Rýmdu flugbrautina til að halda brottflutningi áfram Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2021 13:53 Afganar sem unnu fyrir vestrænar þjóðir bíða í röð við flugvöllinn í Kabúl eftir að komast úr landi. Þeir óttast hefnd talibana sem hafa nú tekið höfuðborgina og margar fleiri borgir. Vísir/EPA Brottflutningur erlendra erindreka og óbreyttra borgara hélt áfram í dag eftir að þúsundir örvæntingarfullra Afgana voru reknar af flugbraut flugvallarins í Kabúl. Forseti Þýskalands lýsir glundroðanum í landinu sem skammarlegum fyrir vesturlönd. Ringulreið skapaðist á flugvellinum í Kabúl, sem er eina flóttaleiðin sem er ekki á valdi hersveita talibana, þegar þúsundir manna klifruðu yfir girðingar og veggir og reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Umferð um flugvöllinn lamaðist á meðan en nokkrir Afganar létust í glundroðanum. Sumir reyndu að hanga utan á flugvélum og hafa fjölmiðlar greint frá því að tveir af þeim sem létust hafi hrapað undan bandarískri herflugvél eftir að hún tók á loft. Á sjöunda hundrað Afganar tróðu sér inn í herflugvél sem var aðeins ætlað að flytja á annað hundrað farþega. Reuters-fréttastofan segir að flugbrautin í Kabúl hafi verið rýmd í morgun og gátu þá bandarískar og aðrar vestrænar flugvélar haldið áfram brottflutningi fólks. Að minnsta kosti tólf herflugvélar hafa tekið á loft í dag. Von var á vélum frá Ástralíu og Póllandi til að sækja þarlenda borgara og afganska samstarfsmenn þeirra. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að brottflutningur fólks frá Afganistan haldi áfram á næstu vikum. Reynt verði að koma eins mörgum bandarískum borgurum og afgönskum túlkum úr landinu og auðið verður. John Kirby, talsmaður ráðuneytisins, sagði að þrjár herstöðvar í Bandaríkjunum væru tilbúnar að taka við allt að 22.000 afgönskum bandamönnum Bandaríkjahers á næstu vikum. Búið er að flytja um 700 manns, þar af fleiri en 150 bandaríska borgara, frá landinu nú þegar. Vesturlöndum til skammar Myndirnar af örvæntingu Afgana á flugvellinum í Kabúl sem óttast ógnarstjórn talibana hefur vakið reiði og hneykslun víða. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, sagði þær skammarlegar fyrir vestrænar þjóðir. „Við upplifum nú mannlegan harmleik sem við deilum ábyrgð á. Myndir af örvæntingunni á flugvellinum í Kabúl er stjórnmálum á vesturlöndum til skammar,“ sagði Steinmeier en Þjóðverjar áttu annað fjölmennasta herliðið í Afganistan á eftir Bandaríkjamönnum. Þýsk stjórnvöld vilja fljúga þúsundum manna með tvöfalt afganskt-þýskt ríkisfang, mannréttindafrömuðum, lögmönnum og fólki sem vann með erlendu herliði frá Afganistan. Aðeins tókst að koma sjö manns burt í gær vegna ringulreiðarinnar á flugvellinum í Kabúl. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill að nágrannaríki Afganistan taki við flóttafólki þaðan en að Evrópusambandið geti síðar kannað grundvöll fyrir því að taka við fólki. Hún óttast að flóttamannakrísan árið 2015 þegar stríður straumur flóttafólks frá Sýrlandi reyndi að komast til Evrópu endurtaki sig nú. Afganistan Þýskaland Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Ringulreið skapaðist á flugvellinum í Kabúl, sem er eina flóttaleiðin sem er ekki á valdi hersveita talibana, þegar þúsundir manna klifruðu yfir girðingar og veggir og reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Umferð um flugvöllinn lamaðist á meðan en nokkrir Afganar létust í glundroðanum. Sumir reyndu að hanga utan á flugvélum og hafa fjölmiðlar greint frá því að tveir af þeim sem létust hafi hrapað undan bandarískri herflugvél eftir að hún tók á loft. Á sjöunda hundrað Afganar tróðu sér inn í herflugvél sem var aðeins ætlað að flytja á annað hundrað farþega. Reuters-fréttastofan segir að flugbrautin í Kabúl hafi verið rýmd í morgun og gátu þá bandarískar og aðrar vestrænar flugvélar haldið áfram brottflutningi fólks. Að minnsta kosti tólf herflugvélar hafa tekið á loft í dag. Von var á vélum frá Ástralíu og Póllandi til að sækja þarlenda borgara og afganska samstarfsmenn þeirra. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að brottflutningur fólks frá Afganistan haldi áfram á næstu vikum. Reynt verði að koma eins mörgum bandarískum borgurum og afgönskum túlkum úr landinu og auðið verður. John Kirby, talsmaður ráðuneytisins, sagði að þrjár herstöðvar í Bandaríkjunum væru tilbúnar að taka við allt að 22.000 afgönskum bandamönnum Bandaríkjahers á næstu vikum. Búið er að flytja um 700 manns, þar af fleiri en 150 bandaríska borgara, frá landinu nú þegar. Vesturlöndum til skammar Myndirnar af örvæntingu Afgana á flugvellinum í Kabúl sem óttast ógnarstjórn talibana hefur vakið reiði og hneykslun víða. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, sagði þær skammarlegar fyrir vestrænar þjóðir. „Við upplifum nú mannlegan harmleik sem við deilum ábyrgð á. Myndir af örvæntingunni á flugvellinum í Kabúl er stjórnmálum á vesturlöndum til skammar,“ sagði Steinmeier en Þjóðverjar áttu annað fjölmennasta herliðið í Afganistan á eftir Bandaríkjamönnum. Þýsk stjórnvöld vilja fljúga þúsundum manna með tvöfalt afganskt-þýskt ríkisfang, mannréttindafrömuðum, lögmönnum og fólki sem vann með erlendu herliði frá Afganistan. Aðeins tókst að koma sjö manns burt í gær vegna ringulreiðarinnar á flugvellinum í Kabúl. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill að nágrannaríki Afganistan taki við flóttafólki þaðan en að Evrópusambandið geti síðar kannað grundvöll fyrir því að taka við fólki. Hún óttast að flóttamannakrísan árið 2015 þegar stríður straumur flóttafólks frá Sýrlandi reyndi að komast til Evrópu endurtaki sig nú.
Afganistan Þýskaland Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira