Rýmdu flugbrautina til að halda brottflutningi áfram Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2021 13:53 Afganar sem unnu fyrir vestrænar þjóðir bíða í röð við flugvöllinn í Kabúl eftir að komast úr landi. Þeir óttast hefnd talibana sem hafa nú tekið höfuðborgina og margar fleiri borgir. Vísir/EPA Brottflutningur erlendra erindreka og óbreyttra borgara hélt áfram í dag eftir að þúsundir örvæntingarfullra Afgana voru reknar af flugbraut flugvallarins í Kabúl. Forseti Þýskalands lýsir glundroðanum í landinu sem skammarlegum fyrir vesturlönd. Ringulreið skapaðist á flugvellinum í Kabúl, sem er eina flóttaleiðin sem er ekki á valdi hersveita talibana, þegar þúsundir manna klifruðu yfir girðingar og veggir og reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Umferð um flugvöllinn lamaðist á meðan en nokkrir Afganar létust í glundroðanum. Sumir reyndu að hanga utan á flugvélum og hafa fjölmiðlar greint frá því að tveir af þeim sem létust hafi hrapað undan bandarískri herflugvél eftir að hún tók á loft. Á sjöunda hundrað Afganar tróðu sér inn í herflugvél sem var aðeins ætlað að flytja á annað hundrað farþega. Reuters-fréttastofan segir að flugbrautin í Kabúl hafi verið rýmd í morgun og gátu þá bandarískar og aðrar vestrænar flugvélar haldið áfram brottflutningi fólks. Að minnsta kosti tólf herflugvélar hafa tekið á loft í dag. Von var á vélum frá Ástralíu og Póllandi til að sækja þarlenda borgara og afganska samstarfsmenn þeirra. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að brottflutningur fólks frá Afganistan haldi áfram á næstu vikum. Reynt verði að koma eins mörgum bandarískum borgurum og afgönskum túlkum úr landinu og auðið verður. John Kirby, talsmaður ráðuneytisins, sagði að þrjár herstöðvar í Bandaríkjunum væru tilbúnar að taka við allt að 22.000 afgönskum bandamönnum Bandaríkjahers á næstu vikum. Búið er að flytja um 700 manns, þar af fleiri en 150 bandaríska borgara, frá landinu nú þegar. Vesturlöndum til skammar Myndirnar af örvæntingu Afgana á flugvellinum í Kabúl sem óttast ógnarstjórn talibana hefur vakið reiði og hneykslun víða. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, sagði þær skammarlegar fyrir vestrænar þjóðir. „Við upplifum nú mannlegan harmleik sem við deilum ábyrgð á. Myndir af örvæntingunni á flugvellinum í Kabúl er stjórnmálum á vesturlöndum til skammar,“ sagði Steinmeier en Þjóðverjar áttu annað fjölmennasta herliðið í Afganistan á eftir Bandaríkjamönnum. Þýsk stjórnvöld vilja fljúga þúsundum manna með tvöfalt afganskt-þýskt ríkisfang, mannréttindafrömuðum, lögmönnum og fólki sem vann með erlendu herliði frá Afganistan. Aðeins tókst að koma sjö manns burt í gær vegna ringulreiðarinnar á flugvellinum í Kabúl. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill að nágrannaríki Afganistan taki við flóttafólki þaðan en að Evrópusambandið geti síðar kannað grundvöll fyrir því að taka við fólki. Hún óttast að flóttamannakrísan árið 2015 þegar stríður straumur flóttafólks frá Sýrlandi reyndi að komast til Evrópu endurtaki sig nú. Afganistan Þýskaland Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Ringulreið skapaðist á flugvellinum í Kabúl, sem er eina flóttaleiðin sem er ekki á valdi hersveita talibana, þegar þúsundir manna klifruðu yfir girðingar og veggir og reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Umferð um flugvöllinn lamaðist á meðan en nokkrir Afganar létust í glundroðanum. Sumir reyndu að hanga utan á flugvélum og hafa fjölmiðlar greint frá því að tveir af þeim sem létust hafi hrapað undan bandarískri herflugvél eftir að hún tók á loft. Á sjöunda hundrað Afganar tróðu sér inn í herflugvél sem var aðeins ætlað að flytja á annað hundrað farþega. Reuters-fréttastofan segir að flugbrautin í Kabúl hafi verið rýmd í morgun og gátu þá bandarískar og aðrar vestrænar flugvélar haldið áfram brottflutningi fólks. Að minnsta kosti tólf herflugvélar hafa tekið á loft í dag. Von var á vélum frá Ástralíu og Póllandi til að sækja þarlenda borgara og afganska samstarfsmenn þeirra. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að brottflutningur fólks frá Afganistan haldi áfram á næstu vikum. Reynt verði að koma eins mörgum bandarískum borgurum og afgönskum túlkum úr landinu og auðið verður. John Kirby, talsmaður ráðuneytisins, sagði að þrjár herstöðvar í Bandaríkjunum væru tilbúnar að taka við allt að 22.000 afgönskum bandamönnum Bandaríkjahers á næstu vikum. Búið er að flytja um 700 manns, þar af fleiri en 150 bandaríska borgara, frá landinu nú þegar. Vesturlöndum til skammar Myndirnar af örvæntingu Afgana á flugvellinum í Kabúl sem óttast ógnarstjórn talibana hefur vakið reiði og hneykslun víða. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, sagði þær skammarlegar fyrir vestrænar þjóðir. „Við upplifum nú mannlegan harmleik sem við deilum ábyrgð á. Myndir af örvæntingunni á flugvellinum í Kabúl er stjórnmálum á vesturlöndum til skammar,“ sagði Steinmeier en Þjóðverjar áttu annað fjölmennasta herliðið í Afganistan á eftir Bandaríkjamönnum. Þýsk stjórnvöld vilja fljúga þúsundum manna með tvöfalt afganskt-þýskt ríkisfang, mannréttindafrömuðum, lögmönnum og fólki sem vann með erlendu herliði frá Afganistan. Aðeins tókst að koma sjö manns burt í gær vegna ringulreiðarinnar á flugvellinum í Kabúl. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill að nágrannaríki Afganistan taki við flóttafólki þaðan en að Evrópusambandið geti síðar kannað grundvöll fyrir því að taka við fólki. Hún óttast að flóttamannakrísan árið 2015 þegar stríður straumur flóttafólks frá Sýrlandi reyndi að komast til Evrópu endurtaki sig nú.
Afganistan Þýskaland Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira