Börn og uppeldi

Fréttamynd

Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari

„Þessi tími var virkilega erfiður. Að vera ein með ungbarn er ekkert grín og ég tek ofan fyrir einstæðum mæðrum,“ segir Ína María Einarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál.

Makamál
Fréttamynd

Leggur til aldurstakmark á snjallsímaeign

Hjálmar Bogi Hafliðason, þingmaður Framsóknarflokksins, ræddi um snjallsímanotkun barna á Alþingi í dag og spurði hvort takmarka ætti snjallsímaeign barna við fimmtán ára aldur.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn í þann mund að leyfa bólusetningar á börnum

Gera má ráð fyrir að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) veiti leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech fyrir börn á aldrinum 12-15 ára í þessari viku eða næstu. New York Times hefur þetta eftir heimildarmönnum innan bandaríska stjórnkerfisins.

Erlent
Fréttamynd

Egill og Gurrý eignuðust dreng: „Gríslingurinn var ó­þolin­móður“

„Gríslingurinn var óþolinmóður og ákvað að mæta í heiminn aðeins á undan áætlun. Þetta gerðist frekar hratt. Gurrý vakti mig 04:15 í nótt. Löbbuðum inn á spítalann 05:20 og drengurinn fæddur 06:41. Alvöru tempó. Erum komin heim og Eva Malen ofpeppuð fékk loksins að hitta litla bróðir. Móður og barni heilsast vel,“ skrifar einkaþjálfarinn, leikarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson í færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Sumar barnsins

Sumarið er gengið í garð og sippubönd, krítar og sápukúlur hafa verið dregin fram.

Skoðun
Fréttamynd

Slæmur endir á aprílmánuði um einhverfu hjá Reykjavíkurborg

Nýverið fengu foreldrar 30 barna í Reykjavík bréf um fyrirhugaða synjun við umsókn um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þau höfðu sótt um pláss í sérdeildum vegna þess að þau töldu börnin ekki höndla að vera inni í bekk allan daginn með sínum jafnöldrum.

Skoðun
Fréttamynd

Aldrei fleiri umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn

Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur aldrei fengið jafnmargar umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn. Þær voru alls 38 þetta vorið. Í ár þurfti því að synja 30 börnum um pláss en viðkomandi hafa andmælarétt til 3. maí. Formaður Landssamtaka Þroskahjálpar segir foreldra þeirra barna sem ekki komast að í ár kvíða komandi tímum.

Innlent
Fréttamynd

Varð ófrísk að öðru barni á meðan hún var þegar ólétt af því fyrsta

Kona nokkur í Bretlandi, hin 39 ára Rebecca Roberts, varð ófrísk að öðru barni á meðan hún gekk með annað. Hún og eiginmaður hennar, Rhys Weaver sem er fjórum árum eldri, höfðu reynt árangurslaust í rúmt ár að eignast barn þegar það loksins tókst og rúmlega það. Getnaður varð ekki einu sinni heldur tvisvar með þriggja vikna millibili.

Erlent
Fréttamynd

Sannleikurinn um son minn

Blár apríl, styrktarfélag barna með einhverfu, var stofnað árið 2013 og er markmið félagsins að stuðla að fræðslu og vitundarvakningu um málefni barna með einhverfu.

Lífið
Fréttamynd

Mikilvægt að vita hvers vegna við erum að greina börn

„Ég held stundum að við gleymum því að það stendur í námsskránni að við séum uppeldis- og menntastofnun. Stundum finnst mér betra að tala um skólana sem velferðarstofnun,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla um hlutverk skólanna.

Lífið
Fréttamynd

22 börn auk starfsfólks leikskólans Jörfa í sóttkví

22 börn og allri starfsmenn á einni deild leikskólans Jörfa í Reykjavík eru í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp hjá starfsmanni á leikskólanum. Smitið greindist í gær og er óvíst hvort leikskólinn getur verið opinn að sögn Bergljótar Jóhannsdóttur, leikskólastjóra á Jörfa.

Innlent
Fréttamynd

Árás á Freyju árás á alla fatlaða foreldra

Úrskurður Barnaverndarstofu um að Freyja Haraldsdóttir sé hæf til að taka að sér fósturbarn, hefur vakið umræðu sem er í mörgum tilvikum fordómafull, að mati Ingu Bjarkar fötlunaraktívista. Hún segir nauðsynlegt að fólk hætti að ákveða fyrir fólk með fötlun hvað það er fært um og hvað ekki.

Innlent
Fréttamynd

„Lífið er ekki sanngjarnt“

„Það er gott að leita til fólks sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lögfræðingur og dómsmálaráðherra.

Lífið
Fréttamynd

Ekkert „plan b“ að taka barn í fóstur

Freyja Haraldsdóttir, baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun og fyrrverandi varaþingmaður, upplifir mikinn létti og gleði yfir því að Barnaverndarstofa hafi metið hana hæfa til að taka að sér fósturbarn – og það eftir sjö ára þrautagöngu í kerfinu.

Innlent