Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Segir spjallmenni Meta herja kyn­ferðis­lega á börn

Leikarinn Joseph Gordon-Levitt segir gervigreindarspjallmenni Meta ræða kynferðislega við börn og siðareglur fyrirtækisins gefi gervigreindinni fullt leyfi til þess. Eiginkona leikarans yfirgaf stjórn OpenAI vegna deilna um eigið eftirlit á gervigreindinni.

Lífið
Fréttamynd

Ís­land land númer 197

Maður sem lauk ferðalagi sínu til allra landa heimsins á Íslandi, segist feginn að vera búinn með þennan kafla í sínu lífi. Ævintýrið fjármagnaði hann allt með dagvinnu í heimalandinu og nýtti helgar og aðra frídaga til að ferðast um heiminn.

Innlent
Fréttamynd

Herra Skepna sló Haf­þór utan undir

Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnssson og knattspyrnumaðurinn Eyþór Wöhler heimsóttu Mr. Beast, stærstu Youtube-stjörnu heims, í íþróttahús hans í Norður-Karólínu. Þeir spiluðu saman körfubolta og Mr. Beast sló Hafþór utan undir.

Lífið
Fréttamynd

„kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“

Félag Sjálfstæðismanna um fullveldismál hélt fund um útlendingamál í Valhöll um helgina. Hæðst hefur verið að auglýsingu fyrir fundinn vegna málfars- og stafsetningarvillna, þá sérstaklega að stafarunan „kkk“ sé í orðinu „klukkan“. Formaður félagsins segir um 115 manns hafa sótt fundinn og gagnrýnin sé rýr ef aðeins er hægt að setja út á stafsetningu.

Lífið
Fréttamynd

Murdoch-feðgar verði meðal kaup­enda TikTok

Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og sonur hans Lanchan eru sagðir vera í hópi bandarískra fjárfesta sem freista þess að kaupa samfélagsmiðilinn TikTok. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að feðgarnir verði „örugglega“ aðilar að kaupunum sem muni tryggja áframhaldandi aðgang að samfélagsmiðlinum í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir

Það vakti mikla athygli þegar íslenska samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, kastaði brjóstahaldara upp á svið á tónleikum kanadíska rapparans Drake í Berlín um helgina. Rapparinn endurbirti myndband frá henni á Instagram sem leiddi til þess að henni var boðið í eftirpartý með honum.

Lífið
Fréttamynd

Nálgast sam­komu­lag um TikTok

Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að erindrekar frá Bandaríkjunum og Kína hefðu náð saman um frumdrög að samkomulagi um framtíð samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun ræða málið við Xi Jinping, kollega sinn í Kína, á föstudaginn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Drake fékk brjósta­haldarann frá Guggu í fangið

Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát á Instagram, kastaði brjóstahaldara sínum upp á svið á tónleikum kanadíska rapparans Drake í Berlín í Þýskalandi í gær. Drake var hæstánægður með uppátækið.

Lífið
Fréttamynd

Herinn skakkar leikinn í Katmandú

Vopnaðir hermenn standa nú vörð á strætum Katmandú, höfuðborg Nepals, eftir mannskæð mótmæli og óeirðir síðustu daga. Borgarbúum hefur verið skipað að halda sig heima hjá sér.

Erlent
Fréttamynd

Ueno snýr aftur og Haraldur fram­kvæmda­stjóri

Haraldur Þorleifsson hefur aftur tekið við framkvæmdastjórn tækni- og hönnunarfyrirtækisins Ueno. Fyrirtækið stofnaði hann sjálfur fyrir rúmum áratug en seldi síðar til samfélagsmiðlarisans sem þá hét Twitter. „Ueno er komið aftur,“ skrifar Haraldur í færslu á Facebook í dag þar sem hann greinir frá tíðindunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Daður við drengi sem verður kyn­ferðis­legt og endar með hótun

Barnaheill merkja aukningu í svokölluðum kynlífskúgunarmálum sem beinast gegn börnum. Fórnarlömbin eru í flestum tilfellum unglingsdrengir sem eru narraðir af óprúttnum aðilum, sem þykjast vera stúlka á þeirra aldri, til að senda af sér viðkvæmar myndir sem þeir síðan nota til að kúga fé út úr drengjunum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja skylda sam­skipta­for­rit til að skanna einka­skila­boð fólks

Harðar deilur standa yfir á Evrópuþinginu um löggjöf sem skyldar netveitur og samskiptaforrit til að skanna skilaboð notenda áður en þau eru dulkóðuð, en markmiðið er að greina efni sem tengist barnaníði og tilkynna um það. Andstæðingar frumvarpsins segja áformin brjóta gegn friðhelgi einkalífs og þau opni dyr fyrir víðtæka eftirlitsheimild yfir einkasamskiptum fólks.

Erlent
Fréttamynd

Vill brúa bilið milli al­mennings og réttar­kerfisins

„Það sem ég geri er í raun einfalt: ég reyni að útskýra lögfræði á mannamáli og er aðgengileg,“ segir Anna Einarsdóttir lögfræðingur.  Í dag er hún orðin þekkt fyrir að brjóta niður múra milli lögfræðinnar og almennings – bæði á TikTok og í nýjum hlaðvarpsþáttum um íslensk sakamál sem ber heitið True crime Ísland.

Lífið
Fréttamynd

Reiði á tímum alls­nægta

Við búum á bestu tímum. Við búum betur í dag en kóngar og keisarar bjuggu við í gegnum aldirnar. Forfeður og formæður okkar hefðu ekki getað ímyndað sér þær aðstæður sem við búum við. Upphituð hús, rafmagn sem knýr alls kyns munað og jarðarber allt árið um kring. Ekki eru liðnar margar kynslóðir síðan hungur, barnadauði og dauði af barnsförum voru hluti af daglegum veruleika okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Enn ást­fangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu

„Ég var lengi að ná mér eftir fæðinguna þar sem ég fékk það sem kallast spínal höfuðverk, sem kom í kjölfar af mænudeyfingunni. Það er þannig að það myndaðist gat á mænuhimnuna sem það að verkum að maður fær mjög slæman hausverk,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir, markaðssérfræðingur og hlaðvarpsstjórnandi, sem eignaðist sitt annað barn í mars síðastliðnum.

Lífið
Fréttamynd

Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn?

Á undanförnum árum hafa svokallaðir smáhrifavaldar vakið sífellt meiri athygli í markaðsstarfi, bæði hér á landi og erlendis. Smáhrifavaldar hafa mun færri fylgjendur en stórir áhrifavaldar, en njóta oft meiri trúverðugleika og persónulegra tengsla við fylgjendur sína.

Lífið