Sósíaldemókratar missa dampinn og óljóst hver taki við keflinu af Merkel Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 23:46 Flestir þýskra kjósenda vilja Olaf Scholz, frambjóðanda Sósíaldemókrata (t.v.), sem næsta kanslara þýskalands. Um 20 prósent kjósenda vilja Armin Laschet, frambjóðanda Kristilegra demókrata (f.m.), sem næsta kanslara og um 16 prósent Önnulenu Baerbock, frambjóðanda Græningja (t.h.). Getty/samsett Óvíst er hver muni taka við keflinu af Angelu Merkel Þýskalandskanslara að loknum þingkosningum í Þýskalandi, sem fara fram á sunnudag. Nýjustu kosningaspár sýna að aðeins hársbreidd er á milli fylgis stærstu flokkanna. Tvær skoðanakannanir sem voru birtar í Þýskalandi í dag benda til að Sósíaldemókratar hafi misst forskotið sem þeir höfðu á Kristilega demókrata, flokk Merkel. Í könnun Civey fyrir fréttastofu ZDF mælist fylgi Sósíaldemókrata 25% en fylgi Kristilegra demókrata hafi hækkað nokkuð, upp í 23%. Fréttastofa Guardian greinir frá. Kosningakönnun Allensbach fyrir fréttastofu Frankfurter Allgemeine Zeitung bendir til að munurinn sé enn minni, Sósíaldemókratar með 26% fylgi og Kristilegir demókratar með 25% fylgi. Undanfarnar vikur hafa Kristilegir demókratar varla komist með tærnar þar sem Sósíaldemókratar hafa haft hælana. Það hefur hins vegar breyst þessa síðustu viku fyrir kosningar og virðist forskotið nú nær horfið. Þriggja flokka ríkisstjórn talin líklegust Það er því alveg í lausu lofti hver muni bera sigur úr bítum, og kannski mikilvægara: Hver muni taka við kanslarakeflinu af Angelu Merkel, sem hefur sinnt embættinu undanfarin sextán ár. Þá eru uppi ýmsar kenningar um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf og hvaða flokkar fái hvaða ráðuneyti. Flokkur græningja mælist nú með 16% fylgi, Frjálsir demókratar með 10,5% til 12% fylgi. Hægriþjóðernisflokkurinn Valkostir fyrir Þýskaland (þ. Alternativ für Deutschland) mælist með 10% fylgi og Róttæki vinstri flokkurinn Die Linke með 5% til 6% fylgi, sem þýðir að hann er í fallhættu. Þó virðist af nýjustu skoðanakönnunum sem þýskir kjósendur séu nokkuð ákveðnir í því hvern þeir vilja sem kanslara. Þegar kjósendur voru spurðir að því svöruðu 47% að þeir vildu Olaf Scholz, frambjóðanda Sósíaldemókrata, sem næsta kanslara. 20% sögðust vilja Armin Laschet, frambjóðanda Kristilegra demókrata, og 16% sögðust vilja Annalenu Baerbock, frambjóðanda Græningja. Ljóst er að ríkisstjórnin verði að vera skipuð minnst tveimur flokkum og er þriggja flokka stjórn talin líklegust af spekúlöntum. Það væri fyrsta sinn sem þrír flokkar sameinuðust í ríkisstjórn Þýskalands frá upphafi. Í frétt Guardian segir að það bendi til að þýsk stjórnmál séu klofin, eins og eigi sér stað víða annars staðar í Evrópu, og eflaust margir Íslendingar tengja við. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48 Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Þýskir Jafnaðarmenn á mikilli siglingu Eftir erfið og mögur síðustu ár virðist sem að byr sé aftur kominn í segl þýskra Jafnaðarmanna, nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til þingkosninga þar í landi. 2. september 2021 08:43 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Tvær skoðanakannanir sem voru birtar í Þýskalandi í dag benda til að Sósíaldemókratar hafi misst forskotið sem þeir höfðu á Kristilega demókrata, flokk Merkel. Í könnun Civey fyrir fréttastofu ZDF mælist fylgi Sósíaldemókrata 25% en fylgi Kristilegra demókrata hafi hækkað nokkuð, upp í 23%. Fréttastofa Guardian greinir frá. Kosningakönnun Allensbach fyrir fréttastofu Frankfurter Allgemeine Zeitung bendir til að munurinn sé enn minni, Sósíaldemókratar með 26% fylgi og Kristilegir demókratar með 25% fylgi. Undanfarnar vikur hafa Kristilegir demókratar varla komist með tærnar þar sem Sósíaldemókratar hafa haft hælana. Það hefur hins vegar breyst þessa síðustu viku fyrir kosningar og virðist forskotið nú nær horfið. Þriggja flokka ríkisstjórn talin líklegust Það er því alveg í lausu lofti hver muni bera sigur úr bítum, og kannski mikilvægara: Hver muni taka við kanslarakeflinu af Angelu Merkel, sem hefur sinnt embættinu undanfarin sextán ár. Þá eru uppi ýmsar kenningar um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf og hvaða flokkar fái hvaða ráðuneyti. Flokkur græningja mælist nú með 16% fylgi, Frjálsir demókratar með 10,5% til 12% fylgi. Hægriþjóðernisflokkurinn Valkostir fyrir Þýskaland (þ. Alternativ für Deutschland) mælist með 10% fylgi og Róttæki vinstri flokkurinn Die Linke með 5% til 6% fylgi, sem þýðir að hann er í fallhættu. Þó virðist af nýjustu skoðanakönnunum sem þýskir kjósendur séu nokkuð ákveðnir í því hvern þeir vilja sem kanslara. Þegar kjósendur voru spurðir að því svöruðu 47% að þeir vildu Olaf Scholz, frambjóðanda Sósíaldemókrata, sem næsta kanslara. 20% sögðust vilja Armin Laschet, frambjóðanda Kristilegra demókrata, og 16% sögðust vilja Annalenu Baerbock, frambjóðanda Græningja. Ljóst er að ríkisstjórnin verði að vera skipuð minnst tveimur flokkum og er þriggja flokka stjórn talin líklegust af spekúlöntum. Það væri fyrsta sinn sem þrír flokkar sameinuðust í ríkisstjórn Þýskalands frá upphafi. Í frétt Guardian segir að það bendi til að þýsk stjórnmál séu klofin, eins og eigi sér stað víða annars staðar í Evrópu, og eflaust margir Íslendingar tengja við.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48 Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Þýskir Jafnaðarmenn á mikilli siglingu Eftir erfið og mögur síðustu ár virðist sem að byr sé aftur kominn í segl þýskra Jafnaðarmanna, nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til þingkosninga þar í landi. 2. september 2021 08:43 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48
Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20
Þýskir Jafnaðarmenn á mikilli siglingu Eftir erfið og mögur síðustu ár virðist sem að byr sé aftur kominn í segl þýskra Jafnaðarmanna, nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til þingkosninga þar í landi. 2. september 2021 08:43