Sósíaldemókratar missa dampinn og óljóst hver taki við keflinu af Merkel Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 23:46 Flestir þýskra kjósenda vilja Olaf Scholz, frambjóðanda Sósíaldemókrata (t.v.), sem næsta kanslara þýskalands. Um 20 prósent kjósenda vilja Armin Laschet, frambjóðanda Kristilegra demókrata (f.m.), sem næsta kanslara og um 16 prósent Önnulenu Baerbock, frambjóðanda Græningja (t.h.). Getty/samsett Óvíst er hver muni taka við keflinu af Angelu Merkel Þýskalandskanslara að loknum þingkosningum í Þýskalandi, sem fara fram á sunnudag. Nýjustu kosningaspár sýna að aðeins hársbreidd er á milli fylgis stærstu flokkanna. Tvær skoðanakannanir sem voru birtar í Þýskalandi í dag benda til að Sósíaldemókratar hafi misst forskotið sem þeir höfðu á Kristilega demókrata, flokk Merkel. Í könnun Civey fyrir fréttastofu ZDF mælist fylgi Sósíaldemókrata 25% en fylgi Kristilegra demókrata hafi hækkað nokkuð, upp í 23%. Fréttastofa Guardian greinir frá. Kosningakönnun Allensbach fyrir fréttastofu Frankfurter Allgemeine Zeitung bendir til að munurinn sé enn minni, Sósíaldemókratar með 26% fylgi og Kristilegir demókratar með 25% fylgi. Undanfarnar vikur hafa Kristilegir demókratar varla komist með tærnar þar sem Sósíaldemókratar hafa haft hælana. Það hefur hins vegar breyst þessa síðustu viku fyrir kosningar og virðist forskotið nú nær horfið. Þriggja flokka ríkisstjórn talin líklegust Það er því alveg í lausu lofti hver muni bera sigur úr bítum, og kannski mikilvægara: Hver muni taka við kanslarakeflinu af Angelu Merkel, sem hefur sinnt embættinu undanfarin sextán ár. Þá eru uppi ýmsar kenningar um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf og hvaða flokkar fái hvaða ráðuneyti. Flokkur græningja mælist nú með 16% fylgi, Frjálsir demókratar með 10,5% til 12% fylgi. Hægriþjóðernisflokkurinn Valkostir fyrir Þýskaland (þ. Alternativ für Deutschland) mælist með 10% fylgi og Róttæki vinstri flokkurinn Die Linke með 5% til 6% fylgi, sem þýðir að hann er í fallhættu. Þó virðist af nýjustu skoðanakönnunum sem þýskir kjósendur séu nokkuð ákveðnir í því hvern þeir vilja sem kanslara. Þegar kjósendur voru spurðir að því svöruðu 47% að þeir vildu Olaf Scholz, frambjóðanda Sósíaldemókrata, sem næsta kanslara. 20% sögðust vilja Armin Laschet, frambjóðanda Kristilegra demókrata, og 16% sögðust vilja Annalenu Baerbock, frambjóðanda Græningja. Ljóst er að ríkisstjórnin verði að vera skipuð minnst tveimur flokkum og er þriggja flokka stjórn talin líklegust af spekúlöntum. Það væri fyrsta sinn sem þrír flokkar sameinuðust í ríkisstjórn Þýskalands frá upphafi. Í frétt Guardian segir að það bendi til að þýsk stjórnmál séu klofin, eins og eigi sér stað víða annars staðar í Evrópu, og eflaust margir Íslendingar tengja við. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48 Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Þýskir Jafnaðarmenn á mikilli siglingu Eftir erfið og mögur síðustu ár virðist sem að byr sé aftur kominn í segl þýskra Jafnaðarmanna, nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til þingkosninga þar í landi. 2. september 2021 08:43 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Tvær skoðanakannanir sem voru birtar í Þýskalandi í dag benda til að Sósíaldemókratar hafi misst forskotið sem þeir höfðu á Kristilega demókrata, flokk Merkel. Í könnun Civey fyrir fréttastofu ZDF mælist fylgi Sósíaldemókrata 25% en fylgi Kristilegra demókrata hafi hækkað nokkuð, upp í 23%. Fréttastofa Guardian greinir frá. Kosningakönnun Allensbach fyrir fréttastofu Frankfurter Allgemeine Zeitung bendir til að munurinn sé enn minni, Sósíaldemókratar með 26% fylgi og Kristilegir demókratar með 25% fylgi. Undanfarnar vikur hafa Kristilegir demókratar varla komist með tærnar þar sem Sósíaldemókratar hafa haft hælana. Það hefur hins vegar breyst þessa síðustu viku fyrir kosningar og virðist forskotið nú nær horfið. Þriggja flokka ríkisstjórn talin líklegust Það er því alveg í lausu lofti hver muni bera sigur úr bítum, og kannski mikilvægara: Hver muni taka við kanslarakeflinu af Angelu Merkel, sem hefur sinnt embættinu undanfarin sextán ár. Þá eru uppi ýmsar kenningar um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf og hvaða flokkar fái hvaða ráðuneyti. Flokkur græningja mælist nú með 16% fylgi, Frjálsir demókratar með 10,5% til 12% fylgi. Hægriþjóðernisflokkurinn Valkostir fyrir Þýskaland (þ. Alternativ für Deutschland) mælist með 10% fylgi og Róttæki vinstri flokkurinn Die Linke með 5% til 6% fylgi, sem þýðir að hann er í fallhættu. Þó virðist af nýjustu skoðanakönnunum sem þýskir kjósendur séu nokkuð ákveðnir í því hvern þeir vilja sem kanslara. Þegar kjósendur voru spurðir að því svöruðu 47% að þeir vildu Olaf Scholz, frambjóðanda Sósíaldemókrata, sem næsta kanslara. 20% sögðust vilja Armin Laschet, frambjóðanda Kristilegra demókrata, og 16% sögðust vilja Annalenu Baerbock, frambjóðanda Græningja. Ljóst er að ríkisstjórnin verði að vera skipuð minnst tveimur flokkum og er þriggja flokka stjórn talin líklegust af spekúlöntum. Það væri fyrsta sinn sem þrír flokkar sameinuðust í ríkisstjórn Þýskalands frá upphafi. Í frétt Guardian segir að það bendi til að þýsk stjórnmál séu klofin, eins og eigi sér stað víða annars staðar í Evrópu, og eflaust margir Íslendingar tengja við.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48 Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Þýskir Jafnaðarmenn á mikilli siglingu Eftir erfið og mögur síðustu ár virðist sem að byr sé aftur kominn í segl þýskra Jafnaðarmanna, nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til þingkosninga þar í landi. 2. september 2021 08:43 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48
Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20
Þýskir Jafnaðarmenn á mikilli siglingu Eftir erfið og mögur síðustu ár virðist sem að byr sé aftur kominn í segl þýskra Jafnaðarmanna, nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til þingkosninga þar í landi. 2. september 2021 08:43