi því að binda mögulega enda á átökin í landinu en einungis er um fyrsta skrefið af mörgum að ræða. Erlent 2.12.2020 16:44 Níu mánaða barn meðal látnu Fjórir eru látnir eftir að maður ók bifreið inn á göngugötu í borginni Trier í Þýskalandi í dag. Meðal látnu er níu mánaða gamalt barn. Lögregla hefur handtekið 51 árs gamlan mann en hann er sagður hafa verið undir áhrifum áfengis. Erlent 1.12.2020 19:54 Bíl ekið á gangandi vegfarendur í Trier Minnst tveir eru látnir og eru minnst tíu sagðir hafa særst og þar af einhverjir alvarlega þegar bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Trier í Þýskalandi í dag. Erlent 1.12.2020 14:16 Óvissa um eiganda typpis gerir lögreglu erfitt fyrir við rannsókn Lögreglan í Þýskalandi rannsakar nú það hvernig stærðarinnar timburtyppi hvarf af fjalli, þar sem typpið birtist óvænt fyrir nokkrum árum. Útlit er fyrir að typpið hafi verið sagað niður um miðja nótt um helgina. Erlent 1.12.2020 10:27 Vill samkomulag um að skíðasvæði í Evrópu verði lokuð fram yfir áramót Þýsk stjórnvöld leitast nú eftir samkomulagi við önnur aðildarríki ESB um að halda skíðasvæðum lokuðum fram í byrjun janúar. Skuli það gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Erlent 26.11.2020 10:06 Maður í Berlín í haldi grunaður um morð og mannát Lögregla í Berlín í Þýskalandi hefur handtekið mann sem grunaður er um morð og mannát eftir að bein úr fórnarlambinu fundust í almenningsgarði í norðurhluta borgarinnar. Erlent 20.11.2020 14:26 Leystu upp mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Berlín Lögreglumenn í óeirðarbúningum beittu háþrýstisdælum til þess að dreifa mótmælendum gegn sóttvarnaaðgerðum í Berlín í dag. Mótmælendurnir hunsuðu fyrirmæli um að þeir notuðu grímur og pössuðu upp á fjarlægðarmörk sín á milli. Erlent 18.11.2020 16:26 Þrír handteknir vegna ránsins í Grænu hvelfingunni í Dresden Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið þrjá vegna gruns um að tengjast ráninu í Grænu hvelfingunni í Dresden, einu stærsta dýrgripasafni álfunnar, í nóvember á síðasta ári. Erlent 17.11.2020 13:34 Ná ekki saman um notkun hraðprófa til að liðka fyrir ferðalögum Aðildarríki Evrópusambandsins virðast eiga í erfiðleikum með að koma sér saman um sameiginlegar reglur um notkun hraðprófa til þess að greina kórónuveiruna Viðskipti erlent 17.11.2020 13:10 Þýskar kórónuveiruauglýsingar vekja mikla athygli Sófakartöflur fá uppreisn æru í nýrri auglýsingaherferð þýsku ríkisstjórnarinnar þar sem íbúar landsins eru hvattir til þess að halda sig heima í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Erlent 16.11.2020 15:02 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 38 ›
Vill Navalní úr haldi tafarlaust Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í dag. Utanríkisráðherra fer fram á að honum verði tafarlaust sleppt úr haldi. Erlent 18.1.2021 19:00
Armin Laschet nýr formaður Kristilegra demókrata Armin Laschet var í dag kosinn formaður Kristilegra demókrata og tekur hann við embættinu af Annegret Kramp-Karrenbauer. Á undan henni hafði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gegnt formannsembættinu frá árinu 2000 til 2018. Erlent 16.1.2021 14:48
„Snjórinn er fallegur. Að renna sér á fjöldagröfum er ekki fallegt“ Forsvarsmenn Buchenwald-safnsins í Þýskalandi hafa varað heimamenn við því að þeir sem verða uppvísir að því að stunda vetraríþróttir nálægt helgum reitum innan svæðisins verða tilkynntir til lögreglu. Erlent 15.1.2021 13:08
Þrír kljást um að verða næsti formaður Kristilegra demókrata Landsfundur Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi, flokks Angelu Merkel kanslara, fer fram á netinu um helgina þar sem 1.001 landsfundarfulltrúi mun velja nýjan formann flokksins. Vinni Kristilegir demókratar sigur í þingkosningunum næsta haust kann svo að fara að nýr formaður CDU verði næsti kanslari landsins. Þrír karlar sækjast nú eftir að leiða flokkinn. Erlent 15.1.2021 11:27
Komust yfir mörg hundruð vegabréfa og skilríkja Lögregla í Þýskalandi segir að þjófar hafi komist yfir mörg hundruð nýrra vegabréfa og annarra persónuskilríkja eftir að brotist var inn öryggishólf á skrifstofum hins opinbera í Köthen í austurhluta landsins. Þjófarnir stálu jafnframt tveimur fingrafaraskönnum. Erlent 14.1.2021 14:30
Siegfried í Siegfried og Roy er látinn Þýsk-bandaríski töframaðurinn Siegfried Fischbacher er látinn, 81 ára að aldri. Lífið 14.1.2021 13:04
Óttast að missa stjórn á nýja afbrigðinu í Evrópu Forsvarsmenn Evrópusambandsins óttast að nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar, sem virðist smitast auðveldar á milli manna, nái stjórnlausri dreifingu Í Evrópu. Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá ESB, segir að dreifingu afbrigðisins verði að stöðva með öllum ráðum. Erlent 13.1.2021 23:20
Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. Erlent 29.12.2020 13:04
Lestarsamgöngur röskuðust vegna syrgjandi svans Syrgjandi svanur olli því að lestarsamgöngur milli þýsku borganna Kassel og Göttingen röskuðust mikið í gærmorgun. Fella varð niður rúmlega tuttugu ferðir vegna fuglsins. Erlent 29.12.2020 10:08
Alvarlega særðir eftir skotárás í Berlín Fjórir eru alvarlega særðir eftir skotárás í Kreuzberg-hverfi í Berlín í Þýskalandi í dag. Þungvopnaðir sérsveitarmenn hafa verið kallaðir út vegna málsins. Þeir sem særðust eru karlar á aldursbilinu 30 til 42 ára og hafa þeir allir verið fluttir á sjúkrahús. Erlent 26.12.2020 15:11
Augsburg úr leik | Darmstadt flaug áfram Það var ólíkt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi er þau léku í 32-liða úrslitum í bikarnum í kvöld. Bæði lið léku þó án Íslendinganna í kvöld. Augsburg tapaði 0-3 á meðan Darmstadt vann 3-0. Fótbolti 22.12.2020 21:35
Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Erlent 22.12.2020 15:30
Dæmdur fyrir árásina á bænahús gyðinga í Halle Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir árás sína á bænahús gyðinga í borginni Halle í október á síðasta ári. Erlent 21.12.2020 12:05
Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi. Erlent 20.12.2020 22:07
Banna flug frá Bretlandi vegna nýja afbrigðisins Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. Erlent 20.12.2020 13:36
Bólusetning hefst í aðildarríkjum ESB þann 27. desember Öll aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn Covid-19 þann 27. desember. Þetta segir Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands. Erlent 17.12.2020 11:17
Tæplega þúsund ný dauðsföll rakin til Covid-19 í Þýskalandi Þjóðverjar hafa hert á samkomutakmörkunum í landinu til að reyna að stemma stigu við kórónufaraldrinum sem er í mikilli uppsveiflu í landinu. Aðgerðirnar gilda til 10. janúar hið minnsta en aðeins verður slakað á yfir jólahátíðina þar sem hverju heimili verður heimilt að hafa hjá sér fjóra gesti úr sinni nánustu fjölskyldu. Erlent 16.12.2020 08:03
Annar tvíburinn handtekinn í tengslum við demantarán Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið annan tvíburabróðurinn sem auglýst hefur verið eftir í tengslum við rán sem framið var í Grænu hvelfingunni í Dresden. Bræðurnir höfðu verið á flótta frá því að ránið var framið. Erlent 15.12.2020 21:23
Skólum og verslunum lokað í Þýskalandi Angela Merkel Þýskalandskanslari boðaði í dag verulega hertar aðgerðir í Þýskalandi vegna covid-19. Meðal annars stendur til að loka verslunum, skólum og barnadaggæslu. Nýjar reglur munu taka gildi frá og með næsta miðvikudegi að því er Deutsche Welle greinir frá. Erlent 13.12.2020 13:00
Merkel kallar eftir hertum sóttvörnum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir hertum sóttvarnaraðgerðum í Þýskalandi í aðdraganda jólanna. Í ræðu á þýska þinginu í morgun lýsti Merkel yfir stuðningi við tillögur sóttvarnalæknis Þýskalands sem fela meðal annars í sér að loka verslunum strax eftir jól, að sem flestir vinni að heiman og að jólafrí skóla verði lengd, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 9.12.2020 13:36
Afganir og Talibanar ná sínu fyrsta samkomulagi Samningamenn Talibana og ríkisstjórnar Afganistan hafa komist að þeirra fyrsta samkomulagi. Samkomulagið snýr að grunni áframhaldandi viðræðna og þar af leiðandi því að binda mögulega enda á átökin í landinu en einungis er um fyrsta skrefið af mörgum að ræða. Erlent 2.12.2020 16:44
Níu mánaða barn meðal látnu Fjórir eru látnir eftir að maður ók bifreið inn á göngugötu í borginni Trier í Þýskalandi í dag. Meðal látnu er níu mánaða gamalt barn. Lögregla hefur handtekið 51 árs gamlan mann en hann er sagður hafa verið undir áhrifum áfengis. Erlent 1.12.2020 19:54
Bíl ekið á gangandi vegfarendur í Trier Minnst tveir eru látnir og eru minnst tíu sagðir hafa særst og þar af einhverjir alvarlega þegar bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Trier í Þýskalandi í dag. Erlent 1.12.2020 14:16
Óvissa um eiganda typpis gerir lögreglu erfitt fyrir við rannsókn Lögreglan í Þýskalandi rannsakar nú það hvernig stærðarinnar timburtyppi hvarf af fjalli, þar sem typpið birtist óvænt fyrir nokkrum árum. Útlit er fyrir að typpið hafi verið sagað niður um miðja nótt um helgina. Erlent 1.12.2020 10:27
Vill samkomulag um að skíðasvæði í Evrópu verði lokuð fram yfir áramót Þýsk stjórnvöld leitast nú eftir samkomulagi við önnur aðildarríki ESB um að halda skíðasvæðum lokuðum fram í byrjun janúar. Skuli það gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Erlent 26.11.2020 10:06
Maður í Berlín í haldi grunaður um morð og mannát Lögregla í Berlín í Þýskalandi hefur handtekið mann sem grunaður er um morð og mannát eftir að bein úr fórnarlambinu fundust í almenningsgarði í norðurhluta borgarinnar. Erlent 20.11.2020 14:26
Leystu upp mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Berlín Lögreglumenn í óeirðarbúningum beittu háþrýstisdælum til þess að dreifa mótmælendum gegn sóttvarnaaðgerðum í Berlín í dag. Mótmælendurnir hunsuðu fyrirmæli um að þeir notuðu grímur og pössuðu upp á fjarlægðarmörk sín á milli. Erlent 18.11.2020 16:26
Þrír handteknir vegna ránsins í Grænu hvelfingunni í Dresden Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið þrjá vegna gruns um að tengjast ráninu í Grænu hvelfingunni í Dresden, einu stærsta dýrgripasafni álfunnar, í nóvember á síðasta ári. Erlent 17.11.2020 13:34
Ná ekki saman um notkun hraðprófa til að liðka fyrir ferðalögum Aðildarríki Evrópusambandsins virðast eiga í erfiðleikum með að koma sér saman um sameiginlegar reglur um notkun hraðprófa til þess að greina kórónuveiruna Viðskipti erlent 17.11.2020 13:10
Þýskar kórónuveiruauglýsingar vekja mikla athygli Sófakartöflur fá uppreisn æru í nýrri auglýsingaherferð þýsku ríkisstjórnarinnar þar sem íbúar landsins eru hvattir til þess að halda sig heima í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Erlent 16.11.2020 15:02