Sósíaldemókratar missa dampinn og óljóst hver taki við keflinu af Merkel Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 23:46 Flestir þýskra kjósenda vilja Olaf Scholz, frambjóðanda Sósíaldemókrata (t.v.), sem næsta kanslara þýskalands. Um 20 prósent kjósenda vilja Armin Laschet, frambjóðanda Kristilegra demókrata (f.m.), sem næsta kanslara og um 16 prósent Önnulenu Baerbock, frambjóðanda Græningja (t.h.). Getty/samsett Óvíst er hver muni taka við keflinu af Angelu Merkel Þýskalandskanslara að loknum þingkosningum í Þýskalandi, sem fara fram á sunnudag. Nýjustu kosningaspár sýna að aðeins hársbreidd er á milli fylgis stærstu flokkanna. Tvær skoðanakannanir sem voru birtar í Þýskalandi í dag benda til að Sósíaldemókratar hafi misst forskotið sem þeir höfðu á Kristilega demókrata, flokk Merkel. Í könnun Civey fyrir fréttastofu ZDF mælist fylgi Sósíaldemókrata 25% en fylgi Kristilegra demókrata hafi hækkað nokkuð, upp í 23%. Fréttastofa Guardian greinir frá. Kosningakönnun Allensbach fyrir fréttastofu Frankfurter Allgemeine Zeitung bendir til að munurinn sé enn minni, Sósíaldemókratar með 26% fylgi og Kristilegir demókratar með 25% fylgi. Undanfarnar vikur hafa Kristilegir demókratar varla komist með tærnar þar sem Sósíaldemókratar hafa haft hælana. Það hefur hins vegar breyst þessa síðustu viku fyrir kosningar og virðist forskotið nú nær horfið. Þriggja flokka ríkisstjórn talin líklegust Það er því alveg í lausu lofti hver muni bera sigur úr bítum, og kannski mikilvægara: Hver muni taka við kanslarakeflinu af Angelu Merkel, sem hefur sinnt embættinu undanfarin sextán ár. Þá eru uppi ýmsar kenningar um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf og hvaða flokkar fái hvaða ráðuneyti. Flokkur græningja mælist nú með 16% fylgi, Frjálsir demókratar með 10,5% til 12% fylgi. Hægriþjóðernisflokkurinn Valkostir fyrir Þýskaland (þ. Alternativ für Deutschland) mælist með 10% fylgi og Róttæki vinstri flokkurinn Die Linke með 5% til 6% fylgi, sem þýðir að hann er í fallhættu. Þó virðist af nýjustu skoðanakönnunum sem þýskir kjósendur séu nokkuð ákveðnir í því hvern þeir vilja sem kanslara. Þegar kjósendur voru spurðir að því svöruðu 47% að þeir vildu Olaf Scholz, frambjóðanda Sósíaldemókrata, sem næsta kanslara. 20% sögðust vilja Armin Laschet, frambjóðanda Kristilegra demókrata, og 16% sögðust vilja Annalenu Baerbock, frambjóðanda Græningja. Ljóst er að ríkisstjórnin verði að vera skipuð minnst tveimur flokkum og er þriggja flokka stjórn talin líklegust af spekúlöntum. Það væri fyrsta sinn sem þrír flokkar sameinuðust í ríkisstjórn Þýskalands frá upphafi. Í frétt Guardian segir að það bendi til að þýsk stjórnmál séu klofin, eins og eigi sér stað víða annars staðar í Evrópu, og eflaust margir Íslendingar tengja við. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48 Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Þýskir Jafnaðarmenn á mikilli siglingu Eftir erfið og mögur síðustu ár virðist sem að byr sé aftur kominn í segl þýskra Jafnaðarmanna, nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til þingkosninga þar í landi. 2. september 2021 08:43 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Tvær skoðanakannanir sem voru birtar í Þýskalandi í dag benda til að Sósíaldemókratar hafi misst forskotið sem þeir höfðu á Kristilega demókrata, flokk Merkel. Í könnun Civey fyrir fréttastofu ZDF mælist fylgi Sósíaldemókrata 25% en fylgi Kristilegra demókrata hafi hækkað nokkuð, upp í 23%. Fréttastofa Guardian greinir frá. Kosningakönnun Allensbach fyrir fréttastofu Frankfurter Allgemeine Zeitung bendir til að munurinn sé enn minni, Sósíaldemókratar með 26% fylgi og Kristilegir demókratar með 25% fylgi. Undanfarnar vikur hafa Kristilegir demókratar varla komist með tærnar þar sem Sósíaldemókratar hafa haft hælana. Það hefur hins vegar breyst þessa síðustu viku fyrir kosningar og virðist forskotið nú nær horfið. Þriggja flokka ríkisstjórn talin líklegust Það er því alveg í lausu lofti hver muni bera sigur úr bítum, og kannski mikilvægara: Hver muni taka við kanslarakeflinu af Angelu Merkel, sem hefur sinnt embættinu undanfarin sextán ár. Þá eru uppi ýmsar kenningar um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf og hvaða flokkar fái hvaða ráðuneyti. Flokkur græningja mælist nú með 16% fylgi, Frjálsir demókratar með 10,5% til 12% fylgi. Hægriþjóðernisflokkurinn Valkostir fyrir Þýskaland (þ. Alternativ für Deutschland) mælist með 10% fylgi og Róttæki vinstri flokkurinn Die Linke með 5% til 6% fylgi, sem þýðir að hann er í fallhættu. Þó virðist af nýjustu skoðanakönnunum sem þýskir kjósendur séu nokkuð ákveðnir í því hvern þeir vilja sem kanslara. Þegar kjósendur voru spurðir að því svöruðu 47% að þeir vildu Olaf Scholz, frambjóðanda Sósíaldemókrata, sem næsta kanslara. 20% sögðust vilja Armin Laschet, frambjóðanda Kristilegra demókrata, og 16% sögðust vilja Annalenu Baerbock, frambjóðanda Græningja. Ljóst er að ríkisstjórnin verði að vera skipuð minnst tveimur flokkum og er þriggja flokka stjórn talin líklegust af spekúlöntum. Það væri fyrsta sinn sem þrír flokkar sameinuðust í ríkisstjórn Þýskalands frá upphafi. Í frétt Guardian segir að það bendi til að þýsk stjórnmál séu klofin, eins og eigi sér stað víða annars staðar í Evrópu, og eflaust margir Íslendingar tengja við.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48 Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Þýskir Jafnaðarmenn á mikilli siglingu Eftir erfið og mögur síðustu ár virðist sem að byr sé aftur kominn í segl þýskra Jafnaðarmanna, nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til þingkosninga þar í landi. 2. september 2021 08:43 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48
Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20
Þýskir Jafnaðarmenn á mikilli siglingu Eftir erfið og mögur síðustu ár virðist sem að byr sé aftur kominn í segl þýskra Jafnaðarmanna, nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til þingkosninga þar í landi. 2. september 2021 08:43